Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Lovísa Arnardóttir skrifar 6. janúar 2026 11:23 Kjartan Már bæjarstjóri segir miður að búslóðunum hafi verið hent en um mannleg mistök hafi verið að ræða. Aðsend Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir það hafa verið mannleg mistök þegar starfsmenn bæjarins tæmdu tvær geymslur í fjölbýlishúsi á Ásbrú og hentu eða gáfu búslóð tveggja íbúa bæjarins. Fyrst var fjallað um málið á vef RÚV í gær en þar var rætt við stjúpmóður konu sem hafði geymt dótið sitt í annarri geymslunni. Í frétt RÚV kom fram að í geymslunni hafi hún geymt sjónvarp, rúm, uppþvottavél og flestar aðrar eigur sínar. Hún hafi verið með dótið í geymslu á meðan hún leitaði sér að húsnæði. Í frétt RÚV kom jafnframt fram að tveir íbúar hafi kært sveitarfélagið eða leitað sér lögfræðiaðstoðar vegna málsins. Kjartan segir enga formlega kvörtun eða kæru enn hafa borist bænum en að um leið og hún berst verði brugðist við henni. Hann telur að best væri ef málið væri kært til lögreglunnar og það færi þannig í formlegt ferli. „Við erum að ná utan um þetta smátt og smátt. Þetta voru mannleg mistök,“ segir Kjartan Már. Húsnæði á leigu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd Hann segir bæinn hafa verið með fjölbýlishúsið í Ásbrú til leigu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Starfsmenn bæjarins hafi svo fyrir áramót fengið það verkefni að tæma húsið og þrífa svo hægt væri að afhenda leigusala það aftur. Umsækjendurnir væru farnir af landi brott og einhverjir hefðu skilið eftir dót. „Starfsfólk sem var í þessu verkefni vissi ekki að það væru tvær geymslur af átta sem voru ekki okkar.“ Hann segir óljóst hvernig það kom til að tvær geymslur hafi verið leigðar öðrum en það sé líklega á ábyrgð leigusala. „Þetta er glatað en mannleg mistök, við skoðum það með opnum hug ef það koma rökstuddar kröfur,“ segir hann og að bærinn sé með tryggingar en það eigi eftir að koma í ljós hvort eða hversu mikið þær bæta. Bærinn þurfi að fá ítarlegan lista um það sem var í geymslunni svo hægt sé að meta tjónið. „Við munum allavega bæta. Þetta eru klárlega mistök, hvort sem þau eru okkar eða leigusalans. Þetta er allavega ekki íbúunum að kenna eða þeim sem eiga þetta. Við munum finna út úr því þannig allir skilji sáttir.“ Þetta verður bætt, þú ert að segja það? „Ég er að segja það. En hver, hve mikið og hvenær, ég get ekki svarað því.“ Reykjanesbær Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira
Í frétt RÚV kom fram að í geymslunni hafi hún geymt sjónvarp, rúm, uppþvottavél og flestar aðrar eigur sínar. Hún hafi verið með dótið í geymslu á meðan hún leitaði sér að húsnæði. Í frétt RÚV kom jafnframt fram að tveir íbúar hafi kært sveitarfélagið eða leitað sér lögfræðiaðstoðar vegna málsins. Kjartan segir enga formlega kvörtun eða kæru enn hafa borist bænum en að um leið og hún berst verði brugðist við henni. Hann telur að best væri ef málið væri kært til lögreglunnar og það færi þannig í formlegt ferli. „Við erum að ná utan um þetta smátt og smátt. Þetta voru mannleg mistök,“ segir Kjartan Már. Húsnæði á leigu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd Hann segir bæinn hafa verið með fjölbýlishúsið í Ásbrú til leigu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Starfsmenn bæjarins hafi svo fyrir áramót fengið það verkefni að tæma húsið og þrífa svo hægt væri að afhenda leigusala það aftur. Umsækjendurnir væru farnir af landi brott og einhverjir hefðu skilið eftir dót. „Starfsfólk sem var í þessu verkefni vissi ekki að það væru tvær geymslur af átta sem voru ekki okkar.“ Hann segir óljóst hvernig það kom til að tvær geymslur hafi verið leigðar öðrum en það sé líklega á ábyrgð leigusala. „Þetta er glatað en mannleg mistök, við skoðum það með opnum hug ef það koma rökstuddar kröfur,“ segir hann og að bærinn sé með tryggingar en það eigi eftir að koma í ljós hvort eða hversu mikið þær bæta. Bærinn þurfi að fá ítarlegan lista um það sem var í geymslunni svo hægt sé að meta tjónið. „Við munum allavega bæta. Þetta eru klárlega mistök, hvort sem þau eru okkar eða leigusalans. Þetta er allavega ekki íbúunum að kenna eða þeim sem eiga þetta. Við munum finna út úr því þannig allir skilji sáttir.“ Þetta verður bætt, þú ert að segja það? „Ég er að segja það. En hver, hve mikið og hvenær, ég get ekki svarað því.“
Reykjanesbær Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Sjá meira