Stýrir fyrsta leik gegn bróður sínum
Magnús Már Einarsson mun stýra fyrsta leik Aftureldingar í efstu deild á morgun. Verkefnið er ærið gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks en þar stendur bróðir hans Anton Ari á milli stanganna. Móðir þeirra mun fylgjast spennt með úr stúkunni.