Innlent

Höfðu af­skipti af „trylltum“ manni og ofur­ölvi út­lendingi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Alls voru 54 mál skráð í kerfi lögreglunnar í nótt.
Alls voru 54 mál skráð í kerfi lögreglunnar í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og nótt og fjarlægði meðal annars „trylltan“ mann úr húsnæði félagasamtaka. Þá var ofurölvi útlendingur vistaður í fangaklefa þar sem hann gat ekki gert grein fyrir sér, „hvað þá sýslað með eigin hagsmuni“.

Frá þessu er greint í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar.

Ein tilkynning barst um líkamsárás og þá leituðu þrír á slysadeild eftir að bifreið var ekið í gegnum grindverk. Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í fyrirtæki, þjófnað í verslun og manni í annarlegu ástandi vísað úr ruslageymslu og komið í skjól. 

Nokkrir voru stöðvaðir í umferðinni, meðal annars ökumaður sem ók á 90 km/klst þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Þrír voru stöðvaðir sem reyndust ekki með ökuréttindi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×