Bakþankar

Bakþankar

Fréttamynd

Gjörið svo vel

Hingað til hefur verið um það þegjandi sátt að Seðlabanki Íslands sé hinn pólitíski súr sem fullnýttir stjórnmálamenn eru lagðir í og geymdir aftast í búrinu. Nú hefur hins vegar einn sláturkeppurinn í troginu talið sér trú um að hann sé jafn ferskur og meyr lund af nýslátruðu ungnauti, ýtt norska hamborgarhryggnum til hliðar og sett sjálfan sig efst á matseðil íslenskra stjórnmála.

Bakþankar
Fréttamynd

Góði pabbi, vondi pabbi

Vökustaurar forfeðranna hafa nú loks endurheimt hlutverk sitt síðustu örlaganætur. Ósofnir og veðraðir víkingarnir hafa snúið aftur til að færa okkur almúgan­um þau tíðindi að skildirnir séu brotnir, axirnar hauslausar og útrásin hafi breyst í innrás.

Bakþankar
Fréttamynd

Bréf til Jóhanns sýslumanns

Jæja Jóhann, þó hugurinn hafi stefnt eitthvert annað þá ertu nú staddur á tímamótum. Þér hefur verið bolað burt, eftir því sem þú segir sjálfur, og því vil ég skrifa þér þetta bréf því allir lendum við í því að standa einhvern tímann á tímamótum sem komu of snemma að okkar mati. Mig langar í tilefni dagsins að benda þér á jákvæðu punktana sem finnast á svona tímamótum.

Bakþankar
Fréttamynd

Geheime Staatspolizei á Íslandi

Manni rennur alltaf kalt vatn milli skinns og hörunds þegar maður heyrir að Alþingi sé að taka til meðferðar frumvörp sem séu „svo leynileg að raunverulegt innihald þeirra megi alls ekki spyrjast út til þjóðarinnar" - í hverrar umboði Alþingi starfar. BB dómsmálaráðherra hefur verið allra manna duglegastur við að leggja fram dularfull drög að dularfullum frumvörpum um dularfullar stofnanir með dularfullan tilgang. Að þessu sinni munu drögin dularfullu vera að frumvarpi um öryggis- og greiningarþjónustu og hafa verið kynnt fyrir fulltrúum þingflokka og því lýst hvernig skipa megi „þessum málum" hér á landi. Þá hefur nefnd á vegum utanríkisráðherra „um hættumat" einnig verið kynnt þessi frumvarpsdrög.

Bakþankar
Fréttamynd

Gamlir símastaurar syngja

Sjálfstæðismenn eru ákveðnir sem aldrei fyrr að reisa skáldinu Tómasi Guðmundssyni aðra styttu til viðbótar þeirri sem er í Borgarbókasafninu við Tryggvagötu. Það er náttúrlega gleðiefni að til séu peningar fyrir henni nú á krepputímum og gaman að íslenskur listamaður eigi von á jafnarðbæru verkefni.

Bakþankar
Fréttamynd

Ljótara kynið

Vitanlega brá mér svolítið í gær þegar ég kíkti inn á fréttavef Vísis og sá þar stórfrétt undir fyrirsögninni „Hrukkótt Terminator-stjarna vekur athygli - myndir." Hugsið ykkur, hin 51 árs gamla Linda Hamilton er komin með eina eða tvær hrukkur, það er svakalegt.

Bakþankar
Fréttamynd

Sparnaðarráð

Sumar stéttir blómstra á krepputímum. Sparnaðarráðgjafar eru ein þeirra. Smjör drýpur af hverju strái í húsakynnum þeirra þessa dagana þar sem prólarnir flykkjast að, ólmir í að fá að borga fyrir að meðtaka fagnaðarerindið um að eyða ekki um efni fram.

Bakþankar
Fréttamynd

Spilað með hjartastrengina

Svona áratug eftir svolítið kaldrifjuð unglingsár þar sem fátt snerti mína viðkvæmari hjartastrengi eignaðist ég frumburðinn minn. Umsvifalaust snerist dæmið við, því allar götur síðan hefur lítið þurft til að slá mig út af laginu, einkum og sér í lagi ef það viðkemur börnum.

Bakþankar
Fréttamynd

Að granda sýslumanni - mannfórn í Keflavík

Eitt höfuðeinkenni góðrar stjórnsýslu er að menn staldri stutt við á valdastólum. Enginn ráðherra á að gegna sama ráðherraembætti lengur en fjögur ár né vera ráðherra lengur en átta ár samtals - átta ár eru hryllilega langur tími. Svipað á að gilda um stjórnendastöður hjá Ríkinu. Fjögurra ára ráðningartími og framlengdur um tvö til fjögur ár ef frammistaðan er almennt talin hafa verið frábær - en auðvitað auglýsa embættið eftir fjögur ár.

Bakþankar
Fréttamynd

Tímarnir

Nýliðin vika flokkast undir tímabil, sem oft eru stutt í veraldarsögunni - en þeim mun áhrifameiri -, sem fá mann til að klóra sér í höfðinu, með einleigan og sakleysilegan svip og vör, og segja „ja hérna." Allt í einu fara hundrað ára gamlir bankar á höfuðið í Bandaríkjunum eins og ekkert sé. Stórfyrirtæki heimsins riða til falls. Ísland er á helmingsafslætti út af verðlítilli krónu, og það sem eru án efa stærstu tíðindin af öllum: Bjórinn er í fyrsta skipti ódýrari hér en í Danmörku. Hvernig gat það gerst?

Bakþankar
Fréttamynd

Haustlægð

Undanfarið hefur sótt að mér einhver drungi. Að gömlum sið kenndi ég veðrinu um en í gær fór að leita á mig grunur um að kannski væri ástæðan önnur. Kíkjum á litla samantekt á nokkrum fyrirsögnum sem birtust á síðum dagblaðanna í liðinni viku.

Bakþankar
Fréttamynd

Næsta góðæri

Æi, hættu nú þessu væli! Næsta góðæri verður enn unaðslegra en það síðasta, sannaðu bara til. Og það kemur áður en þú veist af! Í næsta góðæri verða einkaþotur eitthvað svo 2007. Þá dugar ekkert nema ein Stealth á mann, sumir fá sér kjarnorkukafbáta. Wagyu-steik verður öreigamatur, sneið af nýslátruðum pandabirni verður lágmarks krafa þeirra nýríku.

Bakþankar
Fréttamynd

Svindlað á okkur

Í hvert sinn sem minnst er á ójafna stöðu kynjanna verða alltaf einhverjir til að fá létt flogakast af pirringi. Geðvonskuna styðja þeir stundum með þeim rökum að íslenskar konur hafi það bara prýðilegt og ættu umsvifalaust að hætta þessu væli. Og vissulega búum við auðvitað við dásamlegar aðstæður í samanburði við konur í sumum öðrum heimshlutum sem margar fá hvorki tækifæri til að mennta sig né svo mikið sem velja sér maka sjálfar. Ekki eru til lög hér sem heimila barsmíðar á ódælum kvensniftum. Umskurður stúlkubarna þekkist ekki, konur eru ekki þvingaðar til að ganga í búrkum og mega vinna fyrir sér, sjást einar á almannafæri og aka bíl. Hafa rétt til að tjá sig opinberlega og kjósa. Við erum sannarlega lukkunnar pamfílar.

Bakþankar
Fréttamynd

Litlir kassar á lækjarbakka

Fyrir nokkrum árum var ég í gleraugnabúð mikilli í Barcelona. Þá var pesetinn enn við lýði, gengi hagstætt og vöruúrval virtist hið mesta enda voru gleraugu uppi um alla veggi í þessari stóru og nýtískulegu verslun. Ég þóttist því hafa himin höndum tekið.

Bakþankar
Fréttamynd

Pilsaþytur

Eflaust eru íslenskir karlmenn enn þá að jafna sig á því þegar Einar Ágúst steig á sviðið í Eurovision um árið íklæddur pilsi. Stolt þjóðarinnar, sem hefur í aldaraðir sannfært sjálfa sig um að hér búi mestu karlmenni veraldar, særðist þetta kvöld og fáir hafa látið sjá sig í slíku fati síðan.

Bakþankar
Fréttamynd

Stríð er friður - kreppa er góðæri

OMXI15 var 3.980,37 klukkan 13.30 þegar ég settist niður til að borða samlokuna mína eftir erfiðan morgun. Skynsemin segir að sjálfsögðu að tilbúin, bragðlaus og rándýr samloka úr kæliborði klukkubúðar sé það síðasta sem maður ætti að festa kaup á þegar úrvalsvísitölur falla allt í kringum mann og kreppan gægist yfir flísklæddu öxlina á afgreiðslustelpunni. En ég ræð bara ekki við mig.

Bakþankar
Fréttamynd

Húsráð gegn grámósku tilverunnar

Gulltrygg aðferð til að gefa sjálfum sér jákvæðar strokur er að kaupa fallega skó. Sumum kann að virðast þetta heldur þunnildisleg sálfræði en reynslan hefur margsannað að glæsilegt skótau getur þurrkað upp vægan lífsleiða í einu vetfangi.

Bakþankar
Fréttamynd

Flókin mál og einföld

Þegar ég ligg ekki undir feldi kvalinn af áhyggjum af efnahagsmálum, menntamálum, stjórnmálum og framtíð þjóðarinnar er ég stundum að velta því fyrir mér af hverju eitthvað sé eins og það er. Dæmi: Af hverju eru svona margar og mismunandi mælieiningar í gangi?

Bakþankar
Fréttamynd

Yes, she can

Um leið og ég heyrði af Söru Palin varaforsetaefni repúblikana í Bandaríkjunum hugsaði ég með mér, almáttugur, hvernig ætlar konan að fara að þessu.

Bakþankar
Fréttamynd

Rembast

Það hvarflar óneitanlega að manni að ef ljósmæður hefðu haft einhver tök á því að keppa í grein sinni, helst á stóru ljósmæðramóti í útlöndum – þar sem þær hefðu unnið til verðlauna eftir æsispennandi keppni við t.d. franskar stallsystur sínar eða spænskar – að þá myndu kannski málefni ljósmæðra í yfirstandandi kjarabaráttu njóta meiri vinsælda hjá hinu opinbera.

Bakþankar
Fréttamynd

Ljósmæður í myrkrinu

Þegar þetta er skrifað hefur enn ekki samist í deilu ljósmæðra og ríkisins, og fátt bendir til að það eigi eftir að breytast á næstu dögum. Ljósmæður byrja á tveimur tveggja daga verkfallslotum áður gripið verður til allsherjarverkfalls í lok mánaðarins.

Bakþankar
Fréttamynd

02.10.2044

Þann annan október árið 2044 verða fimm dagar í að ég verði 79 ára. Komandi afmæli verður mér þó ekki efst í huga heldur sú staðreynd að þennan dag mun ég borga síðustu afborgunina af húsnæðisláninu mínu, 480. greiðslu af 480.

Bakþankar
Fréttamynd

Nóg er nóg er nóg

Á dögunum þáði ég boð um að mæta á samkomu hjá Samhjálp. Bjóðandinn er dæmalaust vel gerður piltur sem nýlega sneri við blaðinu og kvaddi förunaut sinn fíkniefnadjöfulinn sem hafði verið honum fylgispakur um hríð.

Bakþankar
Fréttamynd

Ég og ímynd Íslands

Eitt helsta tískuorðið nú á dögum er orðið „ímynd". Fyrirtæki, sveitarfélög og þjóðir eyða geysilegum tíma og fjármunum í þetta fyrirbæri. Ég hef reyndar alltaf haft óbeit á þessu hugtaki þar til í gær þegar ég fékk mér kaffi í spænska þorpinu Guadix.

Bakþankar
Fréttamynd

Frumvarp til laga um hæfilega spillingu

1. grein: „Láttu ekki standa þig að verki.“ 2. grein. „Ef þú ert gripinn áttu að biðjast fyrirgefningar án þess að slá til blaðamanna.“ Þér verður fyrirgefið. Það krefst þess enginn að þingmaður hafi óbrenglaða dómgreind.

Bakþankar
Fréttamynd

Heimkoman

Það var klippt á borða þegar mamma og pabbi komu með mig heim af fæðingardeildinni. Ég man náttúrulega ekkert eftir þessu en systur mínar strengdu borða milli tveggja staura og stóðu heiðursvörð við afleggjarann heima með eldhússkærin til reiðu.

Bakþankar
Fréttamynd

Ungfrú klaustur 2008

Raunveruleikinn er oft áhugaverðari en skáldskapur. Þannig var einmitt með fegurðarsamkeppnina sem faðir Antonio Rungi ætlaði að skipuleggja og halda með hjálp netsins. Þar átti að keppa í fegurð nunna. Ekki bara líkamlegri fegurð heldur heildarfegurð, með áherslu á góðverk, guðsgjafir og geislandi viðmót.

Bakþankar