Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar 11. janúar 2026 11:32 Atvinnuleysi á Suðurnesjum mælist nú 8,9%, samkvæmt Vinnumálastofnun, og er hlutfallslega tvöfalt meira en víðast annars staðar á landinu. Þetta eru alvarlegar tölur og á bak við þær eru raunverulegar sögur fólks sem vill vinna, fjölskyldna sem lifa í óvissu og ungs fólks sem spyr sig hvort framtíðin sé annars staðar en heima. Þessi staða er ekki ásættanleg og við ætlum ekki að leyfa henni að viðgangast. Uppi á vegg hjá mér hangir gamalt slagorð Sjálfstæðisflokksins: Atvinna handa öllum. Það slagorð er ekki minnisvarði um liðna tíð heldur verkefni dagsins í dag og það er verkefni sem ég og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ ætlum að leysa. Suðurnesin eru eitt öflugasta atvinnusvæði landsins og hér eru tækifæri sem fá önnur svæði búa við. Við höfum víðáttumikil landsvæði sem bíða uppbyggingar, sterkt vinnuafl með reynslu og metnað, alþjóðaflugvöll sem tengir okkur beint við umheiminn og stórskipahöfn í Helguvík sem getur orðið lykill að nýjum störfum í útflutningi og verðmætasköpun. Þetta eru staðreyndir, þrátt fyrir að illa hafi tekist að markaðssetja þessi ótrúlegu tækifæri. Vandinn er ekki skortur á tækifærum heldur skortur á skýrri og ákveðinni forystu sem nýtir þau. Sveitarfélög sem ná árangri í atvinnumálum bíða ekki eftir því að „eitthvað gerist“. Þau sækja fyrirtækin, skapa umhverfi sem laðar að fjárfestingu og sýna í verki að atvinnulífið sé velkomið. Verði mér treyst til að leiða Reykjanesbæ sem bæjarstjóri mun ég vera bæjarstjóri sem gerir einmitt það. Bæjarstjóri sem sækir fyrirtækin, talar fyrir svæðinu af krafti og vinnur markvisst að því að gera Reykjanesbæ að besta stað landsins til að starfa, skapa og byggja upp. Við þurfum sveitarfélag sem skilur að störf verða ekki til af sjálfu sér og sveitarfélag sem vinnur með atvinnulífinu en ekki gegn því. Við þurfum að lækka skatta og gjöld, einfalda ferla, flýta ákvörðunum og senda skýr skilaboð: hér er pláss fyrir ykkur, hér er samstarfsvilji og hér er framtíðin hvergi bjartari. Við megum heldur ekki gleyma atvinnulífinu sem þegar er hér og heldur samfélaginu gangandi frá degi til dags. Þessi fyrirtæki hafa fjárfest í Reykjanesbæ, skapað störf og tekið áhættu. Þau eiga skilið að sveitarfélagið standi með þeim. Með stöðugleika, fyrirsjáanleika og góðu rekstrarumhverfi fá þau tækifæri til að stækka, ráða fleira fólk og verða áfram burðarás í uppbyggingu svæðisins. Peningar vaxa ekki á trjánum og Suðurnesjamenn vita að sterkt atvinnulíf er forsenda sterkrar grunnþjónustu sveitarfélaga. Án þess verður erfitt að stytta biðlista á leikskólum, efla grunnskólana og styrkja íþróttafélögin. Ef þessari þróun verður ekki snúið við blasir við vítahringur – lakari þjónusta, minni aðdráttarafl fyrir fjölskyldur og þar með minni tekjur til framtíðar. Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég býð mig fram. Mér er ekki sama. Mér er ekki sama hvað verður um sveitarfélagið mitt, hvar börnin mín alast upp og hvar við Silla munum eldast. Atvinna skapar sjálfstæði, reisn og öryggi. Hún skapar samfélag sem fólk vill vera hluti af. Nú vantar forystu sem trúir á svæðið og er tilbúin að berjast fyrir því. Atvinna handa öllum er ekki innantómt loforð. Það er markmið og það er markmið sem við munum ná með skýrri stefnu, sterkri forystu og óbilandi trú á Reykjanesbæ. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi á Suðurnesjum mælist nú 8,9%, samkvæmt Vinnumálastofnun, og er hlutfallslega tvöfalt meira en víðast annars staðar á landinu. Þetta eru alvarlegar tölur og á bak við þær eru raunverulegar sögur fólks sem vill vinna, fjölskyldna sem lifa í óvissu og ungs fólks sem spyr sig hvort framtíðin sé annars staðar en heima. Þessi staða er ekki ásættanleg og við ætlum ekki að leyfa henni að viðgangast. Uppi á vegg hjá mér hangir gamalt slagorð Sjálfstæðisflokksins: Atvinna handa öllum. Það slagorð er ekki minnisvarði um liðna tíð heldur verkefni dagsins í dag og það er verkefni sem ég og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ ætlum að leysa. Suðurnesin eru eitt öflugasta atvinnusvæði landsins og hér eru tækifæri sem fá önnur svæði búa við. Við höfum víðáttumikil landsvæði sem bíða uppbyggingar, sterkt vinnuafl með reynslu og metnað, alþjóðaflugvöll sem tengir okkur beint við umheiminn og stórskipahöfn í Helguvík sem getur orðið lykill að nýjum störfum í útflutningi og verðmætasköpun. Þetta eru staðreyndir, þrátt fyrir að illa hafi tekist að markaðssetja þessi ótrúlegu tækifæri. Vandinn er ekki skortur á tækifærum heldur skortur á skýrri og ákveðinni forystu sem nýtir þau. Sveitarfélög sem ná árangri í atvinnumálum bíða ekki eftir því að „eitthvað gerist“. Þau sækja fyrirtækin, skapa umhverfi sem laðar að fjárfestingu og sýna í verki að atvinnulífið sé velkomið. Verði mér treyst til að leiða Reykjanesbæ sem bæjarstjóri mun ég vera bæjarstjóri sem gerir einmitt það. Bæjarstjóri sem sækir fyrirtækin, talar fyrir svæðinu af krafti og vinnur markvisst að því að gera Reykjanesbæ að besta stað landsins til að starfa, skapa og byggja upp. Við þurfum sveitarfélag sem skilur að störf verða ekki til af sjálfu sér og sveitarfélag sem vinnur með atvinnulífinu en ekki gegn því. Við þurfum að lækka skatta og gjöld, einfalda ferla, flýta ákvörðunum og senda skýr skilaboð: hér er pláss fyrir ykkur, hér er samstarfsvilji og hér er framtíðin hvergi bjartari. Við megum heldur ekki gleyma atvinnulífinu sem þegar er hér og heldur samfélaginu gangandi frá degi til dags. Þessi fyrirtæki hafa fjárfest í Reykjanesbæ, skapað störf og tekið áhættu. Þau eiga skilið að sveitarfélagið standi með þeim. Með stöðugleika, fyrirsjáanleika og góðu rekstrarumhverfi fá þau tækifæri til að stækka, ráða fleira fólk og verða áfram burðarás í uppbyggingu svæðisins. Peningar vaxa ekki á trjánum og Suðurnesjamenn vita að sterkt atvinnulíf er forsenda sterkrar grunnþjónustu sveitarfélaga. Án þess verður erfitt að stytta biðlista á leikskólum, efla grunnskólana og styrkja íþróttafélögin. Ef þessari þróun verður ekki snúið við blasir við vítahringur – lakari þjónusta, minni aðdráttarafl fyrir fjölskyldur og þar með minni tekjur til framtíðar. Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég býð mig fram. Mér er ekki sama. Mér er ekki sama hvað verður um sveitarfélagið mitt, hvar börnin mín alast upp og hvar við Silla munum eldast. Atvinna skapar sjálfstæði, reisn og öryggi. Hún skapar samfélag sem fólk vill vera hluti af. Nú vantar forystu sem trúir á svæðið og er tilbúin að berjast fyrir því. Atvinna handa öllum er ekki innantómt loforð. Það er markmið og það er markmið sem við munum ná með skýrri stefnu, sterkri forystu og óbilandi trú á Reykjanesbæ. Höfundur er ritari Sjálfstæðisflokksins
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun