Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar 12. september 2025 08:33 Neysluvatn, hitaveita, rafmagn og fráveita eru lífsnauðsynlegir innviðir. Þetta eru grunnstoðir samfélagsins, forsenda öryggis, heilsu, atvinnuuppbyggingar og lífsgæða. Fyrirtækin sem bera ábyrgð á orkuöflun og á kerfunum sem dreifa þessum lífsgæðum til fólks standa of oft frammi fyrir hindrunum sem seinka nauðsynlegum framkvæmdum. Það er sameiginleg ábyrgð okkar að tryggja öllum gott aðgengi að lífsnauðsynlegum innviðum og til þess þarf regluverkið að styðja hraðar við nauðsynlegar lausnir. Einfaldara og skilvirkara kerfi Eins og staðan er í dag eru leyfisveitingar og skipulagsferlar einfaldlega of flóknir og dragast oft á langinn. Brýn verkefni sitja oft föst í biðröðum jafnvel árum saman, án þess að það auki gæði né öryggi. Það skilar sér í hærri kostnaði fyrir samfélagið, hægari orkuskiptum og seinkun á framkvæmdum. Mikilvægt er að horfa ekki aðeins til aukinnar orkuvinnslu – hvort sem um ræðir raforku eða varma – heldur einnig til þeirra innviða sem flytja og dreifa orkunni til heimila og atvinnulífs svo hún komist á leiðarenda. Til að vernda og byggja upp Ómissandi innviðir þurfa að fá sérferli til að vernda og byggja upp. Þetta snýst ekki aðeins um nýja orkukosti eða nýframkæmdir. Núverandi innviðir þurfa líka að njóta forgangs í vernd og viðnámsþrótti. Við þurfum að tryggja að hægt sé að hita heimilin, kveikja ljósin og drekka vatnið úr krönunum, hvort sem það er í nýjum hverfum eða eldri húsum. Það þarf að skapa skýrt ferli til að tryggja forvarnir, viðhald og styrkingu á þeim kerfum sem samfélagið þegar byggir á – svo þau standist bæði náttúruvá, skemmdarverk, slys eða aðrar áhættur. Hér má nefna verndun kalda vatnsins okkar, að tryggja að við getum virkjað heitt vatn án áralangra samninga við landeigendur og sveitarfélög. Jafnframt þarf að tryggja athafnasvæði fyrir núverandi auðlindir eins og borholur innan hins byggða umhverfis. Þetta getur líka átt við svæði fyrir lagnir og tengirými á höfuðborgarsvæðinu. Veitur og Samorka hafa þrýst á stjórnvöld til að tryggja enn frekar hagsmuni ómissandi innviða en í kjölfar eldanna á Reykjanesskaga sjáum við að við verðum að gera enn betur. Lærum af öðrum Nágrannalönd okkar hafa þegar sýnt fram á að þetta er hægt. Þýskaland hefur stytt leyfisferla fyrir jarðhita, Danmörk hefur komið á einfaldara leyfiskerfi fyrir vindorku, Noregur hefur hraðað uppbyggingu dreifikerfa fyrir rafbílavæðingu og Holland hefur sett á fót sérstakt hraðferli fyrir flutningskerfi raforku. Og svipuð þróun sést víðar í kringum okkur. Í Bandaríkjunum hefur hraðari afgreiðsla stórra innviðaverkefna með samhæfingu stofnana og skýrum tímaramma verið innleidd. Í Nýja Sjálandi hefur löggjöf einfaldað ferla fyrir þjóðhagslega mikilvæg verkefni og eignanámsferli. Og í Kaliforníu er gervigreind nýtt til að hraða byggingarleyfum og auka viðnámsþrótt í kjölfar náttúruvár. Þetta snýst um okkur öll Regluverk þarf ekki að vera hindrun heldur gæti það verið stuðningur. Það þarf að tryggja gæði, öryggi og gagnsæi – en jafnframt að skapa skilvirkt umhverfi þar sem innviðaverkefni sem varða öryggi og lífsgæði njóta forgangs. Með einfaldari skipulags- og leyfisferlum, skýrum ferlum fyrir viðhald og vernd, samræmdum reglum og skýrum tímaramma er hægt að tryggja að verkefnin sem skipta mestu máli fari hratt í framkvæmd. Þetta er ekki einkamál veitu- og orkufyrirtækja, heldur lífsgæðamál fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastýra Veitna og stjórnarformaður Samorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sólrún Kristjánsdóttir Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Neysluvatn, hitaveita, rafmagn og fráveita eru lífsnauðsynlegir innviðir. Þetta eru grunnstoðir samfélagsins, forsenda öryggis, heilsu, atvinnuuppbyggingar og lífsgæða. Fyrirtækin sem bera ábyrgð á orkuöflun og á kerfunum sem dreifa þessum lífsgæðum til fólks standa of oft frammi fyrir hindrunum sem seinka nauðsynlegum framkvæmdum. Það er sameiginleg ábyrgð okkar að tryggja öllum gott aðgengi að lífsnauðsynlegum innviðum og til þess þarf regluverkið að styðja hraðar við nauðsynlegar lausnir. Einfaldara og skilvirkara kerfi Eins og staðan er í dag eru leyfisveitingar og skipulagsferlar einfaldlega of flóknir og dragast oft á langinn. Brýn verkefni sitja oft föst í biðröðum jafnvel árum saman, án þess að það auki gæði né öryggi. Það skilar sér í hærri kostnaði fyrir samfélagið, hægari orkuskiptum og seinkun á framkvæmdum. Mikilvægt er að horfa ekki aðeins til aukinnar orkuvinnslu – hvort sem um ræðir raforku eða varma – heldur einnig til þeirra innviða sem flytja og dreifa orkunni til heimila og atvinnulífs svo hún komist á leiðarenda. Til að vernda og byggja upp Ómissandi innviðir þurfa að fá sérferli til að vernda og byggja upp. Þetta snýst ekki aðeins um nýja orkukosti eða nýframkæmdir. Núverandi innviðir þurfa líka að njóta forgangs í vernd og viðnámsþrótti. Við þurfum að tryggja að hægt sé að hita heimilin, kveikja ljósin og drekka vatnið úr krönunum, hvort sem það er í nýjum hverfum eða eldri húsum. Það þarf að skapa skýrt ferli til að tryggja forvarnir, viðhald og styrkingu á þeim kerfum sem samfélagið þegar byggir á – svo þau standist bæði náttúruvá, skemmdarverk, slys eða aðrar áhættur. Hér má nefna verndun kalda vatnsins okkar, að tryggja að við getum virkjað heitt vatn án áralangra samninga við landeigendur og sveitarfélög. Jafnframt þarf að tryggja athafnasvæði fyrir núverandi auðlindir eins og borholur innan hins byggða umhverfis. Þetta getur líka átt við svæði fyrir lagnir og tengirými á höfuðborgarsvæðinu. Veitur og Samorka hafa þrýst á stjórnvöld til að tryggja enn frekar hagsmuni ómissandi innviða en í kjölfar eldanna á Reykjanesskaga sjáum við að við verðum að gera enn betur. Lærum af öðrum Nágrannalönd okkar hafa þegar sýnt fram á að þetta er hægt. Þýskaland hefur stytt leyfisferla fyrir jarðhita, Danmörk hefur komið á einfaldara leyfiskerfi fyrir vindorku, Noregur hefur hraðað uppbyggingu dreifikerfa fyrir rafbílavæðingu og Holland hefur sett á fót sérstakt hraðferli fyrir flutningskerfi raforku. Og svipuð þróun sést víðar í kringum okkur. Í Bandaríkjunum hefur hraðari afgreiðsla stórra innviðaverkefna með samhæfingu stofnana og skýrum tímaramma verið innleidd. Í Nýja Sjálandi hefur löggjöf einfaldað ferla fyrir þjóðhagslega mikilvæg verkefni og eignanámsferli. Og í Kaliforníu er gervigreind nýtt til að hraða byggingarleyfum og auka viðnámsþrótt í kjölfar náttúruvár. Þetta snýst um okkur öll Regluverk þarf ekki að vera hindrun heldur gæti það verið stuðningur. Það þarf að tryggja gæði, öryggi og gagnsæi – en jafnframt að skapa skilvirkt umhverfi þar sem innviðaverkefni sem varða öryggi og lífsgæði njóta forgangs. Með einfaldari skipulags- og leyfisferlum, skýrum ferlum fyrir viðhald og vernd, samræmdum reglum og skýrum tímaramma er hægt að tryggja að verkefnin sem skipta mestu máli fari hratt í framkvæmd. Þetta er ekki einkamál veitu- og orkufyrirtækja, heldur lífsgæðamál fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastýra Veitna og stjórnarformaður Samorku.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar