Skýrsla Vals: Haukur í horni Valur Páll Eiríksson skrifar 18. janúar 2026 22:32 Haukur Þrastarson mætti á stóra sviðið og hefði mátt hneigja sig eftir sýninguna. EPA/Cornelius Poppe NORWAY OUT Átta marka sigur á Póllandi á EM í kvöld var síst of stór. Tveir vendipunktar og haukar í horni okkar skiluðu öðrum geggjuðum sigri í röð. Það var smá slaki í byrjun. Janus Daði náði ekki að fylgja eftir frábærum leik og tveir aðrir Selfyssingar, Elvar Örn Jónsson og Ómar Ingi Magnússon aðeins hikandi líka. En við eigum Hauk í horni. Eða í skyttu. Enn einn Selfyssingurinn, Haukur Þrastarson, var aðalmaðurinn í kvöld. Það hefur lengi verið beðið eftir því að hann stígi upp á stóra sviðinu í janúar og hann gerði það í kvöld. Pólverjarnir voru ekkert spes og virtust bjóða okkur upp á að ná góðri forystu ítrekað en við þáðum ekki pólska hlaðborðið. Þar til Haukur kom til skjalanna. Tekið var fast á honum þegar hann mætti inn á og sleginn harkalega í bakið. Hann svaraði fyrir það með beinni aðkomu að næstu fjórum mörkum. Kassinn fór út og hann leit ekki um öxl. Það var fyrsti vendipunktur leiksins, enda náði Ísland loks að slíta sig aðeins frá. Annar vendipunkturinn kom í byrjun seinni hálfleiks þegar Ómari Inga var vísað af velli eftir myndbandsskoðun. Það hefði getað reynst vendipunktur sem sveiflaðist til Pólverja en það var þveröfugt. Við áttum annan Hauk í horni: Íslensku stuðningsmennina. Íslenski bekkurinn trylltist, stúkan trylltist og úr varð einhver ótrúleg orka. Stuðningurinn var sturlaður. Stúkan gjörsamlega slökkti á Pólverjunum. Ísland spilandi fimm gegn sjö sugu þessa orku í sig. Þeir stálu boltanum ítrekað, refsuðu með hraðaupphlaupum og eftir tvö leikhlé Pólverja á fimm mínútum voru svörin enn engin. Ekki nein. Fyrstu tveir leikirnir að baki, ólíkir leikir að öllu leyti nema því að strákarnir kláruðu þessi verkefni einkar fagmannlega. Haukur í svona standi gæti reynst virkilega mikilvægt tól í sífellt stækkandi verkfærakassa Snorra Steins. Svo eigum við fyrirliðann Ómar Inga enn inni. Nú er bara að grýta þessari grjótleiðinlegu Ungverjagrýlu út í hafsauga á þriðjudaginn kemur. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Tengdar fréttir Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan átta marka sigur er liðið mætti Pólverjum í 2. umferð riðlakeppninnar á EM í handbolta í dag. Sigurinn kemur íslensku strákunum í kjörstöðu til að vinna riðilinn. 18. janúar 2026 18:30 Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir tveggja mínútna brottvísun, sem Ómar Ingi fékk í seinni hálfleik gegn Póllandi á EM, hafa kveikt í liðinu sem tók af skarið og sigldi heim stórsigri í kjölfarið. 18. janúar 2026 19:16 Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi átta marka sigur á Póllandi í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í handbolta 2026. Það var nóg af flottum tölum hjá íslensku strákunum. 18. janúar 2026 19:01 Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Elliði Snær Viðarsson var að vonum himinlifandi eftir stórsigur á Pólverjum á EM í gær. Eftir slakan leik í fyrstu umferð svaraði hann fyrir sig í dag og segir milliriðil nú hafinn hjá liðinu. 18. janúar 2026 18:54 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Það var smá slaki í byrjun. Janus Daði náði ekki að fylgja eftir frábærum leik og tveir aðrir Selfyssingar, Elvar Örn Jónsson og Ómar Ingi Magnússon aðeins hikandi líka. En við eigum Hauk í horni. Eða í skyttu. Enn einn Selfyssingurinn, Haukur Þrastarson, var aðalmaðurinn í kvöld. Það hefur lengi verið beðið eftir því að hann stígi upp á stóra sviðinu í janúar og hann gerði það í kvöld. Pólverjarnir voru ekkert spes og virtust bjóða okkur upp á að ná góðri forystu ítrekað en við þáðum ekki pólska hlaðborðið. Þar til Haukur kom til skjalanna. Tekið var fast á honum þegar hann mætti inn á og sleginn harkalega í bakið. Hann svaraði fyrir það með beinni aðkomu að næstu fjórum mörkum. Kassinn fór út og hann leit ekki um öxl. Það var fyrsti vendipunktur leiksins, enda náði Ísland loks að slíta sig aðeins frá. Annar vendipunkturinn kom í byrjun seinni hálfleiks þegar Ómari Inga var vísað af velli eftir myndbandsskoðun. Það hefði getað reynst vendipunktur sem sveiflaðist til Pólverja en það var þveröfugt. Við áttum annan Hauk í horni: Íslensku stuðningsmennina. Íslenski bekkurinn trylltist, stúkan trylltist og úr varð einhver ótrúleg orka. Stuðningurinn var sturlaður. Stúkan gjörsamlega slökkti á Pólverjunum. Ísland spilandi fimm gegn sjö sugu þessa orku í sig. Þeir stálu boltanum ítrekað, refsuðu með hraðaupphlaupum og eftir tvö leikhlé Pólverja á fimm mínútum voru svörin enn engin. Ekki nein. Fyrstu tveir leikirnir að baki, ólíkir leikir að öllu leyti nema því að strákarnir kláruðu þessi verkefni einkar fagmannlega. Haukur í svona standi gæti reynst virkilega mikilvægt tól í sífellt stækkandi verkfærakassa Snorra Steins. Svo eigum við fyrirliðann Ómar Inga enn inni. Nú er bara að grýta þessari grjótleiðinlegu Ungverjagrýlu út í hafsauga á þriðjudaginn kemur.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Tengdar fréttir Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan átta marka sigur er liðið mætti Pólverjum í 2. umferð riðlakeppninnar á EM í handbolta í dag. Sigurinn kemur íslensku strákunum í kjörstöðu til að vinna riðilinn. 18. janúar 2026 18:30 Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir tveggja mínútna brottvísun, sem Ómar Ingi fékk í seinni hálfleik gegn Póllandi á EM, hafa kveikt í liðinu sem tók af skarið og sigldi heim stórsigri í kjölfarið. 18. janúar 2026 19:16 Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi átta marka sigur á Póllandi í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í handbolta 2026. Það var nóg af flottum tölum hjá íslensku strákunum. 18. janúar 2026 19:01 Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Elliði Snær Viðarsson var að vonum himinlifandi eftir stórsigur á Pólverjum á EM í gær. Eftir slakan leik í fyrstu umferð svaraði hann fyrir sig í dag og segir milliriðil nú hafinn hjá liðinu. 18. janúar 2026 18:54 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann öruggan átta marka sigur er liðið mætti Pólverjum í 2. umferð riðlakeppninnar á EM í handbolta í dag. Sigurinn kemur íslensku strákunum í kjörstöðu til að vinna riðilinn. 18. janúar 2026 18:30
Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir tveggja mínútna brottvísun, sem Ómar Ingi fékk í seinni hálfleik gegn Póllandi á EM, hafa kveikt í liðinu sem tók af skarið og sigldi heim stórsigri í kjölfarið. 18. janúar 2026 19:16
Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi átta marka sigur á Póllandi í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í handbolta 2026. Það var nóg af flottum tölum hjá íslensku strákunum. 18. janúar 2026 19:01
Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Elliði Snær Viðarsson var að vonum himinlifandi eftir stórsigur á Pólverjum á EM í gær. Eftir slakan leik í fyrstu umferð svaraði hann fyrir sig í dag og segir milliriðil nú hafinn hjá liðinu. 18. janúar 2026 18:54