Bakþankar

Bakþankar

Fréttamynd

Bessastaða­ráðdeildin

Rætnar tungur finna því nú allt til foráttu að forseti Íslands hafi boðið sjónvarpskonunni Mörtu Stewart í mat á Bessastaði, ásamt nokkrum vel völdum gestum. Er Ólafi núið um nasir að Marta hafi þurft að dúsa í fangelsi eftir að hún missteig sig í þokukenndu reglugerðarfargani verðbréfaviðskipta, auk þess sem annar matargestur hafi einnig komist í kast við lögin. Það þykir sem sagt ekki lengur viðeigandi að dæmdir einstaklingar heimsæki gamla tukthúsið á Álftanesi.

Bakþankar
Fréttamynd

Auðnarþörfin

Á Íslandi gefast mörg tækifæri til að komast í burtu frá öðru fólki og eigra einn um í náttúrunni. Við viljum græða á tálsýninni um ósnerta flotta náttúru sem kemur vel út á mynd með því að selja sárþjáðum útlendingum hana – vesalings fólkinu sem lifir lífinu utan í næsta manni í skítugum stórborgum. Eftir því sem fleiri túristar velta inn á auðnirnar erum við þó eðlilega komin í vandræði og mótsögn.

Bakþankar
Fréttamynd

Sænskasumarið

Ef íslenskur almannarómur gæti njörvað skoðun á þjóðum heims niður í eitt orð yrði niðurstaðan kannski sú að til dæmis væri sú þýska skipulögð, danska afslöppuð, norska trúrækin en írska, rússneska og grænlenska staupsöm. Finnska þjóðarsálin væri lokuð, bandaríska yfirborðsleg og þannig áfram. Einn fjölmargra víðkunnra sleggjudóma er svo vitaskuld að Svíar séu almennt og yfirhöfuð hroðalega leiðinlegir.

Bakþankar
Fréttamynd

Síli og laxar

Við árbakka úti á landi er hægt að veiða síli. Fyrir þá sem ekki vita þá eru það afskaplega litlir og ómerkilegir fiskar sem skipta þó sköpum í lífríkinu. Fækki þeim fækkar stærri fiskum og fuglum sem á þeim nærast. Systur mínar stunduðu eitt sinn hornsílaveiðar af kappi við ána. Það var þó úr vöndu að ráða þegar kom að því að nýta aflann og eitthvað fór það í taugarnar á móður minni að finna krukkur og fötur um húsið fullar af úldnu vatni og rotnuðum smáfiskum.

Bakþankar
Fréttamynd

Íslensk siðfágun

Í upphafi sólarlandaferða fór miklum sögum af heimóttarhætti Íslendinga. Þá hófust öll ferðalög í keflvískum bárujárnsskúr þar sem ferðafólk tók til við að sturta í sig brenndum drykkjum klukkan sex á morgnana þótt penar dömur og bindindismenn létu sér nægja að kneifa sterkan bjór.

Bakþankar
Fréttamynd

Minni frumleika, meiri hæfileika

Á síðustu öld gerðu listamenn í stórum stíl uppreisn gegn formi og reglum sem þeim fannst sníða sköpun sinni of þröngan stakk. Skáldin sprengdu utan af sér formið og sögðu hefðbundinni bragfræði stríð á hendur.

Bakþankar
Fréttamynd

Sumar á Hofsósi

Ísland og Ameríka mætast á flotbryggjunni við Hofsána. Þar stika bandarískar smástelpur fram og aftur og segja kátar: „I’m on a catwalk.” Þær dilla sér í mjöðmunum eins og fyrirsætur sem aldrei hafa migið í saltan sjó en finnist manni slíka reynslu vanta í ferilskrána býðst tækifærið hér.

Bakþankar
Fréttamynd

Útilegumenn

Það var úr vöndu að ráða þegar ungt par á þrítugsaldri ætlaði að skella sér í útilegu á dögunum. Ekki vantaði útbúnaðinn. Nýtt tjald var komið í skottið og kæliboxið hafði verið fyllt af nesti. Það var aðeins einn hængur á. Aldurinn.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvur í!?

Ein af frumþörfum þenkjandi fólks er að láta koma sér á óvart. Annars verða menn grá og guggin holmenni. Nútímamaðurinn glímir við krónískan skort á skynaukandi áreiti. Meðan tærnar á Schopenhauer brettust upp af æsingi yfir snörpum tilþrifum tilgerðarlegra Þjóðverja á leiksviði, myndi sama reynsla í dag hafa lítil eða engin áhrif á fólk. Við þurfum eitthvað sterkara en fáum það ekki.

Bakþankar
Fréttamynd

Rostungabanar og evra

Á vinnustað mínum starfar maður sem gefur sig út fyrir að vera mikið karlmenni. Máli sínu til stuðnings gortar hann oft af því að hafa farið í Smuguna, sálgað þar norskum þorski í tonnavís og vaknað í fangaklefum í tveimur löndum. Þá raupar hann oft um að fátt sé skemmtilegra að skjóta en sel, því ekki sé hægt að komast nær því að drepa mann.

Bakþankar
Fréttamynd

Bjartur í borgarhúsum

Bjartur í Sumarhúsum var mikill gallagripur enda saman settur úr mörgum þeim löstum sem hrjáð hafa landamenn frá aldaöðli. Hann hugsaði um það eitt að vera sjálfstæður og óháður; skuldlaus við guð og menn. Hvað eitt sem minnti hann á að við verðum að taka tillit til annarra í kringum okkur var eitur í hans beinum.

Bakþankar
Fréttamynd

Forvirkar rannsóknir

Sumar ríkisstjórnir fylgjast vel með þegnum sínum. Í bók sinni um "Sögu Bretlands frá stríðslokum", segir Andrew Marr (bls. 580), að eftir því sem næst verði komist sé nú um fjórum komma tveimur milljónum eftirlitsmyndavéla beint að íbúum landsins.

Bakþankar
Fréttamynd

Á sjálfu alnetinu

Það er dálítið atriði að fylgja tískunni. Núna er málið að eiga facebooksíðu. Þetta vissi ég fyrir lifandis löngu og benti eiginmanninum reglulega á að í framtíðinni verði þeir ekki til sem ekki eru til á facebook. Ég þóttist skynja að aldursmunur væri farinn að há okkur, enda rúmt ár á milli okkar hjóna.

Bakþankar
Fréttamynd

Við

Fyrir nokkrum árum fylgdist þjóðin eftirvæntingarfull með þegar einkaþota með skáksnillingnum Bobby Fischer lenti og hinn nýi Íslendingur var boðinn velkominn til landsins með miklu húllumhæi. „Mr. Fischer," spurði einn fréttahaukurinn, svo þónokkrir sjónvarpsáhorfendur fengu kjánahroll, "how does it feel to be home?"

Bakþankar
Fréttamynd

Í mat

Nokkur sumur á tíunda áratugnum var ég svo heppinn að fá að forframast upp í starf skóflustráks í Pósti og síma. Að húka niðri í skurði með skóflu var ekki ónýtt starf, að minnsta kosti í minningunni.

Bakþankar
Fréttamynd

Bobba, Jóhanna og Bergrún

Eitt fegursta orðið í íslensku máli er ljósmóðir. Í því býr mildi og gæska, umhyggja og virðing fyrir lífi. Fæstar konur sem fætt hafa barn gleyma nokkru sinni þeirri konu sem annaðist þær á meðgöngu, spáði í spilin, samgladdist þegar fyrsti hjartslátturinn heyrðist, skildi allar áhyggjur og sefaði kvíðann.

Bakþankar
Fréttamynd

Skuggi Skuggason í Skuggasundi

Ég hélt að sá tími myndi aldrei koma að ég þyrfti að fara á mótmælafund til að biðja íslensk yfirvöld að stilla sig um að ata hendur sínar saklausu blóði - en það átti fyrir mér að liggja að fara í mótmælastöðu upp í Skuggasund, þar sem dómsmálaráðherra hefur skrifstofu. Ég er ekki að grínast.

Bakþankar
Fréttamynd

Bændur í kaupstaðarferð

Eftir einangrun á ísaköldu landi í þúsund ár eru núna næstum öll heimsins gæði innan seilingar. Loks getum við úðað í okkur alls kyns croissant og latte, parmesan og sushi.

Bakþankar
Fréttamynd

Þögull meirihluti

Ég var í hópi þeirra sem beið í ofvæni eftir úrslitaleik EM á sunnudaginn. Þó hafði ég samt afrekað að missa af öllum leikjum mótsins. Ástæða tilhlökkunarinnar var enda fremur bundin við endalok mótsins en úrslitaleikinn sjálfan.

Bakþankar
Fréttamynd

Útrás skattgreiðenda

Um daginn hitti ég stjórnmálamann. Við fórum að tala um bankana. “Það er ekki von að þú skiljir þetta,” sagði stjórnmálamaðurinn. „Bankarnir borga svo rosalegar fjárhæðir í skatta svo að við verðum einfaldlega að bjarga þeim eða missa þá úr landi.“

Bakþankar
Fréttamynd

Unglingarnir og háþrýstidælan

Einhverra hluta vegna átti ég vanda til að hugsa fyrst um unglinga þegar spekingslegar umræður um siðferði manna var að nálgast þá niðurstöðu að heimur versnandi færi.

Bakþankar
Fréttamynd

?

Fyrir nokkrum árum, þegar umræða um stóriðju og virkjun fyrir austan náði hvað hæstum hæðum, var það almennt viðurkennt og kvittað upp á af fræðimönnum, stjórnmálamönnum og hverjum þeim sem skoðun höfðu á málinu, að álvers- og virkjanaframkvæmdir væru þensluhvetjandi.

Bakþankar
Fréttamynd

Flóuð meinsemd

Sem borinn og barnfæddur Vestfirðingur, sem nú býr í sollinum 101 Reykjavík, hef ég fengið að kynnast ófáum ranghugmyndum sem borgarbúar hafa alið með sér um okkur dreifarana.

Bakþankar
Fréttamynd

Bögg

Ég tók strætó með hjólið upp á Akranes og hjólaði Hvalfjörðinn í bæinn. Það var frábært enda Hvalfjörður orðinn hjólareiðaparadís síðan göngin komu. Þetta voru sirka hundrað kílómetrar í brakandi blíðu og örfáir á ferli. Æðisgengið.

Bakþankar
Fréttamynd

Áfallastreitu- röskun

Á víðáttum vefsins var nýlega frétt um rannsókn sem segir að áttundi hver nágranni World Trade Center finni enn til streitu eftir atburðina 11. september 2001.

Bakþankar
Fréttamynd

Skrímslaeyjan

Norðmaðurinn indverskættaði og aldni sem oft sólar sig á sama tíma og ég við sundlaugina á Spáni, krefst frétta af Íslandi á hverjum morgni. Í fyrstu hélt ég að um kurteisilegt hjal væri að ræða og blaðraði svona um helstu tíðindi sem ég hafði rekið augun í á netmiðlunum áður en ég fór út að flatmaga í sólinni.

Bakþankar
Fréttamynd

Vér alvöru­kapítalistar!

Alvörukapítalisti lítur á samkeppni sem óhjákvæmilegan hlut. Ekki sérlega geðslegan en óumflýjanlegan. Ef maður stendur sig betur en keppinautarnir þá er það gott.

Bakþankar