Íslenski boltinn

Ný­liðarnir fá banda­rískan mark­vörð

Sindri Sverrisson skrifar
Luaren Kellett mun spila á Suðurnesjunum í sumar.
Luaren Kellett mun spila á Suðurnesjunum í sumar.

Sameinað lið Grindavíkur og Njarðvíkur mun tefla fram bandarískum markverði í Bestu deild kvenna í fótbolta á komandi leiktíð.

Grindavík/Njarðvík vann sig upp í Bestu deildina í fyrra með því að enda í 2. sæti Lengjudeildarinnar, stigi á undan HK og Gróttu.

Nýliðarnir hafa nú tryggt sér krafta markvarðarins Lauren Kellett. Hún var síðast á mála hjá Tampa Bay Sun, liðinu sem vann hina bandarísku USL Super League, nýju deildina sem segja má að sé í samkeppni við NWSL-deildina, en lék þó aldrei leik með liðinu.

Áður var Kellette í TCU háskólanum í Texas og var tvisvar valin í lið ársins og einu sinni markvörður ársins, úr hópi leikmanna í „Big 12“ riðlinum, sem í eru lið úr 16 háskólum í Arizona, Colorado, Florida, Iowa, Kansas, Ohio, Oklahoma, Texas, Utah og West Virginia.

„Lauren er öflugur markvörður með góða reynslu úr háskólaboltanum og úr bandarísku deildinni. Hún passar vel inn í okkar leikstíl og er flottur karakter sem er ekki síður mikilvægt í okkar liði,“ sagði Gylfi Tryggvason, þjálfari Grindavíkur/Njarðvíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×