Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar 17. janúar 2026 10:31 Ég hef í prófkjörsbaráttunni gert takmarkað traust borgarbúa til borgarstjórnar að umræðuefni og það er ein ástæða þess að ég gef kost á mér í oddvitasæti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Ég tel einfaldlega að hægt sé að gera mun betur og að borgarbúar verðskuldi að geta treyst borgarfulltrúum sínum. En hvernig ávinnur maður sér slíkt traust? Ég tel að kjörnir fulltrúar ávinni sér traust með því að tala skýrt, með því að styðja ötullega við þau tækifæri sem borgarbúar sjá í sínu borgarumhverfi og afneita ekki þeim vandamálum sem þeir upplifa í sínu daglega lífi. Borgarbúar þurfa að þekkja sína kjörnu fulltrúa og vita að þeir standi með þeim. Tölum skýrt Sem oddviti Samfylkingarinnar vil ég tala skýrt um mál sem stuðla að jöfnuði og jafnrétti, ríkri fjölmenningu og þróun borgarinnar í átt að bættri lýðheilsu og samveru fólks. Ég tel að við, fulltrúar Samfylkingarinnar, getum gert betur í að tala gegn sjónarmiðum ójöfnuðar og sundrungar sem í síauknum mæli er haldið á lofti af væng stjórnmálanna lengst til hægri. Þessi sömu öfl hafa í borgarstjórnartíð Samfylkingarinnar háð stífa baráttu gegn Reykjavíkurborg og reynt að telja okkur trú um að borgin okkar sé slæm, illa rekin og hættuleg. Ekkert er fjær sanni. Reykjavík er stórkostleg borg með óendanlega möguleika til að verða enn betri. Þó að vissulega megi alltaf gera betur er borgin að mörgu leyti vel rekið sveitarfélag og er líklega ein öruggasta höfuðborg heims. Ég mun tala skýrt um þetta – ég mun tala borgina okkar upp. Það breytir því ekki að hér eru vandamál sem þarf að leysa. Tökumst á við vandann Það grefur undan trausti þegar upplifun foreldra leikskólabarna er sú að ekki sé hlustað og ekki sé tekið fast á málum. Þessir foreldrar þurfa heldur ekki á því að halda að þeim sé ítrekað lofað töfralausnum handan við hornið sem síðan bregðast. Þau þurfa að finna að kjörnir fulltrúar þeirra séu með þeim í þessu verkefni, sjái vandann og hafi áhuga á að leysa hann til framtíðar. Það grefur undan trausti að ekkert sé gert í vanda þeirra sem sitja allt að klukkutíma í bíl á leið til vinnu og annan klukkutíma til að komast heim. Það þarf að horfast í augu við þau mistök sem hafa verið gerð í skipulagi borgarinnar og finna raunhæfar samgöngulausnir til skemmri tíma en einnig að hafa langtímasýn á borgarskipulag sem kemur í veg fyrir þennan vanda. Það grefur líka undan trausti að afneita ábyrgð á öðrum mistökum sem hafa verið gerð í borgarskipulagi, svo sem við „græna gímaldið“. Öxlum ábyrgð og gerum betur. Þjónum borgarbúum Borgarbúar vilja þekkja sína kjörnu fulltrúa og finna að þeir standi með íbúum og borginni, að þeir axli ábyrgð, segi satt og hafi skýra, jákvæða og lausnamiðaða sýn um framhaldið. Ég býð mig fram í það verkefni að þjóna borginni og íbúum hennar á þennan hátt. Höfundur er rekstrarstjóri og frambjóðandi í 1. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Marteinsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef í prófkjörsbaráttunni gert takmarkað traust borgarbúa til borgarstjórnar að umræðuefni og það er ein ástæða þess að ég gef kost á mér í oddvitasæti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Ég tel einfaldlega að hægt sé að gera mun betur og að borgarbúar verðskuldi að geta treyst borgarfulltrúum sínum. En hvernig ávinnur maður sér slíkt traust? Ég tel að kjörnir fulltrúar ávinni sér traust með því að tala skýrt, með því að styðja ötullega við þau tækifæri sem borgarbúar sjá í sínu borgarumhverfi og afneita ekki þeim vandamálum sem þeir upplifa í sínu daglega lífi. Borgarbúar þurfa að þekkja sína kjörnu fulltrúa og vita að þeir standi með þeim. Tölum skýrt Sem oddviti Samfylkingarinnar vil ég tala skýrt um mál sem stuðla að jöfnuði og jafnrétti, ríkri fjölmenningu og þróun borgarinnar í átt að bættri lýðheilsu og samveru fólks. Ég tel að við, fulltrúar Samfylkingarinnar, getum gert betur í að tala gegn sjónarmiðum ójöfnuðar og sundrungar sem í síauknum mæli er haldið á lofti af væng stjórnmálanna lengst til hægri. Þessi sömu öfl hafa í borgarstjórnartíð Samfylkingarinnar háð stífa baráttu gegn Reykjavíkurborg og reynt að telja okkur trú um að borgin okkar sé slæm, illa rekin og hættuleg. Ekkert er fjær sanni. Reykjavík er stórkostleg borg með óendanlega möguleika til að verða enn betri. Þó að vissulega megi alltaf gera betur er borgin að mörgu leyti vel rekið sveitarfélag og er líklega ein öruggasta höfuðborg heims. Ég mun tala skýrt um þetta – ég mun tala borgina okkar upp. Það breytir því ekki að hér eru vandamál sem þarf að leysa. Tökumst á við vandann Það grefur undan trausti þegar upplifun foreldra leikskólabarna er sú að ekki sé hlustað og ekki sé tekið fast á málum. Þessir foreldrar þurfa heldur ekki á því að halda að þeim sé ítrekað lofað töfralausnum handan við hornið sem síðan bregðast. Þau þurfa að finna að kjörnir fulltrúar þeirra séu með þeim í þessu verkefni, sjái vandann og hafi áhuga á að leysa hann til framtíðar. Það grefur undan trausti að ekkert sé gert í vanda þeirra sem sitja allt að klukkutíma í bíl á leið til vinnu og annan klukkutíma til að komast heim. Það þarf að horfast í augu við þau mistök sem hafa verið gerð í skipulagi borgarinnar og finna raunhæfar samgöngulausnir til skemmri tíma en einnig að hafa langtímasýn á borgarskipulag sem kemur í veg fyrir þennan vanda. Það grefur líka undan trausti að afneita ábyrgð á öðrum mistökum sem hafa verið gerð í borgarskipulagi, svo sem við „græna gímaldið“. Öxlum ábyrgð og gerum betur. Þjónum borgarbúum Borgarbúar vilja þekkja sína kjörnu fulltrúa og finna að þeir standi með íbúum og borginni, að þeir axli ábyrgð, segi satt og hafi skýra, jákvæða og lausnamiðaða sýn um framhaldið. Ég býð mig fram í það verkefni að þjóna borginni og íbúum hennar á þennan hátt. Höfundur er rekstrarstjóri og frambjóðandi í 1. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar