Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Valskonur Íslandsmeistarar í futsal kvenna

    Svava Rós Guðmundsdóttir tryggði Valskonum Íslandsmeistaratitilinn í innanhússknattspyrnu, futsal, þegar hún skoraði sigurmarkið þremur sekúndum fyrir leikslok í dramatískum 6-5 sigri á ÍBV í úrslitaleik í Laugardalshöllinni í dag. ÍBV komst í 5-2 í úrslitaleiknum en Valskonur skoruðu fjögur mörk á síðustu fimm mínútum leiksins.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Vinnur Valur tvöfalt í futsal á morgun?

    Nú er ljóst hvaða félög leika til úrslita í Íslandsmótinu í innanhúsknattspyrnu, Futsal, á morgun en undanúrslitin voru leikin í Laugardalshöll í dag. Í kvennaflokki leika Valur og íBV til úrslita klukkan 12.15 og þar geta Vestmannaeyingar varið titil sinn. Í karlaflokki leika Valur og Víkingur Ólafsvík til úrslita klukkan 14.00. Þetta kom fram á heimasíðu KSÍ.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Verja Eyjamenn titlana sína í Futsal?

    Nýir Íslandsmeistarar karla og kvenna í Futsal verða krýndir um helgina en úrslitakeppnin verður leikin í Laugardalshöllinni á laugardag og sunnudag. Undanúrslitin fara fram á laugardaginn en úrslitaleikirnir á sunnudaginn. Þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambandsins.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Rósa og Telma í raðir Mosfellinga

    Miðjumaðurinn Rósa Hauksdóttir, sem leikið hefur með Fram undanfarin tvö ár, er gengin í raðir Aftureldingar. Þá hefur Telma Hjaltalín Þrastardóttir snúið á heimaslóðir eftir dvöl hjá Val.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Chantel Jones valin best í Pepsi-deild kvenna

    Chantel Nicole Jones, markvörður Íslandsmeistara Þór/KA, var valin besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna af leikmönnum deildarinnar. Valið var tilkynnt í sérstakri athöfn í Silfurbergi í Hörpu í kvöld en hátíðin var einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Löng bið loksins á enda

    Þó svo að tímabilinu í Pepsi-deild kvenna hafi lokið fyrir næstum þremur vikum síðan hafa leikmenn Stjörnunnar þurft að halda sér á tánum. Liðið mætir í kvöld rússneska félaginu Zorky Krasnogorsk á heimavelli sínum í Garðabæ en þetta verður fyrsti Evrópuleikur félagsins frá upphafi.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Ragna Lóa tekur við kvennaliði Fylkis

    Ragna Lóa Stefánsdóttir hefur verið ráðinn sem nýr þjálfari meistaraflokks kvenna. Aðstoðarmaður hennar verður Kjartan Stefánsson sem stýrði liðinu í síðustu sex leikjum liðsins á síðustu leiktíð.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Norður-Írland 2-0

    Ísland vann virkilega mikilvægan sigur, 2-0, á Norður-Írum í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu kvenna sem fram fer árið 2013 í Svíþjóð. Íslenska liðið er því í efsta sæti riðilsins fyrir lokaleikinn gegn Norðmönnum sem fram fer á miðvikudaginn og dugar liðinu eitt stig í þeim leik til að tryggja sig á mótið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Grimsley valin best í Pepsi-deild kvenna

    Kayle Grimsley í Íslandsmeistaraliði Þórs/KA var í dag valin besti leikmaður umferða 10 til 18 í Pepsi-deild kvenna. Þjálfari Þórs/KA, Jóhann Kristinn Gunnarsson, var þess utan valinn besti þjálfarinn.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Umfjöllun: Þór/KA-Selfoss 9-0 | Þór/KA Íslandsmeistari í fyrsta sinn

    Þór/KA er Íslandsmeistari kvenna í fótbolta í fyrsta skipti eftir 9-0 stórsigur á Selfossi á Akureyri í 17. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Þór/KA-liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik og raðaði síðan inn mörkum í seinni hálfleiknum. Sandra María Jessen og Katrín Ásbjörnsdóttir voru báðar með þrennu fyrir Þór/KA í kvöld og Kayle Grimsley lagði upp fimm af mörkum liðsins.

    Íslenski boltinn