Þorsteinn J & gestir: Þola Svíar ekki Guðmund þjálfara?

Það var nóg um að vera í HM handboltaþættinum Þorsteinn J & gestir á Stöð 2 sport í kvöld þrátt fyrir að Íslendingar ættu frídag. Handboltasérfræðingarnir Guðjón Guðmundsson og Geir Sveinsson fór yfir „sálfræðistríðið“ sem nú stendur yfir fyrir leikinn gegn Noregi á morgun. Guðjón bent m.a. á það að þeir sem kæmu úr innsta kjarna „gullaldarliðs“ Svía væru á móti Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara. Þeir telja að Guðmundur hafi bolað Ola Lindgren úr þjálfara starfinu hjá Rhein Neckar Löwen. Robert Hedin þjálfari norska landsliðsins er Svíi og lék lengi með Lindgren í sænska landsliðinu en Lindgren er þjálfari sænska landsliðsnis ásamt Staffan „Faxa“ Olson.

15341
08:18

Vinsælt í flokknum Handbolti