Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar 16. janúar 2026 11:45 Árið 2006 var sett af stað samkeppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar af hálfu Reykjavíkurborgar. Ég man nákvæmlega hvar ég var þegar sigurtillagan var fyrst kynnt í byrjun árs 2008. Ég var á öðru ári í umhverfis- og byggingarverkfræði við HÍ, að læra uppi í VRII og átti að vera vinna verkefni í línulegri algebru en fór frekar að skoða teikningar af framtíð Vatnsmýrarinnar. Tillagan sem vann greip mig og ég fékk í fyrsta sinn þá tilfinningu að Reykjavík gæti orðið borg meðal borga. Ég hinsvegar óttaðist að ég myndi missa af að taka þátt í því spennandi verkefni að byggja upp Vatnsmýrina. Því þá átti flugvöllurinn að fara árið 2016 og ég yrði bara drengstauli ennþá þegar þar að kæmi. Síðan eru liðnir tæpir tveir áratugir. Staðan 2026 Ef 102 Reykjavík væri sjálfstætt bæjarfélag væri það í dag eitt af tuttugu fjölmennustu bæjarfélögum landsins. Íbúar í Vatnsmýrinni eru í dag rétt tæplega 4000 og hefur íbúafjöldinn tvöfaldast á síðustu 5 árum. Mikil uppbygging hefur átt sér stað við Hlíðarenda og við rætur Öskjuhlíðar og sér ekki fyrir endann á. Fjöldi íbúða er í byggingu og þarna eru íbúðareitir þar sem framkvæmdir eru ekki hafnar. Þegar áætlaðri uppbyggingu við Hlíðarenda og í nágrenni Öskjuhlíðarinnar lýkur gæti íbúafjöldi í 102 Reykjavík hæglega nálgast 5500 íbúa. Það myndi skila Vatnsmýrinni í topp tíu af fjölmennustu bæjarfélögum landsins. Þegar horft er til Nýja Landspítalans er augljóst að þar rís einn af hornsteinum framtíðarborgarinnar í Vatnsmýrinni. Meðferðarkjarninn var lengi í uppsteypu og stóð um tíma eins og stórt og einmanna flugmóðurskip neðan við Gamla Landspítalann. Aðrar byggingar spítalaborgarinnar hafa risið hratt í kjölfarið – bílastæða- og tæknihús, rannsóknarhús spítalans og hús Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands við Læknagarð – sem mæta skala meðferðarkjarnans og ramma hann inn. Ég fagna því að spítalinn rísi við Vatnsmýrina og hlakka til þegar starfsemi hans er kominn á fullt. Sú starfsemi er mikilvæg og á einmitt að vera partur af lífinu í borginni, ekki aðskilinn eða skorinn frá í útjaðri hennar. Háskólana tvo í Vatnsmýrinni – Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík – þarf vart að kynna eða það mikilvæga starf sem innan veggja þeirra fer fram. Kampusar háskólanna tveggja eru í vaxandi mæli að verða öflugir þekkingarkjarnar þar sem starfsemi skólanna og fjölbreyttum fyrirtækjarekstri er fléttað saman. Við Vísindagarða Háskóla Íslands eru mörg af þekktari þekkingarfyrirtækjum landsins staðsett, svo sem Íslensk erfðagreining og Alvotech, að ógleymdu frumkvöðlasetrinu í Grósku. Við Háskólann í Reykjavík voru svo nýlega samþykktir stækkunarmöguleikar í kringum skólann þar sem stefnt er að uppbyggingu þekkingarklasa. Að þeirri uppbyggingu lokinni mun byggingarmagn í tengslum við skólann hafa um það bil tvöfaldast frá því sem nú er. Vatnsmýrin er líka orðið eitt virkasta útivistarsvæði borgarinnar. Þrátt fyrir að stórt skarð hafi nýlega bókstaflega verið hoggið í Öskjuhlíðina er svæðið mjög vinsælt til göngu, hlaupa og hjólreiða. Nauthólsvík hefur fyrir löngu sannað sig sem heilsárs baðstaður og stígurinn sem liggur út fyrir flugvöllinn er eflaust einhver mest skrásetti hlaupakaflinn á Strava. Þá eru framkvæmdir við Fossvogsbrú hafnar þar sem Borgarlínan og enn fleiri hlaupandi og hjólandi borgarbúar munu senn streyma yfir. Fossvogsbrúin mun þannig breyta Vatnsmýrinni úr botnlanga og verða ný lífæð inn í þennan öfluga og vaxandi borgarhluta. Ofangreindir punktar sýna það svart á hvítu að uppbygging Vatnsmýrarinnar er löngu hafin, og það með krafti. Vissulega ekki jafn hratt og vonir mínar og margra báru til en á móti eygi ég kannski smá von að fá tækifæri til að teikna hús í Vatnsmýrinni. Framtíð flugsamgangna Á sama tíma fækkar flughreyfingum um völlinn ár frá ári. Frá árinu 2015 til 2024 fækkaði þeim, samkvæmt opinberum tölum ISAVIA, um tæplega 40%. Á sama tíma nánast tvöfaldaðist leiguflug í tengslum við umferð einkaþotna og útsýnisflug þyrlna. Er þá nokkur furða að sú óþarfa flugumferð valdi raski og ónæði sem íbúar í nágrenni flugvallarins vilji burt úr borginni? Eftir stendur að áætlunarflug, sjúkraflug og flug Landhelgisgæslunnar er orðið ekki nema um einn fjórði af öllum flughreyfingum um völlinn. Sú þróun sem lýst er hér að ofan ætti ekki að koma neinum á óvart. Það hefur verið opinber stefna ríkis, borgar og helstu þekkingar- og þjónustustofnana landsins – að flugvöllurinn skuli víkja og að í Vatnsmýrinni skuli rísa kröftug byggð fyrir borgar- og þekkingarsamfélag 21. aldarinnar. Um það hafa verið gerðar margar áætlanir og samningar sem byggt hefur verið upp í samræmi við. Vandinn hingað til hefur verið að áætlanir um brotthvarf flugvallarins hafa ekki verið tímasettar. Það hefur margt verið gert og skoðað um hvert flugvöllurinn gæti farið en þegar kemur að því að taka einhver stærri skref er staðreyndin sú að yfirvöldum hefur þá fallist hendur. Sú staða sem kominn er upp er þó fyrst og fremst vandi flugvallarins sjálfs því á meðan ríkið og flugmálayfirvöld hafa vanrækt að finna nýtt flugvallarstæði eða nýja aðstöðu fyrir innanlands- og kennsluflug er Vatnsmýrin hægt og rólega að verða lifandi borgarhluti. Það er þó enginn sem talar fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur eigi að loka á morgun. Í aðalskipulagi Reykjavíkur er skilgreint að flugvöllurinn geti starfað til ársins 2032. Þangað til eru átta ár og kannski augljóst að það verður ekki byggður nýr innanlandsflugvöllur eða lest til Keflavíkur á þeim tíma. Það hlýtur hinsvegar að eiga vera markmið okkar að klára þessa umræðu, taka ákvörðun um framtíð flugvallarmála og tímasetja brotthvarf flugvallarins úr Vatnsmýrinni áður en að þeim tímapunkti kemur. Vatnsmýrin fest í sessi En það ætti líka að vera markmið okkar að standa vörð um hagsmuni Reykvíkinga í dag. Við eigum að halda áfram að byggja borg í Vatnsmýrinni fyrir utan hið skilgreinda flugvallarsvæði. Þar er nærtækast að hefja framkvæmdir við nýjan hverfishluta með 690 íbúðir í fyrsta áfanga í Nýja Skerjafirði. Þar liggur fyrir samþykkt deiliskipulag sem fékk norræn skipulagsverðlaun. Og við verðum líka að bregðast við ákalli fjölmargra borgarbúa um að flytja strax burt allt óþarfa flug, s.s. einkaþotur og leiguflug þyrlna af Reykjavíkurflugvelli og setja kennsluflugi stífari skorður. Ég ætla að svo stöddu ekki að fara leggja til hvar nýr innanlandsflugvöllur skuli byggður. Það er efni í aðra grein. En við hljótum að geta sammælst um að vilja ná lausn í þessu máli í eitt skipti fyrir öll. Það er hagur flugsamgangna á Íslandi að þau fái að vaxa og dafna á eigin forsendum en séu ekki klemmd á milli í togstreitu þeirra sem reiða sig á flugvöllinn og þeirra sem búa eða starfa í Vatnsmýrinni. En í mínum huga er það fyrst og síðast hagur Reykvíkinga að fá full yfirráð yfir Vatnsmýrinni til þróunar og uppbyggingar. Því Vatnsmýrin hefur þegar fest sig í sessi og eflist með hverju árinu. Höfundur er arkitekt og varaborgarfulltrúi og býður sig fram í 3-4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík 24. janúar næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Árið 2006 var sett af stað samkeppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar af hálfu Reykjavíkurborgar. Ég man nákvæmlega hvar ég var þegar sigurtillagan var fyrst kynnt í byrjun árs 2008. Ég var á öðru ári í umhverfis- og byggingarverkfræði við HÍ, að læra uppi í VRII og átti að vera vinna verkefni í línulegri algebru en fór frekar að skoða teikningar af framtíð Vatnsmýrarinnar. Tillagan sem vann greip mig og ég fékk í fyrsta sinn þá tilfinningu að Reykjavík gæti orðið borg meðal borga. Ég hinsvegar óttaðist að ég myndi missa af að taka þátt í því spennandi verkefni að byggja upp Vatnsmýrina. Því þá átti flugvöllurinn að fara árið 2016 og ég yrði bara drengstauli ennþá þegar þar að kæmi. Síðan eru liðnir tæpir tveir áratugir. Staðan 2026 Ef 102 Reykjavík væri sjálfstætt bæjarfélag væri það í dag eitt af tuttugu fjölmennustu bæjarfélögum landsins. Íbúar í Vatnsmýrinni eru í dag rétt tæplega 4000 og hefur íbúafjöldinn tvöfaldast á síðustu 5 árum. Mikil uppbygging hefur átt sér stað við Hlíðarenda og við rætur Öskjuhlíðar og sér ekki fyrir endann á. Fjöldi íbúða er í byggingu og þarna eru íbúðareitir þar sem framkvæmdir eru ekki hafnar. Þegar áætlaðri uppbyggingu við Hlíðarenda og í nágrenni Öskjuhlíðarinnar lýkur gæti íbúafjöldi í 102 Reykjavík hæglega nálgast 5500 íbúa. Það myndi skila Vatnsmýrinni í topp tíu af fjölmennustu bæjarfélögum landsins. Þegar horft er til Nýja Landspítalans er augljóst að þar rís einn af hornsteinum framtíðarborgarinnar í Vatnsmýrinni. Meðferðarkjarninn var lengi í uppsteypu og stóð um tíma eins og stórt og einmanna flugmóðurskip neðan við Gamla Landspítalann. Aðrar byggingar spítalaborgarinnar hafa risið hratt í kjölfarið – bílastæða- og tæknihús, rannsóknarhús spítalans og hús Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands við Læknagarð – sem mæta skala meðferðarkjarnans og ramma hann inn. Ég fagna því að spítalinn rísi við Vatnsmýrina og hlakka til þegar starfsemi hans er kominn á fullt. Sú starfsemi er mikilvæg og á einmitt að vera partur af lífinu í borginni, ekki aðskilinn eða skorinn frá í útjaðri hennar. Háskólana tvo í Vatnsmýrinni – Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík – þarf vart að kynna eða það mikilvæga starf sem innan veggja þeirra fer fram. Kampusar háskólanna tveggja eru í vaxandi mæli að verða öflugir þekkingarkjarnar þar sem starfsemi skólanna og fjölbreyttum fyrirtækjarekstri er fléttað saman. Við Vísindagarða Háskóla Íslands eru mörg af þekktari þekkingarfyrirtækjum landsins staðsett, svo sem Íslensk erfðagreining og Alvotech, að ógleymdu frumkvöðlasetrinu í Grósku. Við Háskólann í Reykjavík voru svo nýlega samþykktir stækkunarmöguleikar í kringum skólann þar sem stefnt er að uppbyggingu þekkingarklasa. Að þeirri uppbyggingu lokinni mun byggingarmagn í tengslum við skólann hafa um það bil tvöfaldast frá því sem nú er. Vatnsmýrin er líka orðið eitt virkasta útivistarsvæði borgarinnar. Þrátt fyrir að stórt skarð hafi nýlega bókstaflega verið hoggið í Öskjuhlíðina er svæðið mjög vinsælt til göngu, hlaupa og hjólreiða. Nauthólsvík hefur fyrir löngu sannað sig sem heilsárs baðstaður og stígurinn sem liggur út fyrir flugvöllinn er eflaust einhver mest skrásetti hlaupakaflinn á Strava. Þá eru framkvæmdir við Fossvogsbrú hafnar þar sem Borgarlínan og enn fleiri hlaupandi og hjólandi borgarbúar munu senn streyma yfir. Fossvogsbrúin mun þannig breyta Vatnsmýrinni úr botnlanga og verða ný lífæð inn í þennan öfluga og vaxandi borgarhluta. Ofangreindir punktar sýna það svart á hvítu að uppbygging Vatnsmýrarinnar er löngu hafin, og það með krafti. Vissulega ekki jafn hratt og vonir mínar og margra báru til en á móti eygi ég kannski smá von að fá tækifæri til að teikna hús í Vatnsmýrinni. Framtíð flugsamgangna Á sama tíma fækkar flughreyfingum um völlinn ár frá ári. Frá árinu 2015 til 2024 fækkaði þeim, samkvæmt opinberum tölum ISAVIA, um tæplega 40%. Á sama tíma nánast tvöfaldaðist leiguflug í tengslum við umferð einkaþotna og útsýnisflug þyrlna. Er þá nokkur furða að sú óþarfa flugumferð valdi raski og ónæði sem íbúar í nágrenni flugvallarins vilji burt úr borginni? Eftir stendur að áætlunarflug, sjúkraflug og flug Landhelgisgæslunnar er orðið ekki nema um einn fjórði af öllum flughreyfingum um völlinn. Sú þróun sem lýst er hér að ofan ætti ekki að koma neinum á óvart. Það hefur verið opinber stefna ríkis, borgar og helstu þekkingar- og þjónustustofnana landsins – að flugvöllurinn skuli víkja og að í Vatnsmýrinni skuli rísa kröftug byggð fyrir borgar- og þekkingarsamfélag 21. aldarinnar. Um það hafa verið gerðar margar áætlanir og samningar sem byggt hefur verið upp í samræmi við. Vandinn hingað til hefur verið að áætlanir um brotthvarf flugvallarins hafa ekki verið tímasettar. Það hefur margt verið gert og skoðað um hvert flugvöllurinn gæti farið en þegar kemur að því að taka einhver stærri skref er staðreyndin sú að yfirvöldum hefur þá fallist hendur. Sú staða sem kominn er upp er þó fyrst og fremst vandi flugvallarins sjálfs því á meðan ríkið og flugmálayfirvöld hafa vanrækt að finna nýtt flugvallarstæði eða nýja aðstöðu fyrir innanlands- og kennsluflug er Vatnsmýrin hægt og rólega að verða lifandi borgarhluti. Það er þó enginn sem talar fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur eigi að loka á morgun. Í aðalskipulagi Reykjavíkur er skilgreint að flugvöllurinn geti starfað til ársins 2032. Þangað til eru átta ár og kannski augljóst að það verður ekki byggður nýr innanlandsflugvöllur eða lest til Keflavíkur á þeim tíma. Það hlýtur hinsvegar að eiga vera markmið okkar að klára þessa umræðu, taka ákvörðun um framtíð flugvallarmála og tímasetja brotthvarf flugvallarins úr Vatnsmýrinni áður en að þeim tímapunkti kemur. Vatnsmýrin fest í sessi En það ætti líka að vera markmið okkar að standa vörð um hagsmuni Reykvíkinga í dag. Við eigum að halda áfram að byggja borg í Vatnsmýrinni fyrir utan hið skilgreinda flugvallarsvæði. Þar er nærtækast að hefja framkvæmdir við nýjan hverfishluta með 690 íbúðir í fyrsta áfanga í Nýja Skerjafirði. Þar liggur fyrir samþykkt deiliskipulag sem fékk norræn skipulagsverðlaun. Og við verðum líka að bregðast við ákalli fjölmargra borgarbúa um að flytja strax burt allt óþarfa flug, s.s. einkaþotur og leiguflug þyrlna af Reykjavíkurflugvelli og setja kennsluflugi stífari skorður. Ég ætla að svo stöddu ekki að fara leggja til hvar nýr innanlandsflugvöllur skuli byggður. Það er efni í aðra grein. En við hljótum að geta sammælst um að vilja ná lausn í þessu máli í eitt skipti fyrir öll. Það er hagur flugsamgangna á Íslandi að þau fái að vaxa og dafna á eigin forsendum en séu ekki klemmd á milli í togstreitu þeirra sem reiða sig á flugvöllinn og þeirra sem búa eða starfa í Vatnsmýrinni. En í mínum huga er það fyrst og síðast hagur Reykvíkinga að fá full yfirráð yfir Vatnsmýrinni til þróunar og uppbyggingar. Því Vatnsmýrin hefur þegar fest sig í sessi og eflist með hverju árinu. Höfundur er arkitekt og varaborgarfulltrúi og býður sig fram í 3-4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík 24. janúar næstkomandi.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun