Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar 29. janúar 2026 08:30 Danmörk hefur á undanförnum árum orðið eitt fremsta fyrirmyndarríki heims í loftslagsmálum. Landið hefur ekki aðeins sett sér metnaðarfull markmið í tengslum við Parísarsamkomulagið heldur jafnframt sýnt í verki að draga megi verulega úr losun án þess að grafa undan efnahagslegri velferð eða lífsgæðum. Á sama tíma hefur Ísland, þrátt fyrir græna orku, ekki náð að snúa þróun losunar við. Danmörk stefnir að 70% samdrætti í losun fyrir árið 2030 miðað við 1990 og kolefnishlutleysi eigi síðar en 2050. Yfirlýst markmið er að ná nettó-núlli um 2045 sem felur í sér að losun gróðurhúsalofttegunda er dregin svo mikið saman að það sem eftir stendur er jafnað með bindingu í náttúru eða með tæknilausnum. Samkvæmt gögnum frá Eurostat og dönskum stjórnvöldum hefur heildarlosun Danmerkur þegar dregist saman um um 46% frá 1990, sem setur landið meðal þeirra iðnvæddu ríkja sem náð hafa mestum raunverulegum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Samdráttur í losun samhliða hagvexti Það sem gerir árangur Dana sérstaklega athyglisverðan er að losun hefur dregist saman samhliða hagvexti. Danmörk hefur þannig sýnt fram á að mögulegt sé að rjúfa tengsl efnahagsvaxtar og aukinnar losunar. Þetta hefur verið gert með markvissum aðgerðum, meðal annars með hraðri uppbyggingu vindorku, aukinni orkunýtni í byggingum og iðnaði, rafvæðingu samgangna, kolefnisgjöldum á samgöngur og skipulagi borga sem dregur úr bílaþörf. Loftslags- og orkuskiptastefna Dana hefur jafnframt haft veruleg áhrif á atvinnusköpun, þar sem uppbygging vindorku og tengdra greina hefur skapað þúsundir starfa í hönnun, framleiðslu, uppsetningu, viðhaldi og útflutningi orkulausna og gert loftslagsaðgerðir að virkum hluta efnahagsstefnu landsins. Umbreyting landbúnaðar og landnotkunar Mikilvægur þáttur í loftslagsstefnu Dana snýr að umbreytingu landbúnaðar og landnotkunar. Þar hefur verið viðurkennt að losun frá losunarþungum búskaparháttum og framræstu votlendi standi í vegi fyrir langtímamarkmiðum. Samanlagt er losun frá landbúnaði og framræstu votlendi einn stærsti losunarþáttur Danmerkur, stærri en losun frá samgöngum og sambærileg við orkukerfið. Í stað þess að reyna að bæta við núverandi kerfi hafa stjórnvöld sett af stað markvissar áætlanir til að umbreyta kerfinu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar sem það er hægt er framræst land tekið úr hefðbundinni ræktun, votlendi endurheimt og bændum boðin fjárhagsleg úrræði til að breyta landnotkun og framleiðsluháttum, meðal annars með því að færa sig yfir í starfsemi og framleiðslu með mun lægra kolefnisspor. Breytt mataræði og frumkvæði atvinnulífsins Samhliða þessari umbreytingu hefur orðið skýr þróun í átt að jurtaríkari fæðuframleiðslu og neyslu. Kjötneysla á mann í Danmörku hefur dregist saman um 10-15% á síðasta áratug, einkum neysla nautakjöts, á meðan neysla grænmetis og jurtaafurða hefur aukist. Þetta endurspeglast í mælanlegum og örum vexti plöntubundinna matvæla. Samkvæmt Good Food Institute Europe jókst sala slíkra matvæla í dönskum smásöluverslunum um 17% á árunum 2020-2022. Stórir danskir matvælaframleiðendur hafa brugðist við þessari þróun af eigin frumkvæði. Fyrirtæki á borð við Danish Crown og Arla Foods hafa skilgreint plöntubundnar afurðir sem vaxandi hluta framtíðarstefnu sinnar, á meðan Naturli’ hefur orðið eitt þekktasta vörumerki landsins á sviði grænkerafæðis. Fyrirtækið er oft nefnt í opinberum skýrslum sem dæmi um árangur nýrrar fæðustefnu. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda er jafnframt lögð áherslu á að stuðningur við framleiðslu á matvörum með lítið kolefnisspor nái ekki aðeins til innanlandsmarkaðar, heldur einnig að styrkja útflutning þessara vöruflokka með það að markmiði að stækka markaðinn og skapa atvinnu og verðmæti í matvælageiranum. Hvernig náðu Danir þessum árangri? Árangur Dana byggir á samspili margra lykilþátta. Stuðningur við vöruþróun og nýsköpun var innbyggður í loftslagsaðgerðir frá upphafi. Skýr, lögfest markmið sköpuðu fyrirsjáanleika, á sama tíma og opinberir styrkir, lán og innkaup voru nýtt til að hraða þróun og innleiðingu nýrra lausna. Í gegnum sjóði á borð við Innovation Fund Denmark og orkukerfisverkefni á vegum Energy Technology Development and Demonstration Programme fengu fyrirtæki tækifæri til að prófa og skala lausnir í raunverulegu umhverfi. Þannig varð loftslagsumbreytingin drifkraftur nýsköpunar, atvinnusköpunar og útflutnings. Olía ekki hluti af framtíðinni Í samræmi við loftslagsmarkmið sín hefur Danmörk tekið þá afdráttarlausu ákvörðun að hætta alfarið útgáfu nýrra leyfa til olíu- og gasleitar, banna frekari leit og stækkun vinnslusvæða og ljúka allri vinnslu í Norðursjó eigi síðar en árið 2050. Sú ákvörðun byggir á einfaldri niðurstöðu: að það sé ósamrýmanlegt markmiðum um kolefnishlutleysi að fjárfesta í nýrri jarðefnaeldsneytisvinnslu. Á sama tíma er Ísland enn að gæla við hugmyndir um olíuleit og framtíðartekjur af jarðefnaeldsneyti, þrátt fyrir yfirlýstan metnað í loftslagsmálum. Þessi andstæða afhjúpar muninn á stefnu sem er tekin alvarlega og stefnu sem skilur eftir áframhaldandi von um gróða af vandamálinu sem hún segist ætla að leysa. Skýr niðurstaða – og óþægilegur samanburður við Ísland Með því að hafa þegar dregið úr losun um nær 46% frá 1990 og stefna að kolefnishlutleysi 2050 sýnir Danmörk að markmið Parísarsamkomulagsins eru framkvæmanleg. Í hreinum tölum jafngildir þetta tugmilljónum tonna CO₂-ígilda í samdrætti, á meðan heildarlosun Íslands stendur í stað eða hefur aukist. Þrátt fyrir yfirlýstan metnað var heildarlosun Íslands 6-7% meiri árið 2023 en 1990. Losun á mann á Íslandi (með landnotkun) er 17-20 tonn CO₂-ígilda á ári, samanborið við 7-8 tonn í Danmörku. Munurinn endurspeglar ólíka nálgun: þar sem Danmörk hefur ráðist í kerfisbundnar breytingar hefur Ísland að stórum hluta treyst á tæknilega hagræðingu, undanþágur og framtíðarvonir. Reynslan frá Danmörku sýnir að loftslagsárangur ræðst ekki af yfirlýsingum eða náttúrulegum kostum einum saman heldur af pólitískri forgangsröðun og framkvæmd. Ráðamenn þurfa að taka hendur úr vösum Sameiginlegt einkenni þeirra ríkja sem hafa náð raunverulegum árangri í loftslagsmálum er að þau hafa gert markmiðin bindandi, sett upp sjálfstætt eftirlit, fjárfest opinberlega í lausnum og tekið pólitískar ákvarðanir sem samræmast yfirlýstum markmiðum. Þar sem þessi atriði vantar verður loftslagsstefna að yfirlýsingu fremur en framkvæmdaáætlun. Höfundur er í loftslagshópnum París 1,5 sem berst fyrir því að Ísland leggi sitt af mörkum til að leysa loftslagsvandann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyþór Eðvarðsson Loftslagsmál Mest lesið Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Sjá meira
Danmörk hefur á undanförnum árum orðið eitt fremsta fyrirmyndarríki heims í loftslagsmálum. Landið hefur ekki aðeins sett sér metnaðarfull markmið í tengslum við Parísarsamkomulagið heldur jafnframt sýnt í verki að draga megi verulega úr losun án þess að grafa undan efnahagslegri velferð eða lífsgæðum. Á sama tíma hefur Ísland, þrátt fyrir græna orku, ekki náð að snúa þróun losunar við. Danmörk stefnir að 70% samdrætti í losun fyrir árið 2030 miðað við 1990 og kolefnishlutleysi eigi síðar en 2050. Yfirlýst markmið er að ná nettó-núlli um 2045 sem felur í sér að losun gróðurhúsalofttegunda er dregin svo mikið saman að það sem eftir stendur er jafnað með bindingu í náttúru eða með tæknilausnum. Samkvæmt gögnum frá Eurostat og dönskum stjórnvöldum hefur heildarlosun Danmerkur þegar dregist saman um um 46% frá 1990, sem setur landið meðal þeirra iðnvæddu ríkja sem náð hafa mestum raunverulegum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Samdráttur í losun samhliða hagvexti Það sem gerir árangur Dana sérstaklega athyglisverðan er að losun hefur dregist saman samhliða hagvexti. Danmörk hefur þannig sýnt fram á að mögulegt sé að rjúfa tengsl efnahagsvaxtar og aukinnar losunar. Þetta hefur verið gert með markvissum aðgerðum, meðal annars með hraðri uppbyggingu vindorku, aukinni orkunýtni í byggingum og iðnaði, rafvæðingu samgangna, kolefnisgjöldum á samgöngur og skipulagi borga sem dregur úr bílaþörf. Loftslags- og orkuskiptastefna Dana hefur jafnframt haft veruleg áhrif á atvinnusköpun, þar sem uppbygging vindorku og tengdra greina hefur skapað þúsundir starfa í hönnun, framleiðslu, uppsetningu, viðhaldi og útflutningi orkulausna og gert loftslagsaðgerðir að virkum hluta efnahagsstefnu landsins. Umbreyting landbúnaðar og landnotkunar Mikilvægur þáttur í loftslagsstefnu Dana snýr að umbreytingu landbúnaðar og landnotkunar. Þar hefur verið viðurkennt að losun frá losunarþungum búskaparháttum og framræstu votlendi standi í vegi fyrir langtímamarkmiðum. Samanlagt er losun frá landbúnaði og framræstu votlendi einn stærsti losunarþáttur Danmerkur, stærri en losun frá samgöngum og sambærileg við orkukerfið. Í stað þess að reyna að bæta við núverandi kerfi hafa stjórnvöld sett af stað markvissar áætlanir til að umbreyta kerfinu til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þar sem það er hægt er framræst land tekið úr hefðbundinni ræktun, votlendi endurheimt og bændum boðin fjárhagsleg úrræði til að breyta landnotkun og framleiðsluháttum, meðal annars með því að færa sig yfir í starfsemi og framleiðslu með mun lægra kolefnisspor. Breytt mataræði og frumkvæði atvinnulífsins Samhliða þessari umbreytingu hefur orðið skýr þróun í átt að jurtaríkari fæðuframleiðslu og neyslu. Kjötneysla á mann í Danmörku hefur dregist saman um 10-15% á síðasta áratug, einkum neysla nautakjöts, á meðan neysla grænmetis og jurtaafurða hefur aukist. Þetta endurspeglast í mælanlegum og örum vexti plöntubundinna matvæla. Samkvæmt Good Food Institute Europe jókst sala slíkra matvæla í dönskum smásöluverslunum um 17% á árunum 2020-2022. Stórir danskir matvælaframleiðendur hafa brugðist við þessari þróun af eigin frumkvæði. Fyrirtæki á borð við Danish Crown og Arla Foods hafa skilgreint plöntubundnar afurðir sem vaxandi hluta framtíðarstefnu sinnar, á meðan Naturli’ hefur orðið eitt þekktasta vörumerki landsins á sviði grænkerafæðis. Fyrirtækið er oft nefnt í opinberum skýrslum sem dæmi um árangur nýrrar fæðustefnu. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda er jafnframt lögð áherslu á að stuðningur við framleiðslu á matvörum með lítið kolefnisspor nái ekki aðeins til innanlandsmarkaðar, heldur einnig að styrkja útflutning þessara vöruflokka með það að markmiði að stækka markaðinn og skapa atvinnu og verðmæti í matvælageiranum. Hvernig náðu Danir þessum árangri? Árangur Dana byggir á samspili margra lykilþátta. Stuðningur við vöruþróun og nýsköpun var innbyggður í loftslagsaðgerðir frá upphafi. Skýr, lögfest markmið sköpuðu fyrirsjáanleika, á sama tíma og opinberir styrkir, lán og innkaup voru nýtt til að hraða þróun og innleiðingu nýrra lausna. Í gegnum sjóði á borð við Innovation Fund Denmark og orkukerfisverkefni á vegum Energy Technology Development and Demonstration Programme fengu fyrirtæki tækifæri til að prófa og skala lausnir í raunverulegu umhverfi. Þannig varð loftslagsumbreytingin drifkraftur nýsköpunar, atvinnusköpunar og útflutnings. Olía ekki hluti af framtíðinni Í samræmi við loftslagsmarkmið sín hefur Danmörk tekið þá afdráttarlausu ákvörðun að hætta alfarið útgáfu nýrra leyfa til olíu- og gasleitar, banna frekari leit og stækkun vinnslusvæða og ljúka allri vinnslu í Norðursjó eigi síðar en árið 2050. Sú ákvörðun byggir á einfaldri niðurstöðu: að það sé ósamrýmanlegt markmiðum um kolefnishlutleysi að fjárfesta í nýrri jarðefnaeldsneytisvinnslu. Á sama tíma er Ísland enn að gæla við hugmyndir um olíuleit og framtíðartekjur af jarðefnaeldsneyti, þrátt fyrir yfirlýstan metnað í loftslagsmálum. Þessi andstæða afhjúpar muninn á stefnu sem er tekin alvarlega og stefnu sem skilur eftir áframhaldandi von um gróða af vandamálinu sem hún segist ætla að leysa. Skýr niðurstaða – og óþægilegur samanburður við Ísland Með því að hafa þegar dregið úr losun um nær 46% frá 1990 og stefna að kolefnishlutleysi 2050 sýnir Danmörk að markmið Parísarsamkomulagsins eru framkvæmanleg. Í hreinum tölum jafngildir þetta tugmilljónum tonna CO₂-ígilda í samdrætti, á meðan heildarlosun Íslands stendur í stað eða hefur aukist. Þrátt fyrir yfirlýstan metnað var heildarlosun Íslands 6-7% meiri árið 2023 en 1990. Losun á mann á Íslandi (með landnotkun) er 17-20 tonn CO₂-ígilda á ári, samanborið við 7-8 tonn í Danmörku. Munurinn endurspeglar ólíka nálgun: þar sem Danmörk hefur ráðist í kerfisbundnar breytingar hefur Ísland að stórum hluta treyst á tæknilega hagræðingu, undanþágur og framtíðarvonir. Reynslan frá Danmörku sýnir að loftslagsárangur ræðst ekki af yfirlýsingum eða náttúrulegum kostum einum saman heldur af pólitískri forgangsröðun og framkvæmd. Ráðamenn þurfa að taka hendur úr vösum Sameiginlegt einkenni þeirra ríkja sem hafa náð raunverulegum árangri í loftslagsmálum er að þau hafa gert markmiðin bindandi, sett upp sjálfstætt eftirlit, fjárfest opinberlega í lausnum og tekið pólitískar ákvarðanir sem samræmast yfirlýstum markmiðum. Þar sem þessi atriði vantar verður loftslagsstefna að yfirlýsingu fremur en framkvæmdaáætlun. Höfundur er í loftslagshópnum París 1,5 sem berst fyrir því að Ísland leggi sitt af mörkum til að leysa loftslagsvandann.
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar