Bakþankar

Bakþankar

Fréttamynd

Ævintýralandið Pólland

Mig mætti mögulega kalla Austur-Evrópu perra því ég er afskaplega hrifin af öllu sem tengist því svæði, sama hvort það er menningin, sagan, fólkið eða maturinn. Samt hafði ég aldrei komið til Austur-Evrópu fyrr en nú í ágúst þegar ég heimsótti Pólland.

Bakþankar
Fréttamynd

Lessurnar í Úganda

Kasha Jacqueline Nabagesera á við vandamál að stríða. Hún er lesbía. Það er samt ekki vandamálið. Vandamálið er að hún er frá Úganda. Í Úganda er samfélagið gegnsýrt af hómófóbíu. Samkynhneigð varðar við lög og ævilangur fangelsisdómur liggur við "ítrekaðri samkynhneigð“.

Bakþankar
Fréttamynd

Bráðskemmtilegt veður

Veðrið ætti að vera aðalumræðuefnið, alltaf!“ sagði sessunautur minn með miklum þunga, þegar ég velti fyrir mér að skrifa um veðrið og komandi haust í þessum pistli mínum í dag. Hún bætti því svo við að veðrið ætti að vera aðalumræðuefnið alltaf og klykkti út með því að samræður um veður og veðurtengd málefni gætu verið svo rosalega skemmtilegar.

Bakþankar
Fréttamynd

Litla lambið mitt

Íslenska sauðkindin er misvinsæl hjá landanum. Sumir segja hana heimska og ljóta og eigna henni gróðureyðingu landsins frá fjöru til fjalls. Vestfirskar kindur komust einmitt í fréttir í vor fyrir að éta sumarblómin í görðum Bolvíkinga. Mér finnst hún alls ekki ljót og hélt hún ekki lífinu í íslensku þjóðinni gegnum aldirnar? Það kemur líka annað hljóð í strokkinn þegar búið er að matreiða hana á disk, þá erum við sammála um að íslenskt lambakjöt sé það besta í heimi!

Bakþankar
Fréttamynd

Arnaldur Indriða og lambakjötið

Það var fyrir framan smurostadeildina sem ég varð fyrir opinberuninni. Ég hafði lofað "gúrme“ veislu, lambalæri með geitaostafyllingu eftir uppskrift úr erlendri kokkabók. Ekki leið þó á löngu uns í ljós kom að ég hafði lofað upp í ermina á mér. Í versluninni voru ekki til lambalæri. Þau höfðu líklega öll verið flutt til útlanda. Enginn geitaostur fannst heldur. Hann hafði líklega aldrei verið fluttur inn.

Bakþankar
Fréttamynd

Reiði er réttmæt pólitísk afstaða

Menn keppast nú við að skilgreina hvað er á seyði í Bretlandi og gengur misvel. Helst er það skortur á pólitískum stefnumiðum sem stendur í fólki og verður til þess að ekki eru allir tilbúnir til að skrifa upp á að það sem á sér stað í borgum Bretlands núna sé annað en skrílslæti. Í slíkum hugleiðingum gleymist hins vegar að skrílslæti geta verið yfirlýsing, reiði getur verið réttmæt pólitísk afstaða.

Bakþankar
Fréttamynd

Skip sem aldrei landi ná

Einu sinni bjó ég í sama stigagangi og fíkniefnaneytandi. Þrátt fyrir ónæði af hans hálfu á öllum tímum sólarhrings var engin leið að koma honum í burtu því foreldrar hans áttu íbúðina. Virtust þeir hafa keypt hana til að hola manninum einhvers staðar niður en hann var kominn á fimmtugsaldur. Pattstaða fyrir þau en sömuleiðis hjá fjölskyldu minni því ekki gátum við búið við ónæðið og því síður selt íbúðina með svona nágranna. Eftir því sem maðurinn sökk dýpra í dópneysluna fór gestakomum til hans fækkandi.

Bakþankar
Fréttamynd

Rolusamfélagið

Einu sinni var ég yngri og vitlausari en ég er í dag. Þegar ég horfi til baka hlæ ég yfirlætislega að bernskubrekunum, sem fólu meðal annars í sér að klifra upp á hótel til að komast inn á böll og skoða stelpur, drekka tekíla og haga mér eins og fífl á netinu í skjóli nafnleyndar. Nú, meira en áratug síðar, geng ég upp stiga til að skoða stelpur, læt tekíla vera (enda ginmaður) og kvitta undir skoðanir mínar með nafni.

Bakþankar
Fréttamynd

Það þarf heilt þorp

Samfélag gengur út á sameiginlega ábyrgð og ekki síst sameiginlegt siðferði. Sumir vilja meina að siðferðið sé grundvöllur samfélagsins, að án samkomulags um hvað sé rétt og hvað sé rangt sé ekkert samfélag.

Bakþankar
Fréttamynd

Spænska veikin í stofunni heima

Einn daginn þegar afi minn vaknaði var hrím í loftinu fyrir ofan hann. Hlutir voru freðnir – inni hjá honum. Þetta var árið 1918: Frostaveturinn mikla.

Bakþankar
Fréttamynd

Sögulok fyrir Megas

Snemma á tíunda áratugnum varð ég þess heiðurs aðnjótandi að komast á spjall með Megasi. Þegar ég sagði honum að ég væri frá Bíldudal sagði hann mér frá einni heimsókn sinni þangað. Var það hin mesta sæluvist, enda er skáldið í miklum metum í dalnum, en þó varð honum brugðið er hann sá annarlega mynd liggja á glámbekk. Mig minnir að hann hafi sagt glámbekk frekar en klámbekk.

Bakþankar
Fréttamynd

Hvernig er ferðasagan?

Hvernig var sumarfríið þitt? Svörin eru mismunandi. Margir gretta sig og svara: "Svona lala“ eða "allt í lagi“ en bæta svo við: "Bíllinn bilaði, kortinu var stolið. Það rigndi allan tímann og þjónustan, sem við áttum að fá var því miður ótrúlega léleg. Ferðafélagarnir voru hávaðasamir og sneru sólarhringnum alveg við. Það er nú bara gott að vera kominn heim!“ Upplífgandi og spennandi? Nei, en margar ferðasögur eru á þessa leið og eiginlega dapurlegar hrakfallasögur. Segja þær bara ferðasögu eða eitthvað annað – kannski um ferðalanginn sjálfan?

Bakþankar
Fréttamynd

Hugmyndafræðileg forsjárhyggja

Henry Kissinger var utanríkisráðherra Bandaríkjanna í tíð Nixons og Fords. Hann var refur og talinn mun valdameiri en almennt gengur um utanríkisráðherra. Forsetarnir hunsuðu sjaldan tillögur Kissingers en það var ekki endilega vegna þess hve þær voru skynsamlegar.

Bakþankar
Fréttamynd

Niðursuðutónlist

Árið 1994 var ég vinsæll útvarpsmaður og skemmtikraftur á Íslandi. Já, það eru 17 ár síðan. Það sem einkum háði mér sem útvarpsmanni var hvað mér leiddist tónlistin óskaplega mikið sem þá var vinsælust. Ég átti ekki að vera vaxinn upp úr því að hlusta á poppmúsík, en vinsæla tónlistin á þessum tíma gerði mér mjög erfitt að fylgjast með. Nú þegar ég lít aftur, sé ég að það var um þetta leyti sem ég hætti að fylgjast með stefnum og straumum í dægurtónlist og ákvað að það sem ég hefði þegar heyrt myndi duga mér ágætlega út lífið.

Bakþankar
Fréttamynd

Stoltið hýrt

Ég lærði orðið hommi í skólanum þegar ég var tíu ára. Eða reyndar Á skólanum. Einhvern morguninn blöstu orðin HOMMI+HÓRA=SÖN ÁST við á nokkrum útveggjum. Ég vissi ekkert hvaða fólk þetta var, enda lítið talað um þau inni í skólanum eða í sjónvarpinu, en datt helst í hug að þessir krakkar væru í tólf ára bekknum og þetta væri óður til kærleika þeirra. Í frímínútum komst ég svo auðvitað að því að þetta voru ekki sérnöfn, þetta voru tegundaheiti á mannlegri hegðun sem lögð var að jöfnu og þótti neikvæð. Og meira lærði ég ekki í mörg ár.

Bakþankar
Fréttamynd

Kláraðu af disknum

Það ríkir mikil neyð í Austur-Afríku og samkvæmt starfsmönnum hjálparstofnanna er enn mikil þörf á aðstoð til nauðstaddra á þurrkasvæðunum. Talið er að tólf milljónir manna séu í lífshættu vegna matarskorts og nú ríkir hungursneyð í tveimur héruðum í Sómalíu, sem hefur orðið hvað verst úti í þurrkunum. Verði ekki aukið við aðstoðina gæti hungursneyðin breiðst út til fleiri héraða landsins.

Bakþankar
Fréttamynd

Smáfuglar vængstýfðir

Ég hef löngum verið þeirrar bjargföstu trúar að heimurinn fari ekki versnandi. Þegar fólk býsnast yfir að allt hafi verið betra í gamladaga glotti ég drýgindaleg við tönn. Ég bara kaupi ekki að betra hafi verið að "tjilla“ í rökum og köldum moldarkofa, teygandi spenvolga mjólk, hlustandi á langafa þylja Hávamál enn einu sinni en að hanga á Ölstofunni með ískaldan Bríó, vafrandi á internetinu á nýja iPadinum.

Bakþankar
Fréttamynd

Ole og hinir grislingarnir

Þegar ég spyr fólk hvað það lesi fyrir börnin sín dúkkar nafn sama höfundarins sífellt upp, Danans Ole Lund Kirkegaard. Svo virðist sem úti um allt land skemmti fólk sér yfir bókum eins og Fúsa froskagleypi og Fróða og öllum hinum grislingunum. Þótt við þekkjum þessa náunga orðið ágætlega vitum við minna um Kirkegaard sjálfan. Þess vegna fannst mér gaman að finna nýlega bók um hann á dögunum í Bókasafni Norræna hússins. Hún heitir Ole Lund Kirkegaard – Et forfatterskap og er eftir Torben Weinreich.

Bakþankar
Fréttamynd

Rassgatið á Kim Kardashian

Á vefsíðunni Ted.com (sem er ein sú merkilegasta á netinu) birtist á dögunum skemmtilegur fyrirlestur eftir Eli Pariser. Þar varar hann fólk við því sem kallast síublöðrur (e.: filter bubbles), en þær ganga í stuttu máli út á að vefsíður sía sjálfkrafa hvers konar efni þær birta eftir smekk notandans. Síublöðrurnar vinna sem sagt úr gögnum sem tölvan þín safnar saman sjálfkrafa — gögnum sem sýna hvaða fréttir þú skoðar, hvaða orð þú slærð inn í leitarvélar, tungumálin sem þú talar og í rauninni hvernig manneskja þú ert.

Bakþankar
Fréttamynd

Sjö milljónir í mínus

Það er leiðinlegt að festast í vef þjónustufyrirtækja og flækjast með fyrirspurnir sínar manna á milli án þess að fá lausnir. Ég hef þurft að ganga í gegnum það undanfarna daga. Fyrir rétt rúmri viku rak ég upp stór augu þegar ég las bankayfirlitið mitt. Á fyrirframgreiddu kreditkorti mínu höfðu verið færðar út sjö milljónir. Þrátt fyrir það hafði ég ekki keypt neitt svo dýru verði. Þessi umrædda færsla átti sér þó aðdraganda.

Bakþankar
Fréttamynd

Dagbók frá Eþíópíu

Um fjögurleytið hélt ég að það myndi líða yfir mig af hungri. Klukkan átta um kvöldið var mér óglatt, klukkan tíu var ég orðin slöpp. Ég var stödd í norðurhluta Eþíópíu og hafði ekki borðað síðan eldsnemma um morguninn. Ekki af því að nægan mat væri ekki að finna þarna, heldur vegna þess að ég var sauður sem hafði skipulega tekist að missa af opnum veitingastöðum og verslunum. Þetta var lúxusvandamál.

Bakþankar
Fréttamynd

Ástarleikur allra tíma

Í íþróttaleikjum er hægt að krýna menn sigurvegara einungis fyrir það að standa best að vígi á einhverjum ákveðnum tímapunkti. Þannig er það óumdeilt að það lið sem hefur skorað fleiri mörk í fótbolta að 90 mínútum liðnum er sigurvegari. En í lífinu sjálfu gengur þetta ekki eins vel því tíminn stoppar aldrei sama hvaða dómari blæs í flautuna. Menn geta því gengið til náða sem hetjur en vaknað sem skúrkar eða dáið halloka en síðan verið minnst í sögunni sem sigurboga andans.

Bakþankar
Fréttamynd

Aldrei aftur Útey

Hvað gera unglingar og ungt fólk í sumarbúðum um mitt sumar? Tala saman, hlæja, ræða málin, njóta lífsins. Og svo er þetta tími upplifana, hrifningar og að verða ástfanginn.

Bakþankar
Fréttamynd

Opið samfélag og óvinir þess

Voðaverkin sem framin voru í Noregi á föstudag munu sitja lengi í manni. Í það minnsta hefur sá sem hér skrifar vart getað leitt hugann að öðru þessa helgina. Hátt í hundrað eru látnir, mikið til börn og unglingar, því árásarmaðurinn vildi senda út pólitísk skilaboð. Hryllilegt en nauðsynlegt, skrifaði hann stuttu fyrir hina þaulskipulögðu árás. Að hugsa sér að þankagangur manneskju geti farið jafn rækilega út af sporinu og valdið eyðileggingu sem þessari.

Bakþankar
Fréttamynd

Varðandi álfa

Í einni af skáldsögum Terrys Pratchett segir frá norn sem fer í húsvitjun til blikksmiðsins í þorpinu til að komast að því af hverju börnin hans veikjast. Með í för er ung stúlka, lærlingur hennar í nornalist. Eftir að hafa skoðað börnin og kynnt sér staðhætti segir nornin blikksmiðnum að börnin séu veik af því að púkar hafi lagt bölvun á brunninn hans, hann verði að grafa nýjan uppi í brekkunni hinum megin við bæjarhúsið.

Bakþankar
Fréttamynd

Ferðast fram og til baka

Samgöngur eru merkilegt fyrirbæri. Seint um kvöld um miðja síðustu viku var mér skutlað út á Keflavíkurflugvöll á bíl sem gekk fyrir óhóflega dýru eldsneyti. Eftir að ég hafði tékkað inn, farið í gegnum öryggisskoðunina og ráfað stefnulaust um flugstöðina var haldið í flugvélina. Planið var að sofa alla leiðina til Kaupmannahafnar en sætisfélaginn var ekki á sömu skoðun.

Bakþankar
Fréttamynd

Ég man þig, mun þú mig

Það er svolítið skrýtið með minningar manns stundum. Ég tel mig hafa nokkuð gott minni, bæði skammtíma- og langtímaminni, en stundum hef ég komist að því að það sem ég man á lítið skylt við raunveruleikann.

Bakþankar
Fréttamynd

Krumpaður löber á veisluborði

Það vakti nokkra athygli þegar fregnir bárust af því að mögulega þyrfti að grípa til nýrrar gjaldtöku eða að hækka þau gjöld sem fyrir eru til að standa undir vegakerfi landsins. Í ljós hefur komið að í fyrsta skipti í háa herrans tíð stóðu gjöld af bílum og olíu undir vegaframkvæmdum. Og ástæðan kemur ekki til af góðu; skorið hefur verið ótæpilega niður í vegaframkvæmdum.

Bakþankar
Fréttamynd

Berndskir leikhústöfrar

Ekki man ég eftir því að söfn hafi verið jafnskemmtileg þegar ég var krakki og þau eru nú. Það mátti ekkert snerta og síst af öllu leika sér með neitt. Þótt vissulega sé enn ætlast til þess að safngestir virði sýningarmuni má til dæmis bregða sér í búninga og handleika sverð á Minjasafninu á Akureyri og á Smámunasafninu í Eyjafirði er sérstakt dótahorn fyrir krakka sem sýna uppröðun blýantsstubba takmarkaðan áhuga. Eitt nýjasta safnið hér á landi eru Brúðuheimar í Borgarnesi sem þýski brúðugerðarmeistarinn Bernd Ogrodnik stendur á bak við og þar er eins gott að hafa tímann fyrir sér, enda nóg að sjá.

Bakþankar