Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifa 12. september 2025 06:32 Ríkisstjórnin kallar fjárlagafrumvarp sitt aðhaldssamt og ábyrgt – forsætisráðherra talar um „tiltekt“. En sú tiltekt er öll á kostnað láglaunafólks og almennings. Fjárlagafrumvarpið eykur misskiptingu, dregur úr aðgengi að grunnþjónustu og leggur byrðarnar á herðar þeirra sem minnst hafa. Félagslegar áherslur skortir tilfinnanlega – landinu er stjórnað af hægrisinnuðum stjórnmálamönnum. Rétt er þó að nefna líka jákvæð skref: hærri veiðigjöld, aukið fjármagn til geðheilbrigðismála og trygging þess að greiðslur almannatrygginga hækki með launavísitölu. En þessi atriði vega lítið á móti stóru myndinni. Því miður. Tekjuhliðin Fjárlagafrumvarpið byggir fyrst og fremst á aðhaldi á útgjaldahliðinni, á meðan breiðu bökunum eru hlíft. Þannig heldur ríkisstjórnin áfram að skera niður í menntun, menningu, velferð og umhverfismálum – en hlífir fjármagnseigendum og stóreignafólki. Ellilífeyrir og örorka Nýjar kerfisbreytingar í örorkulífeyriskerfinu, sem Vinstri græn komu í gegn, hafa þegar bætt stöðu öryrkja verulega. Ríkisstjórnin sýnir hins vegar engin merki þess að ellilífeyrir verði hækkaður til samræmis. Það væri sanngjarnt og nauðsynlegt skref. Á sama tíma er gert ráð fyrir að ríkið hætti jöfnunarframlögum til lífeyrissjóða vegna örorkubyrðar, eitthvað sem fjármálaráðuneytið verður að ná sanngjarnri niðurstöðu um með lífeyrissjóðunum. Annars munu lífeyrissjóðir – og þar með verkafólk – bera byrðarnar. Menning og íslenskan Framlög til menningar og íslenskunnar eru áfram of lítil. Þau mæta engan veginn þörfum þessa stækkandi málaflokks. Innflytjendur eru orðnir um 80 þúsund talsins, og íslenskukennsla er langtímaverkefni, ekki skyndilausn. Að skera niður framlög til íslenskukennslu og inngildingar er aðför að samfélagslegri samheldni og framtíð tungunnar. Þá er grafalvarlegt að félags- og húsnæðismálaráðherra leggur ekki fram nýja stefnu í málefnum innflytjenda þrátt fyrir að hún hafi verið fullmótuð á síðasta kjörtímabili. Hún hefur greinilega sópað henni út af borðinu í tiltektinni. Atvinnuleysi Ríkisstjórnin hyggst stytta bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr 30 mánuðum í 18. Þetta gengur beint gegn kröfum verkalýðshreyfingarinnar og grefur undan öryggi fólks á vinnumarkaði. Ekki verður séð að „tiltekt“ forsætis- og félagsmálaráðherra á þessu sviði verði nýtt til að hækka bætur eða efla vinnumarkaðsaðgerðir, heldur aðeins til að skera niður. Það er aumt. Háskólar og skólagjöld Háskólastigið er áfram vanfjármagnað. Í stað þess að stefna að OECD-meðaltali er boðuð hækkun skrásetningargjalda um allt að 33%, í 100 þúsund krónur. Það þrengir að efnaminni nemendum og gengur þvert gegn stefnu Samfylkingarinnar um gjaldfrjálst háskólanám. „Tiltektin“ hér er árás á jöfnuð í menntun. Húsnæðismál Í fjárlagafrumvarpinu er ekkert sem raunverulega styrkir húsnæðismarkaðinn. Aðeins er boðið upp á tímabundin úrræði til 2027 – sem er ekki stefna heldur frestun á vandanum. Þetta er grafalvarlegt í ljósi húsnæðiskreppu sem bitnar mest á ungu fólki, fjölskyldum og leigjendum. Umhverfismál Frá 2017–2021 jókst fjármagn til umhverfismála um tæp 50% undir forystu Vinstri grænna. Nú ríkir metnaðarleysi. „Tiltekt“ hér felur í sér niðurskurð á fjárheimildum til grænna fjárfestinga, náttúruverndar, landgræðslu og skógræktar og sýnir að loftslags- og náttúruverndarmálum er ýtt til hliðar – stórkostleg afturför á tíma þegar þörfin fyrir róttækar aðgerðir er brýnni en nokkru sinni fyrr. Samantekt Þetta frumvarp er ekki hagræðing – þetta er árás á heimilin í landinu, á lífskjör venjulegs fólks, sem ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu fyrir kosningar að hlífa. Stytting bótatímabils, niðurskurður á jöfnun örorkubyrðar, rýrnun barnabóta og húsnæðisbóta – allt eykur þetta misskiptingu.Við í Vinstri grænum segjum: Fjárlög eiga að tryggja jöfnuð, réttlæti og velferð. Þau eiga að verja heimilin – ekki ráðast á þau. Svandís Svavarsdóttir er fyrrverandi ráðherra og formaður Vinstri grænna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson er fyrrverandi ráðherra og varaformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Skoðun Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin kallar fjárlagafrumvarp sitt aðhaldssamt og ábyrgt – forsætisráðherra talar um „tiltekt“. En sú tiltekt er öll á kostnað láglaunafólks og almennings. Fjárlagafrumvarpið eykur misskiptingu, dregur úr aðgengi að grunnþjónustu og leggur byrðarnar á herðar þeirra sem minnst hafa. Félagslegar áherslur skortir tilfinnanlega – landinu er stjórnað af hægrisinnuðum stjórnmálamönnum. Rétt er þó að nefna líka jákvæð skref: hærri veiðigjöld, aukið fjármagn til geðheilbrigðismála og trygging þess að greiðslur almannatrygginga hækki með launavísitölu. En þessi atriði vega lítið á móti stóru myndinni. Því miður. Tekjuhliðin Fjárlagafrumvarpið byggir fyrst og fremst á aðhaldi á útgjaldahliðinni, á meðan breiðu bökunum eru hlíft. Þannig heldur ríkisstjórnin áfram að skera niður í menntun, menningu, velferð og umhverfismálum – en hlífir fjármagnseigendum og stóreignafólki. Ellilífeyrir og örorka Nýjar kerfisbreytingar í örorkulífeyriskerfinu, sem Vinstri græn komu í gegn, hafa þegar bætt stöðu öryrkja verulega. Ríkisstjórnin sýnir hins vegar engin merki þess að ellilífeyrir verði hækkaður til samræmis. Það væri sanngjarnt og nauðsynlegt skref. Á sama tíma er gert ráð fyrir að ríkið hætti jöfnunarframlögum til lífeyrissjóða vegna örorkubyrðar, eitthvað sem fjármálaráðuneytið verður að ná sanngjarnri niðurstöðu um með lífeyrissjóðunum. Annars munu lífeyrissjóðir – og þar með verkafólk – bera byrðarnar. Menning og íslenskan Framlög til menningar og íslenskunnar eru áfram of lítil. Þau mæta engan veginn þörfum þessa stækkandi málaflokks. Innflytjendur eru orðnir um 80 þúsund talsins, og íslenskukennsla er langtímaverkefni, ekki skyndilausn. Að skera niður framlög til íslenskukennslu og inngildingar er aðför að samfélagslegri samheldni og framtíð tungunnar. Þá er grafalvarlegt að félags- og húsnæðismálaráðherra leggur ekki fram nýja stefnu í málefnum innflytjenda þrátt fyrir að hún hafi verið fullmótuð á síðasta kjörtímabili. Hún hefur greinilega sópað henni út af borðinu í tiltektinni. Atvinnuleysi Ríkisstjórnin hyggst stytta bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr 30 mánuðum í 18. Þetta gengur beint gegn kröfum verkalýðshreyfingarinnar og grefur undan öryggi fólks á vinnumarkaði. Ekki verður séð að „tiltekt“ forsætis- og félagsmálaráðherra á þessu sviði verði nýtt til að hækka bætur eða efla vinnumarkaðsaðgerðir, heldur aðeins til að skera niður. Það er aumt. Háskólar og skólagjöld Háskólastigið er áfram vanfjármagnað. Í stað þess að stefna að OECD-meðaltali er boðuð hækkun skrásetningargjalda um allt að 33%, í 100 þúsund krónur. Það þrengir að efnaminni nemendum og gengur þvert gegn stefnu Samfylkingarinnar um gjaldfrjálst háskólanám. „Tiltektin“ hér er árás á jöfnuð í menntun. Húsnæðismál Í fjárlagafrumvarpinu er ekkert sem raunverulega styrkir húsnæðismarkaðinn. Aðeins er boðið upp á tímabundin úrræði til 2027 – sem er ekki stefna heldur frestun á vandanum. Þetta er grafalvarlegt í ljósi húsnæðiskreppu sem bitnar mest á ungu fólki, fjölskyldum og leigjendum. Umhverfismál Frá 2017–2021 jókst fjármagn til umhverfismála um tæp 50% undir forystu Vinstri grænna. Nú ríkir metnaðarleysi. „Tiltekt“ hér felur í sér niðurskurð á fjárheimildum til grænna fjárfestinga, náttúruverndar, landgræðslu og skógræktar og sýnir að loftslags- og náttúruverndarmálum er ýtt til hliðar – stórkostleg afturför á tíma þegar þörfin fyrir róttækar aðgerðir er brýnni en nokkru sinni fyrr. Samantekt Þetta frumvarp er ekki hagræðing – þetta er árás á heimilin í landinu, á lífskjör venjulegs fólks, sem ríkisstjórnarflokkarnir lofuðu fyrir kosningar að hlífa. Stytting bótatímabils, niðurskurður á jöfnun örorkubyrðar, rýrnun barnabóta og húsnæðisbóta – allt eykur þetta misskiptingu.Við í Vinstri grænum segjum: Fjárlög eiga að tryggja jöfnuð, réttlæti og velferð. Þau eiga að verja heimilin – ekki ráðast á þau. Svandís Svavarsdóttir er fyrrverandi ráðherra og formaður Vinstri grænna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson er fyrrverandi ráðherra og varaformaður Vinstri grænna.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar