Evrópusambandsdraugurinn Ingibjörg Isaksen skrifar 4. mars 2023 08:31 Nú þegar gefur á bátinn í hagkerfum heimsins og verðbólga hefur farið vaxandi hefur gamall draugur verið dregin út úr skápnum. Aftur er komin í gang sama orðræða og í kjölfarið á hruninu þar sem innganga í Evrópusambandið átti að leysa öll okkar vandamál og er þá litið á evruna sem galdratæki sem bjargað geti öllum okkar vandræðum í eitt skipti fyrir öll. Evrópusambandið er annað, stærra og meira en bara upptaka á evru, auk þess sem innganga í sambandið er ekki lausn undan verðbólgu. Það má best sjá með því að líta til annarra landa innan Evrópusambandsins sem tekið hafa upp evruna og eru þrátt fyrir það að glíma jafnvel við enn hærri verðbólgu en við hér á landi. Nýjar verðbólgutölur í Frakklandi og Spáni gefa einnig til kynna að verðbólga á evrusvæðinu verði viðvarandi. Við, líkt og önnur lönd í Evrópu erum að glíma við afleiðingar af heimsfaraldri sem og innrás Rússa í Úkraínu. Þá hefur evran verið háð verulegum sveiflum undanfarin ár, þar sem sum aðildarríki ESB glíma við miklar skuldir og lítinn hagvöxt. Í stað þess að hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf gæti innganga í Evrópusambandið og upptaka evru haft neikvæðar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf sem hefur verið nokkuð stöðugt undanfarin ár. EES samningurinn tryggir okkur góða stöðu Ísland, Noregur og Sviss sem öll standa utan Evrópusambandsins eru á meðal þeirra landa sem teljast hafa hve best lífskjör í veröldinni. Ísland nýtur í dag verulegs ávinnings á því að vera aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA). Þessir samningar gera Íslandi kleift að taka þátt í innri markaði ESB og njóta góðs af frjálsum viðskiptum við ESB-ríkin. Fyrir vikið hefur Ísland aðgang að stærsta markaði heims án þess að þurfa að hlíta ströngum reglum og stefnum ESB. Þetta fyrirkomulag hefur verið hagstætt fyrir íslenskt efnahagslíf þar sem það tryggir frjálst flæði vöru og þjónustu milli Íslands og ESB-ríkja. EES samningurinn hefur skapað sterkt og stöðugt viðskiptasamband milli ESB og EES-EFTA- ríkjanna sem veitir gagnkvæman ávinning og tækifæri til vaxtar og þróunar. Auk þess hefur EES samningurinn skapað stöðugan ramman utan um pólitískt og efnahagslegt samstarf milli ESB-ríkjanna og EES- EFTA-ríkjanna. Þessu samningur hefur skapað vettvang sem gerir löndunum kleift að vinna saman að mikilvægum málum líkt og matvælaöryggi , rannsóknum og nýsköpun, fjármálastarfsemi og upplýsingatækni. Erum við tilbúin að fórna sjálfstæði okkar? Staðreyndin er sú að með inngöngu í Evrópusambandið yrði Ísland að undirgangast löggjöf ESB sem gætu takmarkað sjálfstæði Íslands í ákveðnum málaflokkum. Við myndum tapa sjálfstæði yfir auðlindum landsins og stjórn sjávarútvegs sem er verulegur hluti af efnahagslífi landsins þar sem ESB hefur sameiginlega fiskveiðistefnu sem leitast við að stjórna fiskistofnum á sjálfbæran hátt. Það gæti hugsanlega takmarkað möguleika Íslands til að veiða í eigin hafsvæði. Orkuverð hefur farið vaxandi innan ESB á síðustu árum og þá tók orkuverð í Evrópu enn stærra stökk upp á við eftir innrás Rússa í Úkraínu. Ísland er í farabroddi í orkumálum en amk. 85% af orku sem er notuð á Íslandi er framleidd á endurnýjanlegan grænan hátt. Við megum vera stolt af þessum árangri og um leið þakkað fyrir að vera ekki í sömu stöðu og þjóðir ESB þegar kemur að stöðu í orkumálum og orkuverði. Við getum eflaust flest verið sammála um það að í sjávarútvegs og orkumálum hafi Íslandi vegnað vel í alþjóðlegum samanburði og það væri varhugavert að kasta þeirri stöðu á glæ. Þegar við spyrjum okkur hvort við viljum ganga í Evrópusambandið þá þurfum við að hafa í huga hvort við séum að fórna stærri hagsmunum fyrir minni. Ísland er fámennt land og því er ekki ólíklegt að með aðild að Evrópusambandinu kæmi Ísland til með að falla í skugga stærri aðildarríkja en úthlutun sæta á Evrópuþinginu ræðst af flókinni formúlu sem tekur mið af íbúafjölda hvers aðildarríkis. Þar sem íbúafjöldi Íslands er innan við 1% af heildaríbúum ESB má reikna með að Ísland fengi af 705 þingsætum aðeins 6 sæti, en það en það eru lágmarksþingsæti fyrir hvert aðildarríki. Okkur er betur borgið utan ESB Við í Framsókn leggjum áherslu á áframhaldandi gott samstarf við Evrópusambandið en teljum hagsmunum okkar mun betur borgið utan þess. Með EES samningnum höldum við áfram sjálfstæði okkar og yfirráðum yfir auðlindum. Við höfum öll tækifæri til þess að ná tökum á ástandinu þegar fram líða stundir. Það er mikilvægt í staðinn fyrir að einblína á töfralausnir að líta á það jákvæða sem við höfum hér á landi. Við búum við kröftugan hagvöxt, erum með sterka innviði, lítið atvinnuleysi og útflutningsgreinar sem vegnar vel. Ísland hefur staðið vel í alþjóðlegum samanburði hvað varðar lífskjör, heilbrigðiskerfið, menntun og þannig mætti áfram telja þó vissulega gefi á eins og hjá öðrum þjóðum þegar stríð brestur á í kjölfar heimsfaraldurs, sama hvaða gjaldmiðil er um að ræða. Það ber að varast að hlaupa á vinsældavagninn og einblína á hvað myndi hugsanlega henta einmitt í dag frekar en að horfa til lengri tíma með hagsmuni lands og þjóðar í fyrirrúmi. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður NA kjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Framsóknarflokkurinn Efnahagsmál Ingibjörg Ólöf Isaksen Alþingi Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Nú þegar gefur á bátinn í hagkerfum heimsins og verðbólga hefur farið vaxandi hefur gamall draugur verið dregin út úr skápnum. Aftur er komin í gang sama orðræða og í kjölfarið á hruninu þar sem innganga í Evrópusambandið átti að leysa öll okkar vandamál og er þá litið á evruna sem galdratæki sem bjargað geti öllum okkar vandræðum í eitt skipti fyrir öll. Evrópusambandið er annað, stærra og meira en bara upptaka á evru, auk þess sem innganga í sambandið er ekki lausn undan verðbólgu. Það má best sjá með því að líta til annarra landa innan Evrópusambandsins sem tekið hafa upp evruna og eru þrátt fyrir það að glíma jafnvel við enn hærri verðbólgu en við hér á landi. Nýjar verðbólgutölur í Frakklandi og Spáni gefa einnig til kynna að verðbólga á evrusvæðinu verði viðvarandi. Við, líkt og önnur lönd í Evrópu erum að glíma við afleiðingar af heimsfaraldri sem og innrás Rússa í Úkraínu. Þá hefur evran verið háð verulegum sveiflum undanfarin ár, þar sem sum aðildarríki ESB glíma við miklar skuldir og lítinn hagvöxt. Í stað þess að hafa jákvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf gæti innganga í Evrópusambandið og upptaka evru haft neikvæðar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf sem hefur verið nokkuð stöðugt undanfarin ár. EES samningurinn tryggir okkur góða stöðu Ísland, Noregur og Sviss sem öll standa utan Evrópusambandsins eru á meðal þeirra landa sem teljast hafa hve best lífskjör í veröldinni. Ísland nýtur í dag verulegs ávinnings á því að vera aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og Fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA). Þessir samningar gera Íslandi kleift að taka þátt í innri markaði ESB og njóta góðs af frjálsum viðskiptum við ESB-ríkin. Fyrir vikið hefur Ísland aðgang að stærsta markaði heims án þess að þurfa að hlíta ströngum reglum og stefnum ESB. Þetta fyrirkomulag hefur verið hagstætt fyrir íslenskt efnahagslíf þar sem það tryggir frjálst flæði vöru og þjónustu milli Íslands og ESB-ríkja. EES samningurinn hefur skapað sterkt og stöðugt viðskiptasamband milli ESB og EES-EFTA- ríkjanna sem veitir gagnkvæman ávinning og tækifæri til vaxtar og þróunar. Auk þess hefur EES samningurinn skapað stöðugan ramman utan um pólitískt og efnahagslegt samstarf milli ESB-ríkjanna og EES- EFTA-ríkjanna. Þessu samningur hefur skapað vettvang sem gerir löndunum kleift að vinna saman að mikilvægum málum líkt og matvælaöryggi , rannsóknum og nýsköpun, fjármálastarfsemi og upplýsingatækni. Erum við tilbúin að fórna sjálfstæði okkar? Staðreyndin er sú að með inngöngu í Evrópusambandið yrði Ísland að undirgangast löggjöf ESB sem gætu takmarkað sjálfstæði Íslands í ákveðnum málaflokkum. Við myndum tapa sjálfstæði yfir auðlindum landsins og stjórn sjávarútvegs sem er verulegur hluti af efnahagslífi landsins þar sem ESB hefur sameiginlega fiskveiðistefnu sem leitast við að stjórna fiskistofnum á sjálfbæran hátt. Það gæti hugsanlega takmarkað möguleika Íslands til að veiða í eigin hafsvæði. Orkuverð hefur farið vaxandi innan ESB á síðustu árum og þá tók orkuverð í Evrópu enn stærra stökk upp á við eftir innrás Rússa í Úkraínu. Ísland er í farabroddi í orkumálum en amk. 85% af orku sem er notuð á Íslandi er framleidd á endurnýjanlegan grænan hátt. Við megum vera stolt af þessum árangri og um leið þakkað fyrir að vera ekki í sömu stöðu og þjóðir ESB þegar kemur að stöðu í orkumálum og orkuverði. Við getum eflaust flest verið sammála um það að í sjávarútvegs og orkumálum hafi Íslandi vegnað vel í alþjóðlegum samanburði og það væri varhugavert að kasta þeirri stöðu á glæ. Þegar við spyrjum okkur hvort við viljum ganga í Evrópusambandið þá þurfum við að hafa í huga hvort við séum að fórna stærri hagsmunum fyrir minni. Ísland er fámennt land og því er ekki ólíklegt að með aðild að Evrópusambandinu kæmi Ísland til með að falla í skugga stærri aðildarríkja en úthlutun sæta á Evrópuþinginu ræðst af flókinni formúlu sem tekur mið af íbúafjölda hvers aðildarríkis. Þar sem íbúafjöldi Íslands er innan við 1% af heildaríbúum ESB má reikna með að Ísland fengi af 705 þingsætum aðeins 6 sæti, en það en það eru lágmarksþingsæti fyrir hvert aðildarríki. Okkur er betur borgið utan ESB Við í Framsókn leggjum áherslu á áframhaldandi gott samstarf við Evrópusambandið en teljum hagsmunum okkar mun betur borgið utan þess. Með EES samningnum höldum við áfram sjálfstæði okkar og yfirráðum yfir auðlindum. Við höfum öll tækifæri til þess að ná tökum á ástandinu þegar fram líða stundir. Það er mikilvægt í staðinn fyrir að einblína á töfralausnir að líta á það jákvæða sem við höfum hér á landi. Við búum við kröftugan hagvöxt, erum með sterka innviði, lítið atvinnuleysi og útflutningsgreinar sem vegnar vel. Ísland hefur staðið vel í alþjóðlegum samanburði hvað varðar lífskjör, heilbrigðiskerfið, menntun og þannig mætti áfram telja þó vissulega gefi á eins og hjá öðrum þjóðum þegar stríð brestur á í kjölfar heimsfaraldurs, sama hvaða gjaldmiðil er um að ræða. Það ber að varast að hlaupa á vinsældavagninn og einblína á hvað myndi hugsanlega henta einmitt í dag frekar en að horfa til lengri tíma með hagsmuni lands og þjóðar í fyrirrúmi. Höfundur er þingflokksformaður Framsóknar og fyrsti þingmaður NA kjördæmis.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun