Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2026 23:03 Haukur Þrastarson tók vel á Albin Lagergren sem var allt í öllu að búa eitthvað til í sænska sóknarleiknum. Haukur lét reynsluboltann líka heyra það. Vísir/Vilhelm Haukur Þrastarson átti góða innkomu í íslensku vörnina í stórsigrinum á Svíum í kvöld og hann fékk líka mikið hrós frá sérfræðingunum í Besta sætinu. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason, tveir fyrrverandi landsliðsmenn, fóru yfir stórbrotna frammistöðu strákanna okkar gegn Svíum á EM í handbolta með Aroni Guðmundssyni. Átta marka sigur, 35-27, er staðreynd og draumurinn um undanúrslit lifir. Haukur Þrastarson leysti Janus Daða Smárason af í vörninni í seinni hálfleiknum og var einn af mörgum hetjum íslenska liðsins í leiknum. Hann gerði kannski ekki mikið í sóknarleiknum en hinum megin á vellinum lét hann besta leikmann Svía ekki vaða yfir sig. Haukur var einn af mörgum svokölluðum aukaleikurum í íslenska landsliðinu sem voru í aðalhlutverki í þessum frábæra sigri. Nokkrir sem stækka svona hjá honum „Ég held að það verði nokkrir leikmenn sem stækka hjá honum. Ég held að hann hafi klárlega séð í dag hjá nokkrum leikmönnum að þeir geti spilað og eigi að fá bara að spila meira,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson aðspurður um hvort traust Snorra Steins Guðjónssonar landsliðsþjálfara á sínum leikmönnum hafi breyst eftir þennan sigur. „Haukur var kannski ekkert eitthvað rosalega áberandi í leiknum en hann gerði þetta fáránlega vel. Við vorum alltaf að skipta honum í vörn og sókn hérna í aðdraganda mótsins og í mótunum hingað til,“ sagði Ásgeir en nú lét Haukur til sín taka í varnarleiknum. „Mér fannst þetta frábært, þessar tuttugu mínútur sem hann spilaði í vörninni. Þeirra hættulegasti sóknarmaður á þeim tíma var [Albin] Lagergren. Hann var bara með attitút og stæla við hann. Honum var drullusama um þann gæja,“ sagði Ásgeir. Ánægður með stælana í honum „Ég var rosalega ánægður með stælana í honum,“ skaut Rúnar Kárason inn í. „Hann var að slá hann og var bara hundleiðinlegur. Ég dýrkaði það. Haukur hefur ekki átt neitt mjög auðvelt undanfarnar vikur. Að fá þetta frá honum, mér fannst þetta stórbrotið hjá honum,“ sagði Ásgeir. „Taka svona gæja eins og Lagergren sem var búinn að vera potturinn og pannan í þeirra leik, vera að pakka honum saman og þegar hann pakkar honum saman í tíunda skiptið þá segir hann líka bara: „Fokkaðu þér.“ Pælið í hvað þar tekur, það brýtur þig,“ sagði Rúnar. „Þetta er svo mikið KO“ „Hann dúndraði í bringuna á honum og þegar hann var með einhverja stæla þá sagði hann bara, því maður sá það í útsendingunni: Heyrðu, fokkaðu þér,“ sagði Ásgeir. „Þetta er svo mikið KO [rothögg],“ sagði Rúnar. Það má heyra þá hrósa meira Hauki sem og að gera upp allan leikinn hér fyrir neðan. EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Rúnar Kárason, tveir fyrrverandi landsliðsmenn, fóru yfir stórbrotna frammistöðu strákanna okkar gegn Svíum á EM í handbolta með Aroni Guðmundssyni. Átta marka sigur, 35-27, er staðreynd og draumurinn um undanúrslit lifir. Haukur Þrastarson leysti Janus Daða Smárason af í vörninni í seinni hálfleiknum og var einn af mörgum hetjum íslenska liðsins í leiknum. Hann gerði kannski ekki mikið í sóknarleiknum en hinum megin á vellinum lét hann besta leikmann Svía ekki vaða yfir sig. Haukur var einn af mörgum svokölluðum aukaleikurum í íslenska landsliðinu sem voru í aðalhlutverki í þessum frábæra sigri. Nokkrir sem stækka svona hjá honum „Ég held að það verði nokkrir leikmenn sem stækka hjá honum. Ég held að hann hafi klárlega séð í dag hjá nokkrum leikmönnum að þeir geti spilað og eigi að fá bara að spila meira,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson aðspurður um hvort traust Snorra Steins Guðjónssonar landsliðsþjálfara á sínum leikmönnum hafi breyst eftir þennan sigur. „Haukur var kannski ekkert eitthvað rosalega áberandi í leiknum en hann gerði þetta fáránlega vel. Við vorum alltaf að skipta honum í vörn og sókn hérna í aðdraganda mótsins og í mótunum hingað til,“ sagði Ásgeir en nú lét Haukur til sín taka í varnarleiknum. „Mér fannst þetta frábært, þessar tuttugu mínútur sem hann spilaði í vörninni. Þeirra hættulegasti sóknarmaður á þeim tíma var [Albin] Lagergren. Hann var bara með attitút og stæla við hann. Honum var drullusama um þann gæja,“ sagði Ásgeir. Ánægður með stælana í honum „Ég var rosalega ánægður með stælana í honum,“ skaut Rúnar Kárason inn í. „Hann var að slá hann og var bara hundleiðinlegur. Ég dýrkaði það. Haukur hefur ekki átt neitt mjög auðvelt undanfarnar vikur. Að fá þetta frá honum, mér fannst þetta stórbrotið hjá honum,“ sagði Ásgeir. „Taka svona gæja eins og Lagergren sem var búinn að vera potturinn og pannan í þeirra leik, vera að pakka honum saman og þegar hann pakkar honum saman í tíunda skiptið þá segir hann líka bara: „Fokkaðu þér.“ Pælið í hvað þar tekur, það brýtur þig,“ sagði Rúnar. „Þetta er svo mikið KO“ „Hann dúndraði í bringuna á honum og þegar hann var með einhverja stæla þá sagði hann bara, því maður sá það í útsendingunni: Heyrðu, fokkaðu þér,“ sagði Ásgeir. „Þetta er svo mikið KO [rothögg],“ sagði Rúnar. Það má heyra þá hrósa meira Hauki sem og að gera upp allan leikinn hér fyrir neðan.
EM karla í handbolta 2026 Landslið karla í handbolta Besta sætið Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Fleiri fréttir Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ „Erfitt að lýsa þessari stemningu sem við náðum upp í vörninni“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Tölurnar á móti Svíum: Viggó 11 af 11 í skotum og 23 fleiri stopp en Svíar „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ „Allt sem vantaði í síðasta leik var til staðar í dag“ Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Fram sótti sigur fyrir norðan og ÍR endaði langa taphrinu Slóvenar unnu upp fjögurra marka forskot Ungverja og fögnuðu sigri Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö „Vantar meiri leiðindi og fávitaskap frá okkur“ „Miklu betra lið en Króatía“ Norðmenn með flautuna í Malmö „Hann er örugglega góður pabbi“ „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna „Eitt besta lið í heimi“ „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Sjá meira