Handbolti

„Sáru töpin sitja í okkur“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Viggó er bjartsýnn á íslenskan sigur í kvöld.
Viggó er bjartsýnn á íslenskan sigur í kvöld. vísir/vpe

„Það er fínn andi í okkur. Við vissum að við ættum að vinna fyrstu tvo leikina á pappír og við gerðum það vel. Nú er bara fyrsti leikur í milliriðli gegn Ungverjum,“ segir Viggó Kristjánsson fyrir leikinn mikilvæga í kvöld.

Eins og alþjóð veit hafa Ungverjar gert strákunum lífið leitt í gegnum tíðina. Ætli Viggó sé orðinn þreyttur á að mæta þeim?

Klippa: Kominn tími til að vinna Ungverjana

„Kannski ekki þreyttur en það er kominn tími á að við vinnum þá. Höfum ekki gert það síðan á Covid-mótinu. Nú höfum við tapað tvisvar í röð fyrir þeim á grátlegan hátt og það er kominn tími á að við vinnum þá,“ segir Viggó ákveðinn en er einhver aukahvatning í því að þurfa að svara fyrir sig gegn þessu ungverska liði?

„Ég held að sé alveg hægt að segja. Öll sáru töpin sitja í okkur. Það hefur munað litlu svo við gætum tekið næsta skref. Það er ekkert annað að gera en að mæta tilbúnir til leiks og vinna.“

Tapið fyrir Ungverjum í Kristianstad var sérstaklega sárt enda kastaði íslenska liðið unnum leik frá sér þar.

„Það eru þrjú ár síðan og bæði lið svipuð núna. Það verður gaman að mæta þeim. Við þurfum að passa margt hjá þeim enda eru þeir með gott lið. Þetta mun falla á einhverjum smáatriðum á endanum og vonandi fellur það okkar megin. Við erum nánast á heimavelli enda stuðningurinn ótrúlegur. Við mætum með kassann út og svo þarf leikgleðin og baráttan að vera upp á tíu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×