Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. janúar 2026 13:25 Af blaðamannafundi nefndarinnar. Vísir/Lýður Valberg Ekki er hægt að slá því föstu að börn sem dvöldu á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins í Reykjavík árin 1974 til 1979 hafi sætti illri meðferð. Þetta eru niðurstöður rannsóknarnefndar sem hafði starfsemi vöggustofunnar til rannnsóknar. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi nefndarinnar í dag. „Fyrri vöggustofunefnd taldi að ekki væri unnt að fullyrða það í skilningi laga að ekki væri hægt að staðreyna illa meðferð barna á vöggustofunni eftir 1967. Það er niðurstaða okkar núna að þessi þróun hafi átt sér stað og til þess betra, “ sagði Trausti Fannar Valsson, formaður nefndarinnar. „Þrátt fyrir þessa meginniðurstöðu var ýmist ábótavant að okkar mati.“ Helstu niðurstöður nefndarinnar, meðal þess að börnin hefðu ekki sætt illri meðferð í skilningi laga, voru að málsmeðferð barnaverndar við töku ákvarðana um vistun barna á stofunni hafi oft og tíðum ekki verið í samræmi við lög og að opinbert eftirlit með meðferð barna á stofnuninni hafi verið afar takmarkað. „Nefndin telur aðstæður á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins, aðbúnaður barna þar, umönnun barna og möguleikar foreldra á heimsóknum hafa verið með betri hætti á tímabilinu 1974–1979 en við átti um tímabilið fyrir 1967, sem lýst er í skýrslu fyrri vöggustofunefndar,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Fáliðað miðað við fjölda barna Rannsóknin fólst í greiningu skriflegra gagna og viðtölum við einstaklinga sem dvöldu á Vöggustofunni. Á umræddu tímabili voru alls 236 börn vistuð á Vöggustofunni, sem sameinaðist Vistheimili barna að Dalbraut í febrúar 1979. Flest börnin voru núll til þriggja ára gömul meðan á dvöl þeirra stóð. Þrátt fyrir að aðstæðurnar hafi verið taldar betri voru vissum þáttum í starfseminni ábótavant. Næturvaktir voru fáliðaðar miðaða við aldur og þarfir barna, almennt var ekki hugað að því með faglegri vinnu að mæta sérþörfum barna sem á því þurftu að halda og dvöldust börn í vissum tilvikum afar lengi í vöggustofunni. Einnig var skoðað hver afdrif barnanna sem þar dvöldu urðu en rúmlega fjörutíu prósent þeirra sem dvöldu í mánuð eða lengur á vöggustofu hafa fengið örorkumat eða endurhæfingarlífeyri. 26 prósent þeirra fengu slíkt fyrir 48 ára aldur. Skýrsluna má lesa í heild hér. Tekið er sérstaklega fram að nefndin telur að afskipti barnaverndarnefndar Reykjavíkur, þegar hún sá til þess að börn yrðu vistuð á Vöggustofunni, hafi almennt verið í samræmi við ákvæði laga um vernd barna og ungmenna. Trausti Fannar Valsson er formaður nefndarinnar.Vísir/Lýður Valberg „Hins vegar telur nefndin að í vissum tilvikum hafi verið annmarkar á málsmeðferð barnaverndaryfirvalda. Þessir annmarkar felast bæði í því að í of fáum tilvikum hafi barnaverndarnefnd kveðið upp formlegan og rökstuddan úrskurð um vistun barns á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins og að í of mörgum tilvikum hafi ákvörðun um að vista barn utan heimilis síns og á vöggustofunni ekki komið til umfjöllunar á fundi, hvort sem var í formi formlegs úrskurðar eða annarrar meðferðar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndinarinnar. Önnur nefndin Rannsóknarnefndin var skipuð af Reykjavíkurborg árið 2024 til að ljúka rannsókn á starfsemi vöggustofanna í Reykjavík árin 1974 til 1989. Um er að ræða aðra skýrslu um starfsemi vöggustofunnar en sú fyrri sýndi fram á að einstaklingar sem dvöldu á vöggustofunni sem börn lifðu almennt skemur en jafnaldrar þeirra. Ekki sátu sömu aðilar í hvorri nefndinni en um er að ræða sambærilegar athuganir. Vöggustofur í Reykjavík Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi nefndarinnar í dag. „Fyrri vöggustofunefnd taldi að ekki væri unnt að fullyrða það í skilningi laga að ekki væri hægt að staðreyna illa meðferð barna á vöggustofunni eftir 1967. Það er niðurstaða okkar núna að þessi þróun hafi átt sér stað og til þess betra, “ sagði Trausti Fannar Valsson, formaður nefndarinnar. „Þrátt fyrir þessa meginniðurstöðu var ýmist ábótavant að okkar mati.“ Helstu niðurstöður nefndarinnar, meðal þess að börnin hefðu ekki sætt illri meðferð í skilningi laga, voru að málsmeðferð barnaverndar við töku ákvarðana um vistun barna á stofunni hafi oft og tíðum ekki verið í samræmi við lög og að opinbert eftirlit með meðferð barna á stofnuninni hafi verið afar takmarkað. „Nefndin telur aðstæður á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins, aðbúnaður barna þar, umönnun barna og möguleikar foreldra á heimsóknum hafa verið með betri hætti á tímabilinu 1974–1979 en við átti um tímabilið fyrir 1967, sem lýst er í skýrslu fyrri vöggustofunefndar,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Fáliðað miðað við fjölda barna Rannsóknin fólst í greiningu skriflegra gagna og viðtölum við einstaklinga sem dvöldu á Vöggustofunni. Á umræddu tímabili voru alls 236 börn vistuð á Vöggustofunni, sem sameinaðist Vistheimili barna að Dalbraut í febrúar 1979. Flest börnin voru núll til þriggja ára gömul meðan á dvöl þeirra stóð. Þrátt fyrir að aðstæðurnar hafi verið taldar betri voru vissum þáttum í starfseminni ábótavant. Næturvaktir voru fáliðaðar miðaða við aldur og þarfir barna, almennt var ekki hugað að því með faglegri vinnu að mæta sérþörfum barna sem á því þurftu að halda og dvöldust börn í vissum tilvikum afar lengi í vöggustofunni. Einnig var skoðað hver afdrif barnanna sem þar dvöldu urðu en rúmlega fjörutíu prósent þeirra sem dvöldu í mánuð eða lengur á vöggustofu hafa fengið örorkumat eða endurhæfingarlífeyri. 26 prósent þeirra fengu slíkt fyrir 48 ára aldur. Skýrsluna má lesa í heild hér. Tekið er sérstaklega fram að nefndin telur að afskipti barnaverndarnefndar Reykjavíkur, þegar hún sá til þess að börn yrðu vistuð á Vöggustofunni, hafi almennt verið í samræmi við ákvæði laga um vernd barna og ungmenna. Trausti Fannar Valsson er formaður nefndarinnar.Vísir/Lýður Valberg „Hins vegar telur nefndin að í vissum tilvikum hafi verið annmarkar á málsmeðferð barnaverndaryfirvalda. Þessir annmarkar felast bæði í því að í of fáum tilvikum hafi barnaverndarnefnd kveðið upp formlegan og rökstuddan úrskurð um vistun barns á Vöggustofu Thorvaldsensfélagsins og að í of mörgum tilvikum hafi ákvörðun um að vista barn utan heimilis síns og á vöggustofunni ekki komið til umfjöllunar á fundi, hvort sem var í formi formlegs úrskurðar eða annarrar meðferðar,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndinarinnar. Önnur nefndin Rannsóknarnefndin var skipuð af Reykjavíkurborg árið 2024 til að ljúka rannsókn á starfsemi vöggustofanna í Reykjavík árin 1974 til 1989. Um er að ræða aðra skýrslu um starfsemi vöggustofunnar en sú fyrri sýndi fram á að einstaklingar sem dvöldu á vöggustofunni sem börn lifðu almennt skemur en jafnaldrar þeirra. Ekki sátu sömu aðilar í hvorri nefndinni en um er að ræða sambærilegar athuganir.
Vöggustofur í Reykjavík Reykjavík Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent