Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Íþróttadeild Sýnar skrifar 18. janúar 2026 19:06 Orri Freyr Þorkelsson og Ýmir Örn Gíslason áttu báðir frábæran leik gegn Póllandi. epa/Johan Nilsson Ísland vann átta marka sigur á Póllandi, 23-31, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í handbolta karla. Eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik keyrðu Íslendingar yfir Pólverja í þeim seinni. Margir leikmenn Íslands spiluðu skínandi vel í dag. Pólverjar gerðu Íslendingum erfitt fyrir framan af leik. Of margar sóknir íslenska liðsins fóru í súginn og færanýtingin var undir pari. Vörnin var hins vegar sterk og smám saman tók Ísland fram úr. Staðan í hálfleik var 10-13, Íslendingum í vil. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og eftir sex mínútur var munurinn orðinn sex mörk, 12-18. Íslendingar héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt, skoruðu sex mörk gegn tveimur og náðu tíu marka forskoti, 14-24, um miðjan seinni hálfleik. Þá var björninn unninn og á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 23-31. Orri Freyr Þorkelsson spilaði bara seinni hálfleikinn en var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. Ómar Ingi Magnússon og Elliði Snær Viðarsson skoruðu fimm mörk sem og Haukur Þrastarson sem átti frábæra innkomu um miðjan fyrri hálfleik og átti stóran þátt í að Íslendingar sneru leiknum sér í hag. Gísli Þorgeir Kristjánsson dældi út stoðsendingum og Ýmir Örn Gíslason var magnaður í vörninni. Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi á þriðjudaginn klukkan 19:30. Með sigri í þeim leik tryggja Íslendingar sér sigur í riðlinum og taka tvö stig með sér í milliriðla. Einkunnir Íslands gegn Póllandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 3 (9 varin skot - 47:23 mín.) Átti ágætis leik, eins og gegn Ítalíu, en á eftir að sýna sparihliðarnar á þessu móti. Varði samt nokkuð vel, níu skot, eða þriðja hvert skot sem hann fékk á sig. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 2 (0 mörk - 30:00 mín.) Fínn í vörninni en fékk ekki úr neinu að moða í sókninni. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 4 (2 mörk - 33:41 mín.) Sem fyrr frábær í vörninni og þeir Ýmir náðu einstaklega vel saman. Var í stóru hlutverki í hröðum sóknum Íslands í byrjun seinni hálfleiks og skoraði þá tvö mörk. Elvar er íslenska liðinu gríðarlega mikilvægur og sýnir það leik eftir leik. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 5 (2 mörk - 29:56 mín.) Sá lítur vel út! Skoraði tvö mörk og gaf hvorki fleiri né færri en ellefu stoðsendingar. Stýrði sóknarleiknum frábærlega og æ betur eftir því sem leið á leikinn. Tók góðar ákvarðanir og valdi nánast alltaf besta kostinn í sókninni. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 3 (5/4 mörk - 26:49 mín.) Hefur spilað betur en í dag. Klikkaði á þremur af fjórum skotum sínum utan af velli og átti í erfiðleikum með Milosz Walach, markvörð Póllands. Nýtti hins vegar öll fjögur vítin sín og stóð fyrir sínu í vörninni. Fékk góða hvíld í seinni hálfleik. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 3 (1 mark - 48:48 mín.) Skoraði eitt mark úr hraðaupphlaupi í fyrri hálfleik, úr eina færinu sem hann fékk í leiknum. Fiskaði einn góðan ruðning seinni hálfleik og stóð góða vörn. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 4 (5 mörk - 35:17 mín.) Eftir erfiðan leik gegn Ítalíu sýndi Elliði úr hverju hann er gerður í dag. Skoraði þrjú af fyrstu fimm mörkum Íslands og endaði með fimm mörk úr sex skotum. Sterkur í vörninni þar fyrir utan. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 5 (0 mörk - 27:55 mín.) Magnaður í vörninni, rammur af afli og það sást strax í byrjun leiks að Ýmir var í vígahug. Sterkur og hreyfanlegur og réði við allt sem Pólverjarnir buðu upp á. Hefur litið afar vel út það sem af er móti. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (1 mark - 16:59 mín.) Átti glansleik gegn Ítalíu en það fór minna fyrir Janusi í dag enda voru aðrir leikmenn að spila vel. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - 2 (1 mark - 17:35 mín.) Skoraði eitt mark úr þremur skotum. Verður að nýta færin sín betur. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 4 (3 mörk - 34:24 mín.) Klikkaði á tveimur skotum í fyrri hálfleik en spilaði mikið í þeim seinni og stóð vel fyrir sínu. Spilaði vel með Gísla og Hauki og skoraði þrjú mörk, tvö með eldsnöggum skotum og eitt eftir frábært gegnumbrot. Flottur í vörninni að vanda. Haukur Þrastarson, vinstri skytta - 5 (5 mörk - 22:14 mín.) Velkominn til leiks! Kom inn á um miðbik fyrri hálfleiks þegar íslenska liðið var í smá vandræðum. Byrjaði á því að kasta boltanum frá sér en lét það ekki á sig fá. Skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og bætti tveimur við í seinni hálfleik. Skynsamur og yfirvegaður í sókninni. Átti eitt af eftirminnilegustu augnablikum leiksins þegar hann kastaði sér á boltann í seinni hálfleik og stal honum. Þessi útgáfa af Hauki gæti breytt öllu fyrir íslenska liðið í framhaldinu. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - 5 (6 mörk - 27:37 mín.) Spilaði seinni hálfleikinn og sýndi að hann er hornamaður í hæsta klassa. Skoraði sex mörk og var hvað eftir annað eldsnöggur fram völlinn. Er líka fínasti varnarmaður og stal boltanum tvisvar. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - (7:33 mín.) Reyndi sig við eitt vítakast í seinni hálfleik og kom síðan inn á undir lokin. Varði eitt skot. Teitur Örn Einarsson, hægri hornamaður - (0 mörk - 5:41 mín.) Kom aðeins inn á undir lokin Andri Már Rúnarsson, leikstjórnandi - (0 mörk - 2:08 mín.) Spilaði síðustu mínúturnar og tók tvö skot sem bæði geiguðu. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Sýnar leikmönnum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi átta marka sigur á Póllandi í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í handbolta 2026. Það var nóg af flottum tölum hjá íslensku strákunum. 18. janúar 2026 19:01 Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Elliði Snær Viðarsson var að vonum himinlifandi eftir stórsigur á Pólverjum á EM í gær. Eftir slakan leik í fyrstu umferð svaraði hann fyrir sig í dag og segir milliriðil nú hafinn hjá liðinu. 18. janúar 2026 18:54 Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan átta marka sigur er liðið mætti Pólverjum í 2. umferð riðlakeppninnar á EM í handbolta í dag. Sigurinn kemur íslensku strákunum í kjörstöðu til að vinna riðilinn. 18. janúar 2026 18:30 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Sjá meira
Pólverjar gerðu Íslendingum erfitt fyrir framan af leik. Of margar sóknir íslenska liðsins fóru í súginn og færanýtingin var undir pari. Vörnin var hins vegar sterk og smám saman tók Ísland fram úr. Staðan í hálfleik var 10-13, Íslendingum í vil. Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og eftir sex mínútur var munurinn orðinn sex mörk, 12-18. Íslendingar héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt, skoruðu sex mörk gegn tveimur og náðu tíu marka forskoti, 14-24, um miðjan seinni hálfleik. Þá var björninn unninn og á endanum munaði átta mörkum á liðunum, 23-31. Orri Freyr Þorkelsson spilaði bara seinni hálfleikinn en var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk. Ómar Ingi Magnússon og Elliði Snær Viðarsson skoruðu fimm mörk sem og Haukur Þrastarson sem átti frábæra innkomu um miðjan fyrri hálfleik og átti stóran þátt í að Íslendingar sneru leiknum sér í hag. Gísli Þorgeir Kristjánsson dældi út stoðsendingum og Ýmir Örn Gíslason var magnaður í vörninni. Næsti leikur Íslands er gegn Ungverjalandi á þriðjudaginn klukkan 19:30. Með sigri í þeim leik tryggja Íslendingar sér sigur í riðlinum og taka tvö stig með sér í milliriðla. Einkunnir Íslands gegn Póllandi: - Byrjunarlið Íslands í leiknum - Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður - 3 (9 varin skot - 47:23 mín.) Átti ágætis leik, eins og gegn Ítalíu, en á eftir að sýna sparihliðarnar á þessu móti. Varði samt nokkuð vel, níu skot, eða þriðja hvert skot sem hann fékk á sig. Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður - 2 (0 mörk - 30:00 mín.) Fínn í vörninni en fékk ekki úr neinu að moða í sókninni. Elvar Örn Jónsson, vinstri skytta - 4 (2 mörk - 33:41 mín.) Sem fyrr frábær í vörninni og þeir Ýmir náðu einstaklega vel saman. Var í stóru hlutverki í hröðum sóknum Íslands í byrjun seinni hálfleiks og skoraði þá tvö mörk. Elvar er íslenska liðinu gríðarlega mikilvægur og sýnir það leik eftir leik. Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikstjórnandi - 5 (2 mörk - 29:56 mín.) Sá lítur vel út! Skoraði tvö mörk og gaf hvorki fleiri né færri en ellefu stoðsendingar. Stýrði sóknarleiknum frábærlega og æ betur eftir því sem leið á leikinn. Tók góðar ákvarðanir og valdi nánast alltaf besta kostinn í sókninni. Ómar Ingi Magnússon, hægri skytta - 3 (5/4 mörk - 26:49 mín.) Hefur spilað betur en í dag. Klikkaði á þremur af fjórum skotum sínum utan af velli og átti í erfiðleikum með Milosz Walach, markvörð Póllands. Nýtti hins vegar öll fjögur vítin sín og stóð fyrir sínu í vörninni. Fékk góða hvíld í seinni hálfleik. Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður - 3 (1 mark - 48:48 mín.) Skoraði eitt mark úr hraðaupphlaupi í fyrri hálfleik, úr eina færinu sem hann fékk í leiknum. Fiskaði einn góðan ruðning seinni hálfleik og stóð góða vörn. Elliði Snær Viðarsson, línumaður - 4 (5 mörk - 35:17 mín.) Eftir erfiðan leik gegn Ítalíu sýndi Elliði úr hverju hann er gerður í dag. Skoraði þrjú af fyrstu fimm mörkum Íslands og endaði með fimm mörk úr sex skotum. Sterkur í vörninni þar fyrir utan. Ýmir Örn Gíslason, línumaður - 5 (0 mörk - 27:55 mín.) Magnaður í vörninni, rammur af afli og það sást strax í byrjun leiks að Ýmir var í vígahug. Sterkur og hreyfanlegur og réði við allt sem Pólverjarnir buðu upp á. Hefur litið afar vel út það sem af er móti. - Menn sem komu inn af bekknum í leiknum - Janus Daði Smárason, leikstjórnandi - 2 (1 mark - 16:59 mín.) Átti glansleik gegn Ítalíu en það fór minna fyrir Janusi í dag enda voru aðrir leikmenn að spila vel. Arnar Freyr Arnarsson, línumaður - 2 (1 mark - 17:35 mín.) Skoraði eitt mark úr þremur skotum. Verður að nýta færin sín betur. Viggó Kristjánsson, hægri skytta - 4 (3 mörk - 34:24 mín.) Klikkaði á tveimur skotum í fyrri hálfleik en spilaði mikið í þeim seinni og stóð vel fyrir sínu. Spilaði vel með Gísla og Hauki og skoraði þrjú mörk, tvö með eldsnöggum skotum og eitt eftir frábært gegnumbrot. Flottur í vörninni að vanda. Haukur Þrastarson, vinstri skytta - 5 (5 mörk - 22:14 mín.) Velkominn til leiks! Kom inn á um miðbik fyrri hálfleiks þegar íslenska liðið var í smá vandræðum. Byrjaði á því að kasta boltanum frá sér en lét það ekki á sig fá. Skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og bætti tveimur við í seinni hálfleik. Skynsamur og yfirvegaður í sókninni. Átti eitt af eftirminnilegustu augnablikum leiksins þegar hann kastaði sér á boltann í seinni hálfleik og stal honum. Þessi útgáfa af Hauki gæti breytt öllu fyrir íslenska liðið í framhaldinu. Orri Freyr Þorkelsson, vinstri hornamaður - 5 (6 mörk - 27:37 mín.) Spilaði seinni hálfleikinn og sýndi að hann er hornamaður í hæsta klassa. Skoraði sex mörk og var hvað eftir annað eldsnöggur fram völlinn. Er líka fínasti varnarmaður og stal boltanum tvisvar. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður - (7:33 mín.) Reyndi sig við eitt vítakast í seinni hálfleik og kom síðan inn á undir lokin. Varði eitt skot. Teitur Örn Einarsson, hægri hornamaður - (0 mörk - 5:41 mín.) Kom aðeins inn á undir lokin Andri Már Rúnarsson, leikstjórnandi - (0 mörk - 2:08 mín.) Spilaði síðustu mínúturnar og tók tvö skot sem bæði geiguðu. Líkt og áður þá gefur íþróttadeild Vísis og Sýnar leikmönnum einkunnir fyrir frammistöðu sína. Leikmenn fá einkunn á bilinu 1-6 með umsögn, en neðst í fréttinni má sjá hvað hver einkunn þýðir. Útskýring á einkunnum 6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
6 - Heimsklassa frammistaða 5 - Frábær frammistaða 4 - Góð frammistaða 3 - Sæmileg frammistaða - skilaði sínu 2 - Ekki nógu góð frammistaða 1 - Slakur leikur
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi átta marka sigur á Póllandi í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í handbolta 2026. Það var nóg af flottum tölum hjá íslensku strákunum. 18. janúar 2026 19:01 Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Elliði Snær Viðarsson var að vonum himinlifandi eftir stórsigur á Pólverjum á EM í gær. Eftir slakan leik í fyrstu umferð svaraði hann fyrir sig í dag og segir milliriðil nú hafinn hjá liðinu. 18. janúar 2026 18:54 Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan átta marka sigur er liðið mætti Pólverjum í 2. umferð riðlakeppninnar á EM í handbolta í dag. Sigurinn kemur íslensku strákunum í kjörstöðu til að vinna riðilinn. 18. janúar 2026 18:30 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Sjá meira
Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi átta marka sigur á Póllandi í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í handbolta 2026. Það var nóg af flottum tölum hjá íslensku strákunum. 18. janúar 2026 19:01
Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Elliði Snær Viðarsson var að vonum himinlifandi eftir stórsigur á Pólverjum á EM í gær. Eftir slakan leik í fyrstu umferð svaraði hann fyrir sig í dag og segir milliriðil nú hafinn hjá liðinu. 18. janúar 2026 18:54
Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan átta marka sigur er liðið mætti Pólverjum í 2. umferð riðlakeppninnar á EM í handbolta í dag. Sigurinn kemur íslensku strákunum í kjörstöðu til að vinna riðilinn. 18. janúar 2026 18:30