Tillögur Vilhjálms Birgissonar um afnám verðtryggingar
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og meðlimur í starfshópi um afnám verðtryggingar skilaði séráliti þegar sérfræðingahópurinn kynnti niðurstöður sínar í dag. Vilhjálmur leggur áherslu á að komið verði böndum á verðtryggingu eldri lána en meirihlutinn lagði aðeins til að verðtrygging verði afnumin af nýjum lánum. Vísir ræddi við Vilhjálm um hans tillögur.