Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar 7. janúar 2026 16:02 Vara kemur til landsins í margvíslegum tilgangi, sem nauðsyn, munaður og allt þar á milli. Flest okkar þekkja í eigin lífi raftæki sem ekki er hægt að laga, föt sem endast skemur en áður og léleg húsgögn. Þegar líftíma hlutanna lýkur verða þeir að úrgangi sem þarf að takast á við. Við lifum í kerfi þar sem hlutir ferðast langar leiðir, eru oft notaðir í stuttan tíma og enda síðan í endurvinnslu, urðun eða eru fluttir úr landi til förgunar. Verðmætur efniviður hverfur út í heim á sama tíma og innviðir fyrir innlenda hönnunarframleiðslu eru takmarkaðir. Smæð markaðarins, hátt launastig og samkeppni við ódýra innflutta vöru gera það að verkum að framleiðsla í hönnun er bæði dýr og erfið. Við erum því í snúinni stöðu: flytjum inn megnið af því sem við notum, höfum lítil áhrif á hvernig hlutir verða til og höfum ófullkomið kerfi til að vinna úr afleiðingum neyslunnar. Samhliða þessu fer æ stærri hluti lífs okkar fram í stafrænu umhverfi. Þar flæða að okkur upplýsingar úr öllum áttum. Miðlunin er hröð, myndræn og áhrifamikil, en um leið oft óljós að uppruna og samhengi. Aldrei hefur verið jafn auðvelt að miðla og jafn auðvelt að afbaka, móta neysluvenjur, viðhorf og sjálfsmynd fólks. Við erum því stödd á krossgötum efnis, framleiðslu og miðlunar. Heimur hönnunar snýst ekki lengur bara um að búa til hluti, heldur einnig um að skilja samhengi þeirra, hringrásir og afleiðingar, bæði í efnisheiminum og hinum stafræna. Þessi staða kallar á spurningu: Eigum við að mennta hönnuði inn í kerfi sem augljóslega er ósjálfbært, eða ábyrgt fagfólk sem tekið getur þátt í umbreytingu úreltra kerfa? Í Listaháskóla Íslands lítum við á hönnunarmenntun sem undirbúning fyrir heim sem einkennist í vaxandi mæli af óvissu og örum breytingum. Í slíkum heimi skiptir meira máli að kunna að vinna með það sem til er, lesa aðstæður, skilja samhengi og vera skapandi í óvissu, heldur en að treysta áfram á hugmyndir um endalausan vöxt og fjöldaframleiðslu sem byggir á ágangi á auðlindir og sífellt hraðari neyslu. Við tölum oft um fegurð og notagildi þegar við tölum um hönnun. En í samhengi við endingu, ábyrgð og hringrás fær fegurðin dýpri merkingu. Hún felst ekki aðeins í útliti, heldur í tengslum okkar við hlutina. Hlutur er ekki bara eitthvað sem við notum og hendum, heldur hluti af stærra samhengi sem við berum ábyrgð á. Við finnum þessi tengsl til dæmis í gömlum hlutum sem fylgt hafa fjölskyldum í áratugi, en líka þegar við strjúkum yfir vandaða flík eða setjumst í stól sem er hannaður af skilningi á efni, samsetningu og formi. Slíka hluti viljum við eiga um ókomna tíð. Það að hlúa að hlutum og tengjast þeim verður enn mikilvægara í heimi þar sem framleiðslukerfi eru undir álagi og aðstæður breytast hratt. Áföll síðustu ára hafa sýnt hversu brothættar alþjóðlegar framleiðslukeðjur eru. Í ljósi þess má gera ráð fyrir að framleiðsla færist í auknum mæli í styttri og staðbundnari keðjur, þar sem nálægð við hráefni og notendur verður leiðarljós. Í því umhverfi, gætu loks skapast raunhæf skilyrði fyrir nýja tegund framleiðslu hér á landi þar sem til að mynda úrgangur verður hráefni, vísindi, tækni og handverk mætast og hönnun verður hluti af staðbundnum hringrásum. Í Hönnunardeild Listaháskóla Íslands birtist þessi sýn á veruleikann skýrt í vinnu nemenda. Verkefni eru unnin í samstarfi við samfélagið, fyrirtæki og stofnanir. Sem dæmi má nefna upphitaðan bekk fyrir almenningsrými sem nemendur hönnuðu í samstarfi við Veitur, þar sem varmi úr bakvatni frá leiðslum er nýttur í stað þess að fara til spillis. Í fatahönnun vinna nemendur ár hvert með fatnað og textíl frá fatasöfnun Rauða krossins sem ekki er hægt að endurselja; þeir taka flíkur í sundur, og skapa nýjar úr hráefni sem annars hefði verið fargarð. Áhersla á handverk, textílaðferðir og klæðskurð dýpkar tengsl nemenda við efnisheiminn. Slíkur skilningur er lykilatriði í hönnun í dag því hann gerir hönnuðum kleift að skapa gæðaflíkur sem endast, sjá möguleika þar sem aðrir sjá úrgang og móta persónulega listræna sýn í samræðu við efni, form og líkama. Spurningar sem hefðu fyrir áratug þótt fjarlægar en eru nú orðnar brýn viðfangsefni nemenda: Hvað ef Ísland lokaðist af frá umheiminum? Hvaða hráefni höfum við hér? Hvað getum við ræktað, unnið, endurnýtt og framleitt á staðnum? Í slíku verkefni vinna nemendur í vöruhönnun beint með efni úr nærumhverfinu, meðal annars hliðarafurðir og úrgang, og umbreyta með ólíkum aðferðum í ný hráefni sem þeir hanna síðan afurðir úr. Þannig verður verkefni sem í upphafi fjallar um einangrun og aftengingu að verkefni um endurtengingu við efni, aðferðir og samfélag. Myndmál, letur, hreyfing og stafrænt viðmót móta í dag lestur okkar á heiminn og hvaða upplýsingum við trúum. Í grafískri hönnun þjálfast nemendur því í að vinna með letur, texta og myndmál á skýran hátt, greina upplýsingar og skapa framsetningar sem auka gagnsæi og skilning. Líkt og fata- og vöruhönnuðir læra að lesa efni, þjálfast nemendur hér í að lesa miðlun: að greina uppruna, samhengi og áhrif myndefnis og texta. Þannig þróa þeir gagnrýna og listræna sýn í samræðu við sjónrænan heim sem verður sífellt flóknari og hraðari. Aukinn áhugi á að safna og varðveita eldra efni og upplýsingar endurspeglar jafnframt breiðari alþjóðlega þróun þar sem grafísk hönnun færist frá framleiðsluhugsun yfir í rannsóknir, greiningu og ábyrga upplýsingahönnun og miðlun. Í dag snýst hönnun ekki lengur aðeins um framleiðslu hluta eða miðlun mynda og texta, heldur í auknum mæli um staðbundnar aðstæður, samstarf við samfélagið, endurnýtingu og ný tengsl milli efnislegrar þekkingar, stafrænnar tækni og samfélagslegrar ábyrgðar. Sú umbreyting á sér stað víða, einnig í nágrannalöndum okkar, þar sem öflugir innviðir til framleiðsluiðnaðar og stór markaður hafa skapað sterka hönnunarframleiðslu sem er í vaxandi mæli að færast inn í hringrásarhugsun. Hér á landi mótast hönnunarmenntun í meira mæli af smæð markaðar, takmörkunum þess, sem og nálægð við efni og samfélag. Sú staða getur verið sérlega frjór jarðvegur fyrir nýjar leiðir í hönnun. Í þessum aðstæðum er Listaháskóli Íslands ekki aðeins menntasetur, heldur vettvangur þar sem hönnun mótast áfram sem fag fyrir heim sem einkennist af óvissu og breytingum. Þess vegna skiptir hönnunarmenntun máli núna – og mun skipta enn meira máli á morgun. Höfundur er prófessor og deildarforseti Hönnunardeildar Listaháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Vara kemur til landsins í margvíslegum tilgangi, sem nauðsyn, munaður og allt þar á milli. Flest okkar þekkja í eigin lífi raftæki sem ekki er hægt að laga, föt sem endast skemur en áður og léleg húsgögn. Þegar líftíma hlutanna lýkur verða þeir að úrgangi sem þarf að takast á við. Við lifum í kerfi þar sem hlutir ferðast langar leiðir, eru oft notaðir í stuttan tíma og enda síðan í endurvinnslu, urðun eða eru fluttir úr landi til förgunar. Verðmætur efniviður hverfur út í heim á sama tíma og innviðir fyrir innlenda hönnunarframleiðslu eru takmarkaðir. Smæð markaðarins, hátt launastig og samkeppni við ódýra innflutta vöru gera það að verkum að framleiðsla í hönnun er bæði dýr og erfið. Við erum því í snúinni stöðu: flytjum inn megnið af því sem við notum, höfum lítil áhrif á hvernig hlutir verða til og höfum ófullkomið kerfi til að vinna úr afleiðingum neyslunnar. Samhliða þessu fer æ stærri hluti lífs okkar fram í stafrænu umhverfi. Þar flæða að okkur upplýsingar úr öllum áttum. Miðlunin er hröð, myndræn og áhrifamikil, en um leið oft óljós að uppruna og samhengi. Aldrei hefur verið jafn auðvelt að miðla og jafn auðvelt að afbaka, móta neysluvenjur, viðhorf og sjálfsmynd fólks. Við erum því stödd á krossgötum efnis, framleiðslu og miðlunar. Heimur hönnunar snýst ekki lengur bara um að búa til hluti, heldur einnig um að skilja samhengi þeirra, hringrásir og afleiðingar, bæði í efnisheiminum og hinum stafræna. Þessi staða kallar á spurningu: Eigum við að mennta hönnuði inn í kerfi sem augljóslega er ósjálfbært, eða ábyrgt fagfólk sem tekið getur þátt í umbreytingu úreltra kerfa? Í Listaháskóla Íslands lítum við á hönnunarmenntun sem undirbúning fyrir heim sem einkennist í vaxandi mæli af óvissu og örum breytingum. Í slíkum heimi skiptir meira máli að kunna að vinna með það sem til er, lesa aðstæður, skilja samhengi og vera skapandi í óvissu, heldur en að treysta áfram á hugmyndir um endalausan vöxt og fjöldaframleiðslu sem byggir á ágangi á auðlindir og sífellt hraðari neyslu. Við tölum oft um fegurð og notagildi þegar við tölum um hönnun. En í samhengi við endingu, ábyrgð og hringrás fær fegurðin dýpri merkingu. Hún felst ekki aðeins í útliti, heldur í tengslum okkar við hlutina. Hlutur er ekki bara eitthvað sem við notum og hendum, heldur hluti af stærra samhengi sem við berum ábyrgð á. Við finnum þessi tengsl til dæmis í gömlum hlutum sem fylgt hafa fjölskyldum í áratugi, en líka þegar við strjúkum yfir vandaða flík eða setjumst í stól sem er hannaður af skilningi á efni, samsetningu og formi. Slíka hluti viljum við eiga um ókomna tíð. Það að hlúa að hlutum og tengjast þeim verður enn mikilvægara í heimi þar sem framleiðslukerfi eru undir álagi og aðstæður breytast hratt. Áföll síðustu ára hafa sýnt hversu brothættar alþjóðlegar framleiðslukeðjur eru. Í ljósi þess má gera ráð fyrir að framleiðsla færist í auknum mæli í styttri og staðbundnari keðjur, þar sem nálægð við hráefni og notendur verður leiðarljós. Í því umhverfi, gætu loks skapast raunhæf skilyrði fyrir nýja tegund framleiðslu hér á landi þar sem til að mynda úrgangur verður hráefni, vísindi, tækni og handverk mætast og hönnun verður hluti af staðbundnum hringrásum. Í Hönnunardeild Listaháskóla Íslands birtist þessi sýn á veruleikann skýrt í vinnu nemenda. Verkefni eru unnin í samstarfi við samfélagið, fyrirtæki og stofnanir. Sem dæmi má nefna upphitaðan bekk fyrir almenningsrými sem nemendur hönnuðu í samstarfi við Veitur, þar sem varmi úr bakvatni frá leiðslum er nýttur í stað þess að fara til spillis. Í fatahönnun vinna nemendur ár hvert með fatnað og textíl frá fatasöfnun Rauða krossins sem ekki er hægt að endurselja; þeir taka flíkur í sundur, og skapa nýjar úr hráefni sem annars hefði verið fargarð. Áhersla á handverk, textílaðferðir og klæðskurð dýpkar tengsl nemenda við efnisheiminn. Slíkur skilningur er lykilatriði í hönnun í dag því hann gerir hönnuðum kleift að skapa gæðaflíkur sem endast, sjá möguleika þar sem aðrir sjá úrgang og móta persónulega listræna sýn í samræðu við efni, form og líkama. Spurningar sem hefðu fyrir áratug þótt fjarlægar en eru nú orðnar brýn viðfangsefni nemenda: Hvað ef Ísland lokaðist af frá umheiminum? Hvaða hráefni höfum við hér? Hvað getum við ræktað, unnið, endurnýtt og framleitt á staðnum? Í slíku verkefni vinna nemendur í vöruhönnun beint með efni úr nærumhverfinu, meðal annars hliðarafurðir og úrgang, og umbreyta með ólíkum aðferðum í ný hráefni sem þeir hanna síðan afurðir úr. Þannig verður verkefni sem í upphafi fjallar um einangrun og aftengingu að verkefni um endurtengingu við efni, aðferðir og samfélag. Myndmál, letur, hreyfing og stafrænt viðmót móta í dag lestur okkar á heiminn og hvaða upplýsingum við trúum. Í grafískri hönnun þjálfast nemendur því í að vinna með letur, texta og myndmál á skýran hátt, greina upplýsingar og skapa framsetningar sem auka gagnsæi og skilning. Líkt og fata- og vöruhönnuðir læra að lesa efni, þjálfast nemendur hér í að lesa miðlun: að greina uppruna, samhengi og áhrif myndefnis og texta. Þannig þróa þeir gagnrýna og listræna sýn í samræðu við sjónrænan heim sem verður sífellt flóknari og hraðari. Aukinn áhugi á að safna og varðveita eldra efni og upplýsingar endurspeglar jafnframt breiðari alþjóðlega þróun þar sem grafísk hönnun færist frá framleiðsluhugsun yfir í rannsóknir, greiningu og ábyrga upplýsingahönnun og miðlun. Í dag snýst hönnun ekki lengur aðeins um framleiðslu hluta eða miðlun mynda og texta, heldur í auknum mæli um staðbundnar aðstæður, samstarf við samfélagið, endurnýtingu og ný tengsl milli efnislegrar þekkingar, stafrænnar tækni og samfélagslegrar ábyrgðar. Sú umbreyting á sér stað víða, einnig í nágrannalöndum okkar, þar sem öflugir innviðir til framleiðsluiðnaðar og stór markaður hafa skapað sterka hönnunarframleiðslu sem er í vaxandi mæli að færast inn í hringrásarhugsun. Hér á landi mótast hönnunarmenntun í meira mæli af smæð markaðar, takmörkunum þess, sem og nálægð við efni og samfélag. Sú staða getur verið sérlega frjór jarðvegur fyrir nýjar leiðir í hönnun. Í þessum aðstæðum er Listaháskóli Íslands ekki aðeins menntasetur, heldur vettvangur þar sem hönnun mótast áfram sem fag fyrir heim sem einkennist af óvissu og breytingum. Þess vegna skiptir hönnunarmenntun máli núna – og mun skipta enn meira máli á morgun. Höfundur er prófessor og deildarforseti Hönnunardeildar Listaháskóla Íslands.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar