Handbolti

„Fókusinn er upp á tíu hjá okkur“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fókusinn er í fínu lagi hjá Ými.
Fókusinn er í fínu lagi hjá Ými. vísir/vilhelm

„Maður lagðist glaður á koddann í gær með tvö stig og frábæran leik,“ segir varnarjaxlinn Ýmir Örn Gíslason afar sáttur með leikinn gegn Svíum í gær.

„Við sóttum í baráttuna hjá okkur fyrir leik og svo hjá okkar frábæru stuðningsmönnum sem áttu höllina. Það voru forréttindi að fá að njóta þess. Þetta var ólýsanlegt og svona á þetta alltaf að vera hjá okkur. Við verðum að passa að ná alltaf upp þessari stemningu því það er ekkert sjálfgefið í þessu.“

Klippa: Enginn að fara fram úr sér

Á morgun bíður drengjanna leikur gegn Sviss. Liðið sem er í neðsta sæti milliriðilsins en hefur verið að gefa öllum andstæðingum sínum leik og gerði meðal annars jafntefli við Ungverjaland sem Ísland rétt marði í Kristianstad.

„Fókusinn er upp á tíu hjá okkur. Sviss er með virkilega gott lið þó svo þeir séu neðstir. Þeir eru með eina alvöru skyttu og svo eru litlir og snöggir leikmenn þarna. Þeir stilla upp þéttri og góðri vörn með flottan markvörð. Þetta er hörkulið sem við mætum,“ segir Ýmir en Ísland er með örlögin í eigin höndum. Klári þeir sína leiki fara strákarnir í undanúrslit.

„Við förum í alla leiki til að vinna og það breytist ekkert. Svona verður þetta fyrir alla leiki hjá okkur. Einn leikur í einu.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×