Körfubolti

Blóðugt tap gegn Börsungum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson og félagar í San Pablo Burgos eru í harðri fallbaráttu í spænsku úrvalsdeildinni.
Jón Axel Guðmundsson og félagar í San Pablo Burgos eru í harðri fallbaráttu í spænsku úrvalsdeildinni. getty/Borja B. Hojas

Barcelona slapp með skrekkinn gegn San Pablo Burgos í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Börsungar unnu eins stigs sigur, 79-80.

Jón Axel Guðmundsson leikur með San Pablo Burgos sem er nýliði í spænsku úrvalsdeildinni. Barcelona er hins vegar öllu þekktari stærð.

Jón Axel spilaði í átján mínútur í dag, skoraði tvö stig, tók eitt frákast og gaf fjórar stoðsendingar. Grindvíkingurinn hitti aðeins úr einu af sex skotum sínum í leiknum.

Nico Laprovittola skoraði sigurkörfu Barcelona þegar sex sekúndur voru eftir af leiknum. Börsungar eru í 3. sæti deildarinnar með 24 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Real Madrid.

San Pablo Burgos er aftur á móti í sautjánda og næstneðsta sætinu með sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×