„Mikið fagnaðarefni“ að umboðsmaður krefji Bjarna svara Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2023 13:03 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar því að umboðsmaður Alþingis krefji fjármálaráðherra svara um hæfi hans við sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Nú gætu fengist svör við mikilvægum spurningum, sem ríkisendurskoðun hafi ekki getað knúið fram í sinni skýrslu. Umboðsmaður Alþingis birti í morgun bréf sem hann sendi Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, þar sem hann hefur óskað eftir tilteknum skýringum og upplýsingum um umdeilda sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka á síðasta ári. Umboðsmaður vísar til skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið; hann fái ekki séð að í henni sé sérstaklega fjallað um sölu á hlutum bankans til Hafsilfurs, félags í eigu Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna. Umboðsmaður óskar meðal annars eftir því að Bjarni upplýsi og skýri hvort, og þá með hvaða hætti, reglum stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi hafi verið fullnægt að því er snertir söluna á hlutum ríkisins í bankanum. Hilli undir almennilega rannsókn Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar fagnar umleitan umboðsmanns. „Þetta er bara mikið fagnaðarefni að nú sé til þess bær aðili að rannsaka þessar spurningar er lúta að starfsskyldum ráðherra sjálfs. Hvort ráðherra hafi gætt að sérstöku hæfi sínu þegar hann seldi eignarhlut í Íslandsbanka til félags í eigu föður síns, hlutir eins og hvort ráðherra hafi rakt yfirstjórnunar- og eftirlitsskyldur sínar gagnvart bankasýslunni. Ég held að nú kannski hilli undir að þessi atriði sem voru ekki undir í úttekt ríkisendurskoðunar verði loksins rannsökuð af til þess bærum aðila,“ segir Jóhann Páll. Þá sé athyglisvert að umboðsmaður óski eftir umræddum upplýsingum aðeins þremur dögum eftir að Alþingi lauk umfjöllun um skýrslu ríkisendurskoðanda. Umboðsmaður segir raunar í tilkynningu með bréfi sínu að hann hafi „haldið að sér höndum vegna málsins“ hingað til, þar sem umboðsmaður fjalli almennt ekki um mál samtímis því sem þau eru til meðferðar hjá Alþingi. „Ég hef reyndar lengi haldið því fram að ráðherra hafi gagngert beitt sér fyrir því að Ríkisendurskoðun tæki upp Íslandsbankamálið í þeim tilgangi að koma í veg fyrir eða fresta því að það fari fram lögfræðileg úttekt á hans eigin störfum við söluna á Íslandsbanka. Af því að starfssvið og eftirlitshlutverk Ríkisendurskoðunar einfaldlega tekur ekki til þessara spurninga,“ segir Jóhann Páll. Stjórnsýsla Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Umboðsmaður spyr um hæfi Bjarna vegna Íslandsbankasölunnar Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um hæfi hans í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður Bjarna. 3. mars 2023 10:11 Segja söluna á ÍSB stjórnsýslulegan hroða sem verði að fást botn í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur nú lokið umfjöllun sinni á skýrslu ríkisendurskoðunar um afar umdeilda sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka (ÍSB). Nefndarálit minnihluta nefndarinnar er harðort og afgerandi. 28. febrúar 2023 13:51 Telur söluna í ISB hafa tekist sérstaklega vel til í „veigamestu atriðunum“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í áliti sínu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á rúmlega fimmtungshlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra að „óumdeilt“ sé að ekki hafi verið „raunhæft, faglegt eða skynsamlegt“ að taka tilboðum á hærra gengi í útboðinu. Í álitinu eru gerðar ýmsar athugasemdir við efnistök skýrslu Ríkisendurskoðunar og nefnt að útreikningar í krónum talið sem þar birtust um hvað hefði fengist fyrir hærri tilboð hafi „verið til þess fallin að valda misskilningi.“ Meirihlutinn telur að aðkoma Íslandsbanka að framkvæmd útboðsins hafi „ýtt undir vantraust gagnvart sölunni.“ 27. febrúar 2023 15:08 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis birti í morgun bréf sem hann sendi Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra, þar sem hann hefur óskað eftir tilteknum skýringum og upplýsingum um umdeilda sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka á síðasta ári. Umboðsmaður vísar til skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið; hann fái ekki séð að í henni sé sérstaklega fjallað um sölu á hlutum bankans til Hafsilfurs, félags í eigu Benedikts Sveinssonar, föður Bjarna. Umboðsmaður óskar meðal annars eftir því að Bjarni upplýsi og skýri hvort, og þá með hvaða hætti, reglum stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi hafi verið fullnægt að því er snertir söluna á hlutum ríkisins í bankanum. Hilli undir almennilega rannsókn Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar fagnar umleitan umboðsmanns. „Þetta er bara mikið fagnaðarefni að nú sé til þess bær aðili að rannsaka þessar spurningar er lúta að starfsskyldum ráðherra sjálfs. Hvort ráðherra hafi gætt að sérstöku hæfi sínu þegar hann seldi eignarhlut í Íslandsbanka til félags í eigu föður síns, hlutir eins og hvort ráðherra hafi rakt yfirstjórnunar- og eftirlitsskyldur sínar gagnvart bankasýslunni. Ég held að nú kannski hilli undir að þessi atriði sem voru ekki undir í úttekt ríkisendurskoðunar verði loksins rannsökuð af til þess bærum aðila,“ segir Jóhann Páll. Þá sé athyglisvert að umboðsmaður óski eftir umræddum upplýsingum aðeins þremur dögum eftir að Alþingi lauk umfjöllun um skýrslu ríkisendurskoðanda. Umboðsmaður segir raunar í tilkynningu með bréfi sínu að hann hafi „haldið að sér höndum vegna málsins“ hingað til, þar sem umboðsmaður fjalli almennt ekki um mál samtímis því sem þau eru til meðferðar hjá Alþingi. „Ég hef reyndar lengi haldið því fram að ráðherra hafi gagngert beitt sér fyrir því að Ríkisendurskoðun tæki upp Íslandsbankamálið í þeim tilgangi að koma í veg fyrir eða fresta því að það fari fram lögfræðileg úttekt á hans eigin störfum við söluna á Íslandsbanka. Af því að starfssvið og eftirlitshlutverk Ríkisendurskoðunar einfaldlega tekur ekki til þessara spurninga,“ segir Jóhann Páll.
Stjórnsýsla Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Umboðsmaður spyr um hæfi Bjarna vegna Íslandsbankasölunnar Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um hæfi hans í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður Bjarna. 3. mars 2023 10:11 Segja söluna á ÍSB stjórnsýslulegan hroða sem verði að fást botn í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur nú lokið umfjöllun sinni á skýrslu ríkisendurskoðunar um afar umdeilda sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka (ÍSB). Nefndarálit minnihluta nefndarinnar er harðort og afgerandi. 28. febrúar 2023 13:51 Telur söluna í ISB hafa tekist sérstaklega vel til í „veigamestu atriðunum“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í áliti sínu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á rúmlega fimmtungshlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra að „óumdeilt“ sé að ekki hafi verið „raunhæft, faglegt eða skynsamlegt“ að taka tilboðum á hærra gengi í útboðinu. Í álitinu eru gerðar ýmsar athugasemdir við efnistök skýrslu Ríkisendurskoðunar og nefnt að útreikningar í krónum talið sem þar birtust um hvað hefði fengist fyrir hærri tilboð hafi „verið til þess fallin að valda misskilningi.“ Meirihlutinn telur að aðkoma Íslandsbanka að framkvæmd útboðsins hafi „ýtt undir vantraust gagnvart sölunni.“ 27. febrúar 2023 15:08 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Umboðsmaður spyr um hæfi Bjarna vegna Íslandsbankasölunnar Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir svörum frá Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra um hæfi hans í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður Bjarna. 3. mars 2023 10:11
Segja söluna á ÍSB stjórnsýslulegan hroða sem verði að fást botn í Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur nú lokið umfjöllun sinni á skýrslu ríkisendurskoðunar um afar umdeilda sölu á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka (ÍSB). Nefndarálit minnihluta nefndarinnar er harðort og afgerandi. 28. febrúar 2023 13:51
Telur söluna í ISB hafa tekist sérstaklega vel til í „veigamestu atriðunum“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir í áliti sínu um skýrslu Ríkisendurskoðunar um sölu á rúmlega fimmtungshlut ríkisins í Íslandsbanka í fyrra að „óumdeilt“ sé að ekki hafi verið „raunhæft, faglegt eða skynsamlegt“ að taka tilboðum á hærra gengi í útboðinu. Í álitinu eru gerðar ýmsar athugasemdir við efnistök skýrslu Ríkisendurskoðunar og nefnt að útreikningar í krónum talið sem þar birtust um hvað hefði fengist fyrir hærri tilboð hafi „verið til þess fallin að valda misskilningi.“ Meirihlutinn telur að aðkoma Íslandsbanka að framkvæmd útboðsins hafi „ýtt undir vantraust gagnvart sölunni.“ 27. febrúar 2023 15:08