Segir þéttingarstefnuna ekki hafa slegið í gegn
Húsnæðismálaráðherra segir þéttingarstefnuna, sem rekin hefur verið hér á landi, ekki hafa slegið í gegn. Hún segir að skoða þurfi greiðslumatskerfi vegna íbúðalánakaupa, lánveitendur fái belti, axlabönd og björgunarbát á meðan öll áhættan sé á lántakendum.