Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Smári Jökull Jónsson skrifar 26. janúar 2026 12:10 Jenný Valberg er teymisstýra hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Vísir/Ívar Fannar Teymisstýra hjá Bjarkarhlíð segir dæmi um konur sem hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur sólarhringum. Vændi sé ekkert annað en kynferðislegt ofbeldi og þolendur séu í gríðarlega viðkvæmri stöðu. Í skýrslu um kynferðisbrot sem birt var á vef ríkislögreglustjóra má sjá að tilkynningum um vændi fjölgaði verulega á milli ára, úr 29 brotum árið 2024 og í 69 brot á síðasta ári. Það gerir 138% aukningu og 245% aukningu ef miðað er við meðaltal síðustu þriggja ára. Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð segir aukninguna ekki koma á óvart því eftirspurn eftir vændi á Íslandi sé gríðarleg. „Þær væru ekki að koma hingað nema því það er verið að kalla eftir þessari þjónustu. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að almenningur sé upplýstur um hvernig staðan er. Ábyrgðin þarf auðvitað að liggja hjá kaupandanum og það þarf að höfða til réttlætiskenndar almennings,“ sagði Jenný í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Mikilvægt að konurnar haldi peningnum Konur sem selji vændi séu í gríðarlega viðkvæmri stöðu. „Því að þetta er auðvitað ekkert annað en kynferðislegt ofbeldi. Vændiskaup eru það því að þolandi hefur oftast ekkert um það að segja þegar eitthvað gerist þarna inni. Þótt þolandi reyni að setja ákveðnar reglur fyrirfram, við sjáum það, það er bara margoft brotið.“ Það séu aðrir aðilar sem sjái um að koma konunum til landsins, annist auglýsingar og hirði hluta tekna. „Þess vegna er svo mikilvægt að þegar það eru aðgerðir þá sé peningurinn ekki tekinn af þeim. Því þá eru þær komnar í enn meiri skuld við sýna gerendur sem eru þá þeir sem stýra þeim. Sláandi tölur um fjölda kaupenda Konurnar séu þá í enn viðkvæmari stöðu að reyna að afla meiri tekna. „Hversu marga kaupendur þolendur þarf að afgreiða á sólarhring eru óhugnanlegar,“ bætir Jenný við. Hvaða tölur erum við að tala um í því samhengi?“ „Við höfum komið að málum þar sem einstaklingur hefur á þremur sólarhringum afgreitt 80 kaupendur.“ Þá sé erfitt fyrir konurnar að stíga fram og tilkynna lögreglu um sína stöðu. „Við höfum oft séð að konur í þessari stöðu hafi líka þurft að afla tekna á fleiri vegu, til dæmis með þjófnaði. Þá eru þær fengnar til að fá aðrar konur inn í þessa starfsemi og þá eru þær orðnar brotlegar sjálfar.“ Hrósar lögreglu Það geri það að verkum að traust gagnvart yfirvöldum sé lítið. Hún segir lögregluna gera eins vel og hún geti. „Til að geta óskað eftir hjálp þarftu að geta treyst ferlinu og það er svo langur vegur að ná þessu trausti. Þess vegna er svo mikilvægt að ef þær vilja aðstoð að það sé hægt að tryggja þeim einhvers konar húsnæði þar sem öryggi þeirra er tryggt á meðan þær eru þar. Við höfum ekkert þannig húsnæði í dag, það er ekkert athvarf fyrir mansalsþolendur á Íslandi,“ segir Jenný og bætir við að þessi þjónusta sé nauðsynleg til að stoppa áfallasögu kvennanna. Lögreglan geri þó eins vel og hún mögulega getur. „Þau eru að vakta þessar sölusíður, fara á vettvang og í aðgerðir. Þau hafa kallað okkur til og við fengið tækifæri að tala við þolendurna. Við erum þakklát fyrir það. Þessir þolendur eiga erfitt með að vera í samvinnu við lögregluna því þær óttast afleiðingarnar.“ Betra ef menn fái dóma og séu nafngreindir Þá sé það mýta að kaupendur vændis séu mest erlendir ferðamenn. „Þetta er jafnmikið Íslendingar eins og erlendir karlmenn. Þetta er bara venjulegt fólk sem við erum að mæta í okkar daglegu lífi. Þetta eru fjölskyldufeður sem eru á leiðinni til og frá vinnu. Það er gríðarleg eftirspurn og þess vegna er svona mikið framboð.“ Hún vill sjá breytingu hjá stjórnvöldum. „Það er miklu betra ef við ætlum að reyna að koma í veg fyrir að þetta haldi áfram að vaxa með þessum hætti, að menn fái dóma og séu nafngreindir. Þá myndu margir jafnvel hugsa sig tvisvar um í staðinn fyrir að líta á þetta sem afþreyingu hreinlega. Að vera að brjóta á öðru fólki.“ Vændi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira
Í skýrslu um kynferðisbrot sem birt var á vef ríkislögreglustjóra má sjá að tilkynningum um vændi fjölgaði verulega á milli ára, úr 29 brotum árið 2024 og í 69 brot á síðasta ári. Það gerir 138% aukningu og 245% aukningu ef miðað er við meðaltal síðustu þriggja ára. Jenný Kristín Valberg, teymisstýra hjá Bjarkarhlíð segir aukninguna ekki koma á óvart því eftirspurn eftir vændi á Íslandi sé gríðarleg. „Þær væru ekki að koma hingað nema því það er verið að kalla eftir þessari þjónustu. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að almenningur sé upplýstur um hvernig staðan er. Ábyrgðin þarf auðvitað að liggja hjá kaupandanum og það þarf að höfða til réttlætiskenndar almennings,“ sagði Jenný í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Mikilvægt að konurnar haldi peningnum Konur sem selji vændi séu í gríðarlega viðkvæmri stöðu. „Því að þetta er auðvitað ekkert annað en kynferðislegt ofbeldi. Vændiskaup eru það því að þolandi hefur oftast ekkert um það að segja þegar eitthvað gerist þarna inni. Þótt þolandi reyni að setja ákveðnar reglur fyrirfram, við sjáum það, það er bara margoft brotið.“ Það séu aðrir aðilar sem sjái um að koma konunum til landsins, annist auglýsingar og hirði hluta tekna. „Þess vegna er svo mikilvægt að þegar það eru aðgerðir þá sé peningurinn ekki tekinn af þeim. Því þá eru þær komnar í enn meiri skuld við sýna gerendur sem eru þá þeir sem stýra þeim. Sláandi tölur um fjölda kaupenda Konurnar séu þá í enn viðkvæmari stöðu að reyna að afla meiri tekna. „Hversu marga kaupendur þolendur þarf að afgreiða á sólarhring eru óhugnanlegar,“ bætir Jenný við. Hvaða tölur erum við að tala um í því samhengi?“ „Við höfum komið að málum þar sem einstaklingur hefur á þremur sólarhringum afgreitt 80 kaupendur.“ Þá sé erfitt fyrir konurnar að stíga fram og tilkynna lögreglu um sína stöðu. „Við höfum oft séð að konur í þessari stöðu hafi líka þurft að afla tekna á fleiri vegu, til dæmis með þjófnaði. Þá eru þær fengnar til að fá aðrar konur inn í þessa starfsemi og þá eru þær orðnar brotlegar sjálfar.“ Hrósar lögreglu Það geri það að verkum að traust gagnvart yfirvöldum sé lítið. Hún segir lögregluna gera eins vel og hún geti. „Til að geta óskað eftir hjálp þarftu að geta treyst ferlinu og það er svo langur vegur að ná þessu trausti. Þess vegna er svo mikilvægt að ef þær vilja aðstoð að það sé hægt að tryggja þeim einhvers konar húsnæði þar sem öryggi þeirra er tryggt á meðan þær eru þar. Við höfum ekkert þannig húsnæði í dag, það er ekkert athvarf fyrir mansalsþolendur á Íslandi,“ segir Jenný og bætir við að þessi þjónusta sé nauðsynleg til að stoppa áfallasögu kvennanna. Lögreglan geri þó eins vel og hún mögulega getur. „Þau eru að vakta þessar sölusíður, fara á vettvang og í aðgerðir. Þau hafa kallað okkur til og við fengið tækifæri að tala við þolendurna. Við erum þakklát fyrir það. Þessir þolendur eiga erfitt með að vera í samvinnu við lögregluna því þær óttast afleiðingarnar.“ Betra ef menn fái dóma og séu nafngreindir Þá sé það mýta að kaupendur vændis séu mest erlendir ferðamenn. „Þetta er jafnmikið Íslendingar eins og erlendir karlmenn. Þetta er bara venjulegt fólk sem við erum að mæta í okkar daglegu lífi. Þetta eru fjölskyldufeður sem eru á leiðinni til og frá vinnu. Það er gríðarleg eftirspurn og þess vegna er svona mikið framboð.“ Hún vill sjá breytingu hjá stjórnvöldum. „Það er miklu betra ef við ætlum að reyna að koma í veg fyrir að þetta haldi áfram að vaxa með þessum hætti, að menn fái dóma og séu nafngreindir. Þá myndu margir jafnvel hugsa sig tvisvar um í staðinn fyrir að líta á þetta sem afþreyingu hreinlega. Að vera að brjóta á öðru fólki.“
Vændi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Fleiri fréttir Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Sjá meira