Handbolti

Mark­vörður Svía á sjúkra­hús eftir að hafa verið skotinn niður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andreas Palicka er frábær markvörður en hann endaði á sjúkrahúsi rúmri viku fyrir Evrópumótið.
Andreas Palicka er frábær markvörður en hann endaði á sjúkrahúsi rúmri viku fyrir Evrópumótið. Getty/Christof Koepsel

Andreas Palicka, sænski markvörðurinn frábæri, kláraði ekki leikinn með Svíum í gær en sænska landsliðið mætti þá Brasilíu í undirbúningsleik fyrir Evrópumótið.

Palicka fékk skot í andlitið í leiknum og endaði kvöldið á sjúkrahúsi. Hann hvíldi reyndar í fyrri hálfleik en kom í sænska markið í þeim síðari.

Palicka náði þó aðeins að vera á vellinum í fimm mínútur áður en hann fékk langskot í andlitið sem lenti óheppilega bæði á auga og nefi.

Palicka fór af velli og settist á bekkinn með blóðnasir en var fljótlega sendur inn í búningsklefa þar sem læknateymið skoðaði hann nánar.

„Hann fékk blóðnasir, missti augnlinsuna og er í skoðun hjá lækni,“ segir Daniel Vandor, upplýsingafulltrúi sænska landsliðsins. Eftir leikinn fór Andreas Palicka hins vegar á sjúkrahús þar sem sænska læknaliðið hafði áhyggjur af honum.

„Smá áhyggjuefni, auðvitað. Þetta er bara eins og það er,“ sagði Michael Apelgren landsliðsþjálfari Svía.

„Ég hélt líka að þetta væru bara blóðnasir. Þarna stóð ég og þjálfaði og veit ekki meira, en við munum fá svör við því,“ sagði Apelgren.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×