Ísland í dag - Eva byggði útibar og útieldhús. Setti palla á allan garðinn!

Útieldhús hafa þvílíkt verið að slá í gegn að undanförnu. Og í ævintýralegum garði í Hafnarfirði hefur einn flottasti garðahönnuður landsins Eva Ósk Guðmundsdóttir hannað og smíðað bæði bar og eldhús sem er eins og eyja og algjört augnakonfekt. Svo hefur eiginmaður hennar Valgarður Guðmundsson með hennar aðstoð smíðað palla yfir meira og minna allan garðinn á mismunandi hæðum og gefur það alveg ævintýralega upplifun í garðinum. Og Eva hefur einnig hannað grjót og hraun blómabeð sem eru einstaklega falleg á pöllunum. En Eva sló alveg í gegn síðasta sumar þegar hún sýndi okkur útieldhús sem hún smíðaði sjálf uppi í sumarbústaðnum þeirra. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og fékk sér drykk og mat úti á barnum og skoðaði þessa flottu hönnun hjá Evu.

26169
13:06

Vinsælt í flokknum Ísland í dag