Okkar eigið Ísland - Heimaklettur
Í þessum þætti er Garpur I. Elísabetarson staddur í Vestmannaeyjum og gekk upp á Heimaklett ásamt dóttur sinni Kamillu og frænku þeirra Lillý. Heimaklettur er hæsta fjall í Vestmannaeyjum, 283 metra yfir sjávarmáli. Þaðan er útsýnið afbragðsgott en leiðin upp er talsvert brött.