Loks búið að boða formlega til kosninga Formlega hefur verið boðað til Alþingiskosninga laugardaginn 25. september. Þetta er staðfest með forsetabréfi Guðna Th. Jóhannessonar um þingrof og almennar kosningar sem birt var á vef Stjórnartíðinda í dag. Innlent 12. ágúst 2021 16:13
Sterkara heilbrigðiskerfi Það er hægt að nota ýmsar aðferðir til þess að meta gæði heilbrigðiskerfa og uppbyggingu þeirra, og bera þau saman við heilbrigðiskerfi annarra landa. Þar má til dæmis nefna mælikvarða um heilsu landsmanna, fjármögnun og hvernig heilbrigðiskerfum landa hefur tekist að bregðast við heimsfaraldri Covid-19. Skoðun 12. ágúst 2021 14:30
Segir ósamræmi í stefnu ríkisstjórnar og menntamálaráðherra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og nefndarmaður í allsherjar- og menntmálanefnd þingsins, er gagnrýnin á Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, vegna óljósra skilaboða um hvernig skólahaldi verður háttað í haust. Innlent 10. ágúst 2021 22:03
Gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir svifasein viðbrögð við skýrslu um loftslagsmál Þingmaður stjórnarandstöðunnar gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir svifasein viðbrögð við skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og spyr hvort gripið verði til aðgerða. Innlent 10. ágúst 2021 20:30
Vill rjúfa þing á fimmtudag Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun leggja til við forseta Íslands að þing verði rofið fimmtudaginn 12. ágúst. Alþingiskosningar fara fram 25. september næstkomandi. Innlent 10. ágúst 2021 16:58
Stjórnar pólitískum umræðuþætti sem sitjandi þingmaður Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið fenginn til að halda utan um pólitíska umræðuþætti á sjónvarpsstöð Hringbrautar fram að næstu alþingiskosningum 25. september. Páll er auðvitað áfram sitjandi þingmaður þangað til nýtt þing tekur við og mun því stýra þættinum sem slíkur. Innlent 9. ágúst 2021 11:22
Kallar eftir samtali við börn um bólusetningar Varaformaður þingflokks Pírata telur rétt að ræða við börn um vilja þeirra áður en mögulega verður byrjað að bólusetja 12-15 ára unglinga gegn kórónuveirunni. Það sé á ábyrgð menntamálaráðherra og stjórnvalda að hefja það samtal. Innlent 5. ágúst 2021 20:54
„Kannski eru þjóðþing ekki rétti aðilinn til að setja kosningalög“ Frá Alþingiskosningum 2013 hefur það verið þannig að jöfnunarþingsæti hafa sett fylgi flokka úr jafnvægi við fjölda Alþingismanna sem hver flokkur fær á þingi og hefur þá einn flokkur fengið einum manni um of inn á þing miðað við fylgi á landsvísu. Innlent 5. ágúst 2021 08:28
Inga Sæland krefst þess að Alþingi komi saman vegna faraldursins Inga Sæland formaður Flokks fólksins krefst þess að Alþingi verði þegar kallað saman vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í kórónuveirufaraldrinum. Neyðarástand ríki í samfélaginu og styrkja þurfi sóttvarnaráðstafanir og heilbrigðiskerfið. Innlent 29. júlí 2021 12:08
Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. Innlent 28. júlí 2021 18:31
Vill upplýsingar beint af kúnni Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, hefur farið fram á það að nefndin komi saman í miðju sumarfríi þingmanna til að fara yfir stöðu mála í nýrri bylgju faraldursins. Hún segir mikilvægt að nefndarmenn fái tækifæri til að bera spurningar undir helstu sérfræðinga landsins. Innlent 28. júlí 2021 15:23
Fjóla Hrund leiðir lista Miðflokksins í Reykjavík suður Framboðslisti Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður var samþykktur á félagsfundi kjördæmisins í kvöld, 26. júlí. Listinn var samþykktur með 74 prósentum greiddra atkvæða en Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins, leiðir listann. Innlent 26. júlí 2021 22:34
Vilja skýra sýn um framhald aðgerða Stjórnarandstaðan gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir stefnuleysi í sóttvarnaaðgerðum og vill fá skýrari sýn. Margir segjast hafa komið fram efasemdum um rýmkun reglna á landamærum þann 1. júlí. Innlent 26. júlí 2021 19:01
Miðflokkurinn vill gera sig kvenlegri Unnið er að því að laga ásýnd Miðflokksins í átt að auknu jafnræði kynjanna. Annað kvöld mun liggja fyrir hvort Karl Gauti Hjaltason leiði listann í Suðvesturkjördæmi. Innlent 26. júlí 2021 15:48
Þorsteinn segir niðurstöðuna engan dóm yfir pólitískum ferli sínum Þorsteinn Sæmundsson mun ekki fá sæti á lista Miðflokksins fyrir komandi Alþingiskosningar, eftir ráðgefandi oddvitakjör flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann segir það engan dóm yfir pólitískum ferli sínum en viðurkennir að hann sé keppnismaður og sé ósáttur að því leyti að hann eigi nóg inni. Innlent 25. júlí 2021 13:25
Ráðherra birti allt í einu stöðuuppfærslu um vegamál Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra var rétt í þessu að birta færslu á Facebook um að samningar hefðu náðst um vegalagningu um Teigskóg. Innlent 23. júlí 2021 18:16
Segir viðbrögð ríkisstjórnarinnar fyrir neðan allar hellur Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar hefur sett fram harða gagnrýni á ríkisstjórnina vegna viðbragða hennar, eða öllu heldur meints sofandaháttar, við minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis. Innlent 23. júlí 2021 17:00
Ríkisstjórnin hangir á galla kosningakerfisins Píratar og Samfylking missa þingmann vegna ójöfnuðar kosningakerfisins. Framsóknar og Sjálfstæðisflokkur hagnast á kjördæmakerfinu sem því nemur. Innlent 23. júlí 2021 13:54
Mánaðarlaun þingmanna komin upp í tæplega 1,3 milljón króna Laun þingmanna hækka enn og hafa hækkað um 16,7 prósent frá árinu 2016 en þá höfðu þau verið hækkuð til mikilla muna eða um 44,3 prósent í einni svipan. Innlent 23. júlí 2021 13:18
Jafnasta kynjahlutfallið er hjá kjósendum Miðflokks og Pírata Kynjahlutföll kjósenda Miðflokks og Pírata eru nánast jöfn. Mestu munar hjá Vinstri grænum en fjórar konur kjósa flokkinn fyrir hvern karlmann. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem MMR gerði í samstarfi við Morgunblaðið. Innlent 20. júlí 2021 06:54
Þórunn gerðist kaupakona í sveit og giftist bóndanum Þórunn Egilsdóttir alþingismaður, sem lést síðastliðið föstudagskvöld, lýsti því á Stöð 2 fyrir níu árum hvernig það kom til að Reykjavíkurstúlka gerðist sauðfjárbóndi á afskekktum sveitabæ hinumegin á landinu. Lífið 13. júlí 2021 14:12
Þórunn Egilsdóttir er látin Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er látin eftir baráttu við brjóstakrabbamein. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akureyri í gærkvöldi. Innlent 10. júlí 2021 14:09
Skora á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Assange Hópur þingmanna úr fimm flokkum sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem skorað er á Bandaríkjastjórn að fella niður ákæru á hendur Julian Assange, stofnanda WikiLeaks. Hann situr nú í bresku fangelsi og á yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum, verði hann framseldur. Innlent 9. júlí 2021 12:01
Fjórði orkupakkinn, grænir skattar og kyn ofarlega í huga Sigmundar Davíðs Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og alþingismaður, lét hendur standa fram úr ermum í gær en hann lagði fram sautján skriflegar fyrirspurnir til ráðherra. Fyrirspurnirnar eru margvíslegar, þar á meðal hvað forsætisráðherra telji mörg kyn vera til, hvort fjórði orkupakki Evrópusambandsins liggi fyrir og svo fram eftir götunum. Innlent 7. júlí 2021 11:28
„Þetta er nú meiri ræfildómurinn“ Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, vandar ríkisstjórninni ekki kveðjurnar í stöðuuppfærslu sem hún birti á Facebook í gærkvöldi. Innlent 7. júlí 2021 09:20
Hrópaði að Bjarna í þingsal: „Þetta var nú bara í hita leiksins“ Fyrsti varaforseti Alþingis var í dag truflaður í miðri kynningu sinni á næsta þingmanni í pontu með hrópum Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, sem hafði þá nýlokið svari sínu við óundirbúinni fyrirspurn. Innlent 6. júlí 2021 16:08
Braga og Gunnars minnst á Alþingi Þingmenn minntust tveggja látinna þingmanna – þeirra Braga Níelssonar og Gunnars Birgissonar – þegar þing kom saman klukkan 11 í morgun. Bragi lést 13. júní síðastliðinn og Gunnar 14. júní. Innlent 6. júlí 2021 14:05