Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. janúar 2026 11:00 Einn leikaranna sem er á lista segist vera tilbúinn að smella kossi á manneskjuna sem bókar hann í gigg ef nauðsyn krefur. Getty Hópur danskra leikara hefur skráð sig á lista sem ætlað er að gera öðrum kleift að bóka leikara í það verkefni að þykjast vera kærasti eða kærasta þeirra. Hugmyndin er að fólk geti bókað leikara í tímabundin verkefni, til dæmis í fjölskylduboð og annað, til að létta fólki lífið sem er orðið þreytt á að svara spurningum um hvers vegna það er einhleypt. TV2 Kosmopol fjallar um þennan nýja möguleika í dag þar sem rætt er við Kim nokkurn Vedel, sem nú er hægt að leigja út sem plat-kærastann sinn. Hann starfar alla jafna við Konunglega leikhúsið sem aukaleikari og sem öryggisvörður á flugvellinum í Kaupmannahöfn. Hann virðist hafa getað bætt við sig verkefnum þar sem hann er nú einn þeirra leikara sem bjóða fram krafta sína í þetta óhefðbundna verkefni. Bæði skemmtilegt og skapi störf Þegar hafa yfir fjörutíu leikarar skráð sig á lista sem þeir lýsa sem skemmtilegu og einstöku tækifæri að því er fram kemur í umfjölluninni. Verkefnið er hugarfóstur Tommy Duus, en hann hefur á undanförnum árum unnið við verkefni tengd „leikurum í raunveruleikanum.“ „Fyrir utan að þetta er drulluskemmtilegt, þá er þetta líka leið til að skapa fleiri störf fyrir leikara sem ég vinn fyrir,“ segir Tommy við TV 2 Kosmopol. Verkefnið virðist þó fara hægt af stað, en þótt einhverjir hafi sýnt áhuga þá hafi enn sem komið er enginn bókað leikara til að bregða sér í hlutverk maka síðan verkefninu var hleypt af stokkunum fyrir jól. Tilbúinn í kossa ef á reynir Kim tekur undir að verkefnið sé skemmtilegt. „Þetta mun algjörlega fara yfir öll mörk, en þetta verður pottþétt líka mjög skemmtilegt,“ segir Kim við TV2 Kosmopol. Hugmyndina um að fá einhvern annan til þess að þykjast vera maki sinn þekkir fólk eflaust helst úr rómantískum gamanmyndum, en nú gefst tækifæri til að láta á þetta reyna í raun og veru. Kim er 58 ára og hefur starfað við leiklist í um tuttugu ár, en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur að sér leikið hlutverk í raunverulegu lífi fólks. „Ég er hrifinn af hugmyndinni um að skora á sjálfan mig og matarborðið sem ég á að sitja við. Hvort sem ég á að leika allt of gamlan kærasta ungrar konu eða háværan kærasta í brúðkaupi, það verður fáránlega gaman,“ segir Kim. Ef á reynir segist hann vera tilbúinn að smella kossi á manneskjuna sem bókar hann í gigg ef nauðsyn krefur. Hann vonist þó til að verða afhjúpaður fyrir rest til að geta séð viðbrögð fjölskyldunnar þegar þau heyra að hann sé ekki raunverulegur kærasti. Ástin og lífið Danmörk Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
TV2 Kosmopol fjallar um þennan nýja möguleika í dag þar sem rætt er við Kim nokkurn Vedel, sem nú er hægt að leigja út sem plat-kærastann sinn. Hann starfar alla jafna við Konunglega leikhúsið sem aukaleikari og sem öryggisvörður á flugvellinum í Kaupmannahöfn. Hann virðist hafa getað bætt við sig verkefnum þar sem hann er nú einn þeirra leikara sem bjóða fram krafta sína í þetta óhefðbundna verkefni. Bæði skemmtilegt og skapi störf Þegar hafa yfir fjörutíu leikarar skráð sig á lista sem þeir lýsa sem skemmtilegu og einstöku tækifæri að því er fram kemur í umfjölluninni. Verkefnið er hugarfóstur Tommy Duus, en hann hefur á undanförnum árum unnið við verkefni tengd „leikurum í raunveruleikanum.“ „Fyrir utan að þetta er drulluskemmtilegt, þá er þetta líka leið til að skapa fleiri störf fyrir leikara sem ég vinn fyrir,“ segir Tommy við TV 2 Kosmopol. Verkefnið virðist þó fara hægt af stað, en þótt einhverjir hafi sýnt áhuga þá hafi enn sem komið er enginn bókað leikara til að bregða sér í hlutverk maka síðan verkefninu var hleypt af stokkunum fyrir jól. Tilbúinn í kossa ef á reynir Kim tekur undir að verkefnið sé skemmtilegt. „Þetta mun algjörlega fara yfir öll mörk, en þetta verður pottþétt líka mjög skemmtilegt,“ segir Kim við TV2 Kosmopol. Hugmyndina um að fá einhvern annan til þess að þykjast vera maki sinn þekkir fólk eflaust helst úr rómantískum gamanmyndum, en nú gefst tækifæri til að láta á þetta reyna í raun og veru. Kim er 58 ára og hefur starfað við leiklist í um tuttugu ár, en þetta er í fyrsta sinn sem hann tekur að sér leikið hlutverk í raunverulegu lífi fólks. „Ég er hrifinn af hugmyndinni um að skora á sjálfan mig og matarborðið sem ég á að sitja við. Hvort sem ég á að leika allt of gamlan kærasta ungrar konu eða háværan kærasta í brúðkaupi, það verður fáránlega gaman,“ segir Kim. Ef á reynir segist hann vera tilbúinn að smella kossi á manneskjuna sem bókar hann í gigg ef nauðsyn krefur. Hann vonist þó til að verða afhjúpaður fyrir rest til að geta séð viðbrögð fjölskyldunnar þegar þau heyra að hann sé ekki raunverulegur kærasti.
Ástin og lífið Danmörk Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira