Skoðun

Yfir 250 milljarðar út í loftið

Lárus Bl. Sigurðsson skrifar

Ísland er umhverfisvænasta land veraldar. Yfir 80% af orkunotkun hér á landi er umhverfisvæn endurnýjanleg orka. Ekkert land í heiminum kemst nálægt þessu hlutfalli. Við erum því fyrirmynd annara þjóða í umhverfismálum. Það er því eðlilegt að halda það að Ísland get stolt bent á þessa staðreynd við þau lönd sem við erum í samstarfi við í umhverfis- og loftlagsmálum. En því er öðru nær.

Samkvæmt svari Umhverfis- og loftslagsráðherra til Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins, í síðustu viku hafa 144 milljarðar runnið til loftlagsmála á árunum 2017-2024. Og mun Ísland á næstu 5 árum greiða 113 milljarða til viðbótar. Við munum því greiða yfir 250 milljarða í umhverfisskatta vegna loftlagsmála á 13 árum. Já, þú last rétt, yfir 250 milljarða!

Hvert fara þessar greiðslur? Hver samdi um þetta fyrir hönd Íslands? Hvernig stöðvum við þetta rugl?

Stjórnvöld virðast hafa gjörsamlega brugðist í að verja okkar sérstöðu á alþjóðavettvangi. Það er kominn tími á að við höldum hagsmunum Íslands á lofti og ítrekum okkar yfirburðarstöðu í umhverfisvænum orkubúskap. Það verður að stoppa þessa þvælu strax. Við þurfum að huga að enn frekari uppbyggingu og þróun á okkar frábæru umhverfisvænu orkustefnu hér á Íslandi. Við megum ekki vera lítil í okkur og viðhalda og endurtaka algjöran afleik og uppgjöf á okkar hagsmunum í umhverfismálum. Við höfum ekki efni á svona glórulausu bulli.

Höfundur er stjórnmálafræðingur.




Skoðun

Sjá meira


×