Handbolti

„Það vantaði bar­áttuna“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Viggó íbygginn í Malmö Arena í dag.
Viggó íbygginn í Malmö Arena í dag. vísir/vilhelm

„Andinn var betri í morgun en í gær. Auðvitað ekkert annað hægt enda leikur strax á morgun. Samt sem áður var erfitt að kyngja þessu tapi í gær,“ sagði Viggó Kristjánsson fyrir æfingu íslenska landsliðins í Malmö Arena í dag þar sem menn hristu af sér tapið gegn Króatíu.

Þó svo menn hafi eðlilega verið frekar daufir í dálkinn áðan þá er búið að ræða hvað þurfi að gera betur og horfa fram á veginn.

Klippa: Viggó vildi sá meiri baráttu

„Við vorum ósáttir með baráttuna. Við fáum fullt af færum. Varnarlega erum við að fá á okkur skot sem við áttum ekki að fá á okkur. Ég held því að það hafi vantað baráttuna. Íslenska landsliðið er aldrei upp á sitt besta ef það vantaði baráttna. Það var algjör synd að tapa fyrir Króötum annað árið í röð,“ sagði Viggó svekktur en af hverju vantar baráttu.

„Kannski var of lítil spenna í gær. Gegn Ungverjum var mikil spenna og meiri barátta í okkur þá. Við vorum undir í orkustiginu í þessum leik.“

Viggó hefur nýtt sínar mínútur vel og margir kallað eftir því að hann fái meira að spila þar sem Ómar Ingi hefur ekki náð sér fullkomlega á strik. Er hann sjálfur ósáttur við sinn spiltíma?

„Ég vil frekar vera inn á en á bekknum,“ sagði Viggó sposkur en hausinn er kominn á leikinn á morgun.

„Það verður gaman að spila við Svía á morgun. Besta liðið hingað til og við þekkjum þá betur en Króatana. Þetta verður hörkuleikur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×