Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 8. janúar 2026 10:47 Ísland er áratugum á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að stuðningi við barnafjölskyldur með leikskóla eða dagvistun að loknu fæðingarorlofi. Mörg sveitarfélög hafa ekki tryggt úrræði fyrir börn, og foreldrar, oftast mæður, standa frammi fyrir mánuðum eða jafnvel heilu ári þar sem þau hafa ekki aðgang að vistun. Því neyðast foreldrar til að taka launalaust leyfi, draga úr starfshlutfalli eða leita annarra afar dýrra lausna ef þær eru yfirleitt í boði. Þetta hefur áhrif á tekjur, lífeyrisréttindi og stöðu viðkomandi á vinnumarkaði og viðheldur kynbundnu misrétti. Auk þess hefur þetta áhrif á vinnumarkaðinn þegar mikilvægt starfsfólk getur ekki snúið aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Ný skýrsla aðgerðarhóps um brúun umönnunarbilsins dregur skýrt fram þessa stöðu og leggur til aðgerðir sem gætu markað tímamót í fjölskyldu- og jafnréttismálum á Íslandi verði þær að veruleika. Ein megintillagan er að rekstur leikskóla verði lögbundið hlutverk sveitarfélaga og að börn eigi rétt á leikskólavist að loknu fæðingarorlofi. Samhliða því verði teknar upp viðræður um uppbyggingu, kostnaðarskiptingu og tekjustofna og samkomulag gert milli ríkis og sveitarfélaga um verkaskiptingu við að brúa umönnunarbilið. Slík lögfesting myndi færa ábyrgðina af herðum foreldra og yfir til hins opinbera. Þetta kann að hljóma sem lítilvægt atriði en þetta yrði grundvallarbreyting á leikskólakerfinu. Í dag stjórnast aðgengi að leikskóla eftir fæðingarorlof af því hvar foreldrar búa eða fjárhag þeirra. Sum staðar er búið að brúa bilið en í mörgum fjölmennum sveitarfélögum hefur bilið verið rúmlega ár. Í velferðarsamfélagi ætti að vera sjálfsagt að öll börn búi við jafnt aðgengi að leikskóla eftir fæðingarorlof óháð því hvar þau búa. Enda sýnir nýleg könnun á vegum Prósent að afgerandi meirihluti landsmanna vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar. Þó er engu að síður skýrt í skýrslunni að brúun umönnunarbilsins verði ekki að veruleika nema leikskólastigið verði styrkt verulega. Aðgerðarhópurinn leggur m.a. til áframhaldandi átaks í menntun leikskólakennara og aðgerðir til að bæta kjör og starfsumhverfi starfsfólks. Í ljósi þeirra neikvæðu áhrifa og kostnaðar sem skapast af umönnunarbilinu á fjölskyldur, vinnumarkað, jöfnuð og jafnrétti er stórmerkilegt að málið hafi ekki verið tekið heildstætt til umræðu og tryggt að börn hafi sama rétt til leikskólapláss alls staðar á landinu. Nú er boltinn hjá ríkisstjórninni og sveitarfélögunum, sem þurfa að taka höndum saman og hrinda í framkvæmd breytingum samkvæmt tillögum aðgerðahópsins - og taka þannig eitt stærsta skref síðari ára í átt að auknum jöfnuði og jafnrétti. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Leikskólar Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Göran Dahlgren,Lisa Pelling Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er áratugum á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að stuðningi við barnafjölskyldur með leikskóla eða dagvistun að loknu fæðingarorlofi. Mörg sveitarfélög hafa ekki tryggt úrræði fyrir börn, og foreldrar, oftast mæður, standa frammi fyrir mánuðum eða jafnvel heilu ári þar sem þau hafa ekki aðgang að vistun. Því neyðast foreldrar til að taka launalaust leyfi, draga úr starfshlutfalli eða leita annarra afar dýrra lausna ef þær eru yfirleitt í boði. Þetta hefur áhrif á tekjur, lífeyrisréttindi og stöðu viðkomandi á vinnumarkaði og viðheldur kynbundnu misrétti. Auk þess hefur þetta áhrif á vinnumarkaðinn þegar mikilvægt starfsfólk getur ekki snúið aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Ný skýrsla aðgerðarhóps um brúun umönnunarbilsins dregur skýrt fram þessa stöðu og leggur til aðgerðir sem gætu markað tímamót í fjölskyldu- og jafnréttismálum á Íslandi verði þær að veruleika. Ein megintillagan er að rekstur leikskóla verði lögbundið hlutverk sveitarfélaga og að börn eigi rétt á leikskólavist að loknu fæðingarorlofi. Samhliða því verði teknar upp viðræður um uppbyggingu, kostnaðarskiptingu og tekjustofna og samkomulag gert milli ríkis og sveitarfélaga um verkaskiptingu við að brúa umönnunarbilið. Slík lögfesting myndi færa ábyrgðina af herðum foreldra og yfir til hins opinbera. Þetta kann að hljóma sem lítilvægt atriði en þetta yrði grundvallarbreyting á leikskólakerfinu. Í dag stjórnast aðgengi að leikskóla eftir fæðingarorlof af því hvar foreldrar búa eða fjárhag þeirra. Sum staðar er búið að brúa bilið en í mörgum fjölmennum sveitarfélögum hefur bilið verið rúmlega ár. Í velferðarsamfélagi ætti að vera sjálfsagt að öll börn búi við jafnt aðgengi að leikskóla eftir fæðingarorlof óháð því hvar þau búa. Enda sýnir nýleg könnun á vegum Prósent að afgerandi meirihluti landsmanna vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar. Þó er engu að síður skýrt í skýrslunni að brúun umönnunarbilsins verði ekki að veruleika nema leikskólastigið verði styrkt verulega. Aðgerðarhópurinn leggur m.a. til áframhaldandi átaks í menntun leikskólakennara og aðgerðir til að bæta kjör og starfsumhverfi starfsfólks. Í ljósi þeirra neikvæðu áhrifa og kostnaðar sem skapast af umönnunarbilinu á fjölskyldur, vinnumarkað, jöfnuð og jafnrétti er stórmerkilegt að málið hafi ekki verið tekið heildstætt til umræðu og tryggt að börn hafi sama rétt til leikskólapláss alls staðar á landinu. Nú er boltinn hjá ríkisstjórninni og sveitarfélögunum, sem þurfa að taka höndum saman og hrinda í framkvæmd breytingum samkvæmt tillögum aðgerðahópsins - og taka þannig eitt stærsta skref síðari ára í átt að auknum jöfnuði og jafnrétti. Höfundur er formaður BSRB.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun