Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar 13. janúar 2026 07:47 Við höfum upplifað miklar breytingar á síðustu árum á borginni okkar sem hefur hægt og rólega verið að þróast í þá átt að verða lítil alþjóðleg stórborg. Samfylkingin í Reykjavík hefur leitt þessar breytingar og er það einmitt vegna þeirrar forystu sem Samfylkingin hefur fest sig í sessi sem leiðandi afl í íslenskri borgarþróun. Ég er stoltur af þessari arfleið og að vera partur af stjórnmálaafli sem hefur haft dug og þor til að taka framsæknar ákvarðanir í skipulagsmálum. Ákvarðanir sem hafa oft verið erfiðar og óvinsælar en eiga það sammerkt að standa með framtíðinni og mannlífinu í borginni. Nú stendur umræðan um borgarþróun og vöxt borgarinnar á ákveðnum krossgötum og sótt er að gríðarlega mikilvægum verkefnum úr mörgum og ólíkum áttum. Ég nefni Vatnsmýrina, Borgarlínu og það sem virðist varla mega tala um lengur; þéttingu byggðar. Mikilvægar vörður hafa verið festar í sessi en við höfum líka rekist á og mistök hafa vissulega verið gerð. Þá eru önnur stór verkefni á viðkvæmu stigi og enn baráttur sem ekki hafa unnist og þarf að skerpa á. Á slíkum tímapunkti er mikilvægt að leita í kjarnan og muna hvers vegna farið var að stað í þá vegferð að byggja borgina inn á við og hverjir hinir valkostirnir eru. Það er eðli skipulagsmála að þau eru seigfljótandi og það getur tekið verkefni mörg ár, og jafnvel áratugi, að komast að fullu til framkæmda og virkni. Það þarf því bæði staðfestu og faglega þekkingu að borðinu til þess að standa með málum svo þau fari ekki á ranga braut á þróunar-, hönnunar- eða framkvæmdastigi. Gott dæmi um slíkt verkefni er Borgarlínan sem nú er að komast til framkvæmda eftir langan undirbúning. Það mun skipta lykilmáli á næstu árum að hún verði framkvæmd rétt og að við endum ekki með einhverskonar málamiðlunarbastarð sem bætir fátt og gleður engan. Í mínum huga er rétta leiðin áfram að þróa borgina inná við. Það er líka eina leiðin til þess að búa til umhverfi þar sem mannlífið er sett í fyrsta sæti. Öll loforð um annað byggja á tálsýn. Mögulega þarf þó að taka eitt skref aftur á bak, minnka byggingamagn á einstaka reitum og liðka til innan kerfisins. En það þýðir ekki að við þurfum að pakka saman og breyta alfarið um kúrs eins og oft er niðurstaðan í okkar íslenska samfélagi. Við þurfum að læra af mistökum, dýpka skilning okkar og finna betri leiðir í að komast að takmarkinu. Hlusta betur á fólkið í hverfum borgarinnar og hverjar þeirra óskir eru. Það er þroskamerki að við séum komin á þennan stað og vísbending um að búið sé að ryðja mikilvæga braut. Við erum ekki lengur að tala um hvort við ætlum að byggja hér borg heldur hvernig. Á þessum tímamótum er því líka lífsnauðsynlegt að koma með ferska nálgun á málin. Ég tel einmitt að það sé það sem ég kem með að borðinu. Ég hef sterkan faglegan bakgrunn þegar kemur að skipulags- og byggingarmálum borgarinnar og þó ég hafi fengið að dýfa stóru tánni í málin á síðustu árum sem varaborgarfulltrúi að þá tel ég mig eiga mikið inni á vettvangi borgarstjórnar. Ég býð því fram krafta mína sem öflugur málsvari fyrir borgarþróun og skipulagsmál á grunni jöfnuðar og framsækni. Ég býð mig fram sem fulltrúi nýrrar kynslóðar sem getur innleitt breytingar án þess þó að missa sjónar af upprunalega takmarkinu. Ég vil meiri borg. Höfundur er arkitekt og varaborgarfulltrúi og býður sig fram í 3-4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar 24. janúar nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við höfum upplifað miklar breytingar á síðustu árum á borginni okkar sem hefur hægt og rólega verið að þróast í þá átt að verða lítil alþjóðleg stórborg. Samfylkingin í Reykjavík hefur leitt þessar breytingar og er það einmitt vegna þeirrar forystu sem Samfylkingin hefur fest sig í sessi sem leiðandi afl í íslenskri borgarþróun. Ég er stoltur af þessari arfleið og að vera partur af stjórnmálaafli sem hefur haft dug og þor til að taka framsæknar ákvarðanir í skipulagsmálum. Ákvarðanir sem hafa oft verið erfiðar og óvinsælar en eiga það sammerkt að standa með framtíðinni og mannlífinu í borginni. Nú stendur umræðan um borgarþróun og vöxt borgarinnar á ákveðnum krossgötum og sótt er að gríðarlega mikilvægum verkefnum úr mörgum og ólíkum áttum. Ég nefni Vatnsmýrina, Borgarlínu og það sem virðist varla mega tala um lengur; þéttingu byggðar. Mikilvægar vörður hafa verið festar í sessi en við höfum líka rekist á og mistök hafa vissulega verið gerð. Þá eru önnur stór verkefni á viðkvæmu stigi og enn baráttur sem ekki hafa unnist og þarf að skerpa á. Á slíkum tímapunkti er mikilvægt að leita í kjarnan og muna hvers vegna farið var að stað í þá vegferð að byggja borgina inn á við og hverjir hinir valkostirnir eru. Það er eðli skipulagsmála að þau eru seigfljótandi og það getur tekið verkefni mörg ár, og jafnvel áratugi, að komast að fullu til framkæmda og virkni. Það þarf því bæði staðfestu og faglega þekkingu að borðinu til þess að standa með málum svo þau fari ekki á ranga braut á þróunar-, hönnunar- eða framkvæmdastigi. Gott dæmi um slíkt verkefni er Borgarlínan sem nú er að komast til framkvæmda eftir langan undirbúning. Það mun skipta lykilmáli á næstu árum að hún verði framkvæmd rétt og að við endum ekki með einhverskonar málamiðlunarbastarð sem bætir fátt og gleður engan. Í mínum huga er rétta leiðin áfram að þróa borgina inná við. Það er líka eina leiðin til þess að búa til umhverfi þar sem mannlífið er sett í fyrsta sæti. Öll loforð um annað byggja á tálsýn. Mögulega þarf þó að taka eitt skref aftur á bak, minnka byggingamagn á einstaka reitum og liðka til innan kerfisins. En það þýðir ekki að við þurfum að pakka saman og breyta alfarið um kúrs eins og oft er niðurstaðan í okkar íslenska samfélagi. Við þurfum að læra af mistökum, dýpka skilning okkar og finna betri leiðir í að komast að takmarkinu. Hlusta betur á fólkið í hverfum borgarinnar og hverjar þeirra óskir eru. Það er þroskamerki að við séum komin á þennan stað og vísbending um að búið sé að ryðja mikilvæga braut. Við erum ekki lengur að tala um hvort við ætlum að byggja hér borg heldur hvernig. Á þessum tímamótum er því líka lífsnauðsynlegt að koma með ferska nálgun á málin. Ég tel einmitt að það sé það sem ég kem með að borðinu. Ég hef sterkan faglegan bakgrunn þegar kemur að skipulags- og byggingarmálum borgarinnar og þó ég hafi fengið að dýfa stóru tánni í málin á síðustu árum sem varaborgarfulltrúi að þá tel ég mig eiga mikið inni á vettvangi borgarstjórnar. Ég býð því fram krafta mína sem öflugur málsvari fyrir borgarþróun og skipulagsmál á grunni jöfnuðar og framsækni. Ég býð mig fram sem fulltrúi nýrrar kynslóðar sem getur innleitt breytingar án þess þó að missa sjónar af upprunalega takmarkinu. Ég vil meiri borg. Höfundur er arkitekt og varaborgarfulltrúi og býður sig fram í 3-4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar 24. janúar nk.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar