Lést eftir að hafa fallið í Vestari Jökulsá

Erlendur ferðamaður sem féll í Vestari Jökulsá í Skagafirði fyrr í dag er látinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hann við flúðasiglingar þegar slysið varð. Tilkynning barst Neyðarlínunni upp úr hádegi í dag, um að maður hefði fallið í ána. Lögregla, læknir, sjúkralið og björgunarsveitir fóru á vettvang, auk þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar.

19
00:35

Vinsælt í flokknum Fréttir