Nýr fánadagur sýnir hlýhug Grænlendinga
Þjóðhátíðardagur Íslendinga, sautjándi júní, er orðinn opinber fánadagur á Grænlandi, samkvæmt nýjum fánalögum sem tóku gildi í síðasta mánuði. Ræðismaður Íslands í Nuuk segir þetta sýna í verki þann hlýhug sem Grænlendingar beri til Íslendinga.