Reru frá Nauthólsvík yfir að Bessastöðum

Nemendur á Menntavísindasviði Háskóla Íslands tóku sig til í dag og reru frá Nauthólsvík yfir að Bessastöðum. Ferðin var liður í námskeiði um staðartengda útimenntun, þar sem áhersla er lögð á menntunargildi þess að læra utandyra. Hópurinn reri meðfram strandlegjunni við Bessastaði, og hafði meðal annars viðkomu í Gálgahrauni í Garðabæ.

55
01:07

Vinsælt í flokknum Fréttir