Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar 27. janúar 2026 14:01 Undanfarið hefur verið lögð mikil áhersla á að draga fram kostnað vegna veikinda starfsmanna í hinu opinbera. Tölur eru bornar fram af þunga og notaðar sem rök fyrir því að eitthvað sé „að“ í kerfinu. Sem bæjarfulltrúi hef ég sjálf tekið þátt í þeirri gagnrýni. Það er hluti af ábyrgð kjörinna fulltrúa að fylgjast með rekstri og spyrja gagnrýninna spurninga. Á sama tíma og þessi umræða er orðin of einföld, þá er staðreyndin sú að hún er einfaldlega hættuleg. Við erum farin að tala um veikindi starfsfólks eins og þau séu rekstrarbrestur. Eins og fólk sé vandamálið. Sú nálgun á heima í einkarekstri þar sem markmiðið er arðsemi. Hún á ekki heima í hinu opinbera. Hið opinbera er ekki fyrirtæki. Það er samfélag. Starfsmenn þess eru ekki „aðrir“. Þeir eru íbúar. Þeir greiða í sameiginlega sjóði, ala hér upp börn, sinna þjónustu og bera kerfið uppi. Samband okkar við þá er ekki hefðbundið vinnusamband — heldur samfélagslegur sáttmáli. Við vitum öll hvar mörkin liggja þegar kemur að veikindum barna. Enginn sest niður og reiknar út hvað það „kostar“ að lækna barn með krabbamein. Ég veit það af eigin reynslu. Þegar dóttir mín, Ólavía, veiktist af alvarlegu krabbameini – tvisvar með stuttu millibili – var engin umræða um kostnað í þeim skilningi. Þar ríkti algjör samstaða: við hjálpum. Punktur. Ég hef enga hugmynd um hversu miklu hefur verið varið í hennar meðferð síðustu ár. Það hleypur eflaust á hundruðum milljóna, ef ekki meira. En það skiptir einfaldlega engu máli. Í slíkum aðstæðum skipta krónur engu. Staðreyndin er sú að ef meðferð hennar hefði verið metin út frá kostnaði, þá er ég fullviss um að hún væri ekki hér í dag. Þessi hugsun er ekki tilviljun. Hún er meðvituð ákvörðun samfélagsins um að mannlegt líf og heilsa séu ekki mæld í krónum. Sú ákvörðun gildir líka um fullorðna. Hún gildir líka um starfsfólk. Þegar veikindatölur eru háar er það tilefni til að spyrja spurninga — en rangar spurningar leiða til rangra lausna. Ef við spyrjum aðeins „hvað kostar þetta?“ fáum við aðeins svar í bókhaldi. Ef við spyrjum hins vegar „hvað er að í kerfinu?“ fáum við tækifæri til raunverulegra umbóta. Veikindi eru oft einkenni. Einkenni álags, skorts á stuðningi, ósveigjanlegra kerfa og menningar sem gerir kröfur án þess að hlúa. Ábyrgð kjörinna fulltrúa nær ekki bara til þeirra sem fá þjónustu. Hún nær líka til þeirra sem veita hana. Ef við gleymum því erum við ekki að verja samfélagið — við erum að veikja það. Kannski er kominn tími til að hætta að telja veikindadaga.Og byrja að telja ábyrgðina rétt. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar og frjálsra á Akranesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið lögð mikil áhersla á að draga fram kostnað vegna veikinda starfsmanna í hinu opinbera. Tölur eru bornar fram af þunga og notaðar sem rök fyrir því að eitthvað sé „að“ í kerfinu. Sem bæjarfulltrúi hef ég sjálf tekið þátt í þeirri gagnrýni. Það er hluti af ábyrgð kjörinna fulltrúa að fylgjast með rekstri og spyrja gagnrýninna spurninga. Á sama tíma og þessi umræða er orðin of einföld, þá er staðreyndin sú að hún er einfaldlega hættuleg. Við erum farin að tala um veikindi starfsfólks eins og þau séu rekstrarbrestur. Eins og fólk sé vandamálið. Sú nálgun á heima í einkarekstri þar sem markmiðið er arðsemi. Hún á ekki heima í hinu opinbera. Hið opinbera er ekki fyrirtæki. Það er samfélag. Starfsmenn þess eru ekki „aðrir“. Þeir eru íbúar. Þeir greiða í sameiginlega sjóði, ala hér upp börn, sinna þjónustu og bera kerfið uppi. Samband okkar við þá er ekki hefðbundið vinnusamband — heldur samfélagslegur sáttmáli. Við vitum öll hvar mörkin liggja þegar kemur að veikindum barna. Enginn sest niður og reiknar út hvað það „kostar“ að lækna barn með krabbamein. Ég veit það af eigin reynslu. Þegar dóttir mín, Ólavía, veiktist af alvarlegu krabbameini – tvisvar með stuttu millibili – var engin umræða um kostnað í þeim skilningi. Þar ríkti algjör samstaða: við hjálpum. Punktur. Ég hef enga hugmynd um hversu miklu hefur verið varið í hennar meðferð síðustu ár. Það hleypur eflaust á hundruðum milljóna, ef ekki meira. En það skiptir einfaldlega engu máli. Í slíkum aðstæðum skipta krónur engu. Staðreyndin er sú að ef meðferð hennar hefði verið metin út frá kostnaði, þá er ég fullviss um að hún væri ekki hér í dag. Þessi hugsun er ekki tilviljun. Hún er meðvituð ákvörðun samfélagsins um að mannlegt líf og heilsa séu ekki mæld í krónum. Sú ákvörðun gildir líka um fullorðna. Hún gildir líka um starfsfólk. Þegar veikindatölur eru háar er það tilefni til að spyrja spurninga — en rangar spurningar leiða til rangra lausna. Ef við spyrjum aðeins „hvað kostar þetta?“ fáum við aðeins svar í bókhaldi. Ef við spyrjum hins vegar „hvað er að í kerfinu?“ fáum við tækifæri til raunverulegra umbóta. Veikindi eru oft einkenni. Einkenni álags, skorts á stuðningi, ósveigjanlegra kerfa og menningar sem gerir kröfur án þess að hlúa. Ábyrgð kjörinna fulltrúa nær ekki bara til þeirra sem fá þjónustu. Hún nær líka til þeirra sem veita hana. Ef við gleymum því erum við ekki að verja samfélagið — við erum að veikja það. Kannski er kominn tími til að hætta að telja veikindadaga.Og byrja að telja ábyrgðina rétt. Höfundur er bæjarfulltrúi Framsóknar og frjálsra á Akranesi.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun