Besta deild kvenna

Besta deild kvenna

Leikirnir




    Fréttamynd

    Senn lokað fyrir félagaskipti

    Frá og með miðnætti næsta sunnudagskvöld verður íslenskum knattspyrnufélögum ekki lengur heimilt að fá til sín nýja leikmenn í sumar en þá lokar félagaskiptaglugga KSÍ til fimmtánda október. Það má því búast við erli í félagaskiptunum fyrir og um helgina enda lokaspretturinn framundan á Íslandsmótinu.

    Sport
    Fréttamynd

    Fjölnir burstaði ÍR

    Einn leikur var á dagskrá í 1. deild kvenna í gærkvöldi. Efsta liðið Fjölnir burstaði ÍR með fimm mörkum gegn engu.

    Sport
    Fréttamynd

    A landslið kvenna gegn Bandaríkjun

    Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur valið íslenska hópinn fyrir vináttulandsleik gegn Bandaríkjunum, en liðin mætast á Home Depot Center vellinum í Los Angeles 24. júlí næstkomandi.

    Sport
    Fréttamynd

    Búið að velja U21 kvenna

    Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari U21 landsliðs kvennaí knatspyrnu, hefur valið 18 manna hóp til þátttöku á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Svíþjóð síðar í mánuðinum.

    Sport
    Fréttamynd

    Breiðablik,KR og Fjölnir áfram

    Breiðablik, KR og Fjönir eru komin í undanúrslit Visa Bikar kvenna eftir sigra í kvöld. Breiðablik sigraði Keflavík 3-1. Fyrstu deildarlið Fjölnis sigraði Skagastúlkur 4-1 og loks sigraði KR lið Stjörnunnar 3-1 í Garðabæ. Auk þessara þriggja liða er Valur einnig komið í undanúrlit.

    Sport
    Fréttamynd

    Margrét Lára með fimm mörk

    Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fimm mörk þegar lið hennar Valur kjöldró ÍA 9-0 í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í gærkvöld. Dóra María Lárusdóttir, Rakel Logadóttir, Laufey Ólafsdóttir og Málfríður Sigurðardóttir skoruðu hin mörkin. Valur er í öðru sæti með 21 stig, þremur minna en Breiðablik sem á leik til góða. Skagastúlkur eru neðstar án stiga.

    Sport
    Fréttamynd

    Margrét Lára skoraði fimm mörk

    Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Val sem vann ÍA 0-9 upp á Akranesi í kvöld. Margrét Lára skoraði tvö fyrstu mörk sín úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik en skoraði síðan þrjú mörk til viðbótar utan af velli.

    Sport
    Fréttamynd

    Landsbankadeildin í kvöld

    ÍA og Valur eigast við í Landsbankadeild kvenna í fótbolta og hefst leikurinn klukkan 20 á Akranesvelli. Þá mætast Haukar og KA á sama tíma í fyrstu deild karla.

    Sport
    Fréttamynd

    Landsbankadeild kvenna 5. júlí

    Þrír leikir verða í Landsbankadeild kvenna í kvöld.  Stórleikurinn er viðureign efstu liðanna Breiðabliks og Vals sem mætast á heimavelli Vals að Hlíðarenda.  Breiðablik hefur unnið alla 7 leikina í deildinni í sumar.

    Sport
    Fréttamynd

    Blikastúlkur lögðu Val í toppslag

    Íslandsmeistarar Vals töpuðu fyrir toppliði Breiðabliks í stórleik kvöldsins í Landsbankadeild kvenna en lokatölur urðu 1-2 á Hlíðarenda. Gréta Mjöll Samúelsdóttir skoraði sigurmark Kópavogsstúlkna á lokamínútunni.

    Sport
    Fréttamynd

    6 marka sigur Keflvíkinga

    Keflavík lagði FH 0-6 í fyrsta leik 8. umferðar Landsbankadeildar kvenna í kvöld. Vesna Smiljkovic og Nína Ósk Kristinsdóttir skoruðu tvö mörk hvor en Ágústa Jóna Heiðdal og Hrefna Magnea Guðmundsdóttir eitt hvor. Nýliðar Keflavíkur eru nú með 12 stig en ennþá í 5. sæti með jafnmörg stig og ÍBV og KR.

    Sport
    Fréttamynd

    Breiðablikskonur ósigrandi

    Breiðablik er enn ósigrað í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu eftir stórsigur á FH 7-0 í Hafnarfirði í gærkvöldi.  Gréta Mjöll Samúelsdóttir skoraði 3 mörk, Erna Sigurðardóttir 2 og þær Ólína Viðarsdóttir og Casey McCluskey sitt markið hvor. 

    Sport
    Fréttamynd

    Valsstúlkur lögðu KR naumlega

    Valsstúlkur lögðu KR naumlega, 1-2 í Landsbankadeildar kvenna í kvöld en sigurmarkið kom skömmu fyrir leikslok. Breiðabliksstúlkur unnu stórsigur á FH, 0-7 á útivelli í kvöld en þrír leikir fóru fram í 7. umferð.

    Sport
    Fréttamynd

    Keflavík skellti ÍA á útivelli

    Keflavík skellti ÍA, 5-0, á útivelli í Landsbankadeild kvenna í fótbolta í gærkvöldi. Ágústa Jóna Heiðdal, Lilja Íris Guðmundsdóttir, Hrefna Guðmundsdóttir, Nína Ósk Kristinsdóttir og Vesna Smiljkovic skoruðu mörkin.

    Sport
    Fréttamynd

    ÍBV stúlkur lögðu Stjörnuna

    Einum leik er lokið í Landsbankadeild kvenna en þrír leikir eru á dagskrá í kvöld. ÍBV lagði Stjörnuna á útivelli, 2-3 og eru Eyjastúlkur komnar með 12 stig í 4. sæti. Enn er markalaust í stórleik KR og Vals vestur í bæ en Breiðablik er 4-0 yfir gegn FH á útivelli.

    Sport
    Fréttamynd

    Leikir kvöldsins

    Þrír leikir verða á dagskrá í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld, þar á meðal stórleikur KR og Vals í Frostaskjóli klukkan 20. Einn leikur er á dagskrá í fystu deild karla.

    Sport
    Fréttamynd

    Tveir leikir hjá konunum í kvöld

    Tveir leikir eru í Landsbankadeild kvenna í fótbolta í kvöld. Stjarnan tekur á móti ÍBV klukkan 19 og klukkutíma síðar hefst viðureign ÍA og Keflavíkur á Akranesvelli.

    Sport
    Fréttamynd

    Blikastúlkur enn með fullt hús

    Breiðablik heldur áfram sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu en heil umferð fór fram í deildinni í kvöld. Blikastúlkur völtuðu yfir botnlið ÍA, 6-0 í kvöld og eru með fullt hús eftir 6 umferðir. ÍBV lagði KR óvænt, 3-2 á Hásteinsvelli í Eyjum og Íslandsmeistarar Vals unnu sinn fimmta sigur í röð þegar FH lá 4-1 á Hlíðarenda.

    Sport
    Fréttamynd

    Heil umferð hjá konunum

    Heil umferð verður í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Breiðablik tekur á móti ÍA, Valur fær FH í heimsókn, Keflavík og Stjarnan eigast við og ÍBV mætir KR í Eyjum . Flautað verður til leiks klukkan 20.

    Sport
    Fréttamynd

    ÍBV burstaði Keflavík

    ÍBV sigraði Keflavík 5-1 í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í gær. ÍBV er í 4. sæti með sex stig en Keflavík í 7. sæti með þrjú stig.

    Sport
    Fréttamynd

    ÍBV fór létt með Keflavík

    ÍBV vann stórsigur á Keflavík, 1-5 í Lansbankadeild kvenna í dag og lauk þar með fimmtu umferð. ÍBV er með 6 stig í fjórða sæti, 9 stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Nýliðar Keflavíkur sitja í næst neðsta sæti með aðeins 3 stig í fimm leikjum en einu stig þeirra í deildinni eru fyrir óvæntan stórsigur á Íslandsmeisturum Vals í fyrstu umferð.

    Sport
    Fréttamynd

    Þrír leikir hjá konunum

    Þrír leikir eru í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. KR og Keflavík eigast við í Vesturbænum, ÍA tekur á móti FH og Stjarnan og Breiðablik mætast í Garðabæ. Flautað verður til leiks klukkan 20.

    Sport
    Fréttamynd

    Blikastúlkur enn ósigraðar

    Breiðablik heldur áfram órofinni sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna. Kópavogsstúlkur lönduðu sínum fimmta sigri í röð í deildinni í kvöld þegar þær fóru yfir bæjarmörkin og lögðu Stjörnuna 1-2 á Stjörnuvelli. KR vann nýliða Keflavíkur 4-1 á KR-velli og FH sótti þrjú stig upp á Skaga þar sem ÍA tapaði 1-3.

    Sport
    Fréttamynd

    Laufey með fjögur í stórsigri Vals

    Íslandsmeistarar Vals skutust á topp Landsbankadeildar kvenna í dag með stórsgiri á ÍBV, 1-7 á Hásteinsvelli í Eyjum. Laufey Ólafsdóttir skoraði fernu fyrir Val, Margrét Lára Viðarsdóttir tvö og Rakel Logadóttir eitt. Bryndís jóhannesdóttir skoraði mark heimastúlkna.

    Sport
    Fréttamynd

    Enn frestað hjá Keflavík og ÍBV

    Leik Keflavíkur og ÍBV í Landsbankadeild kvenna hefur enn á ný verið frestað vegna veðurs en hann átti upphaflega að fara fram á Keflavíkurvelli í gær. Leikurinn var svo settur á kl. 18 í dag en ekki hefur enn verið flugfært til Eyja og hefur leikurinn nú verið settur á kl. 14:00  á laugardag, 18. júní á Keflavíkurvelli.

    Sport
    Fréttamynd

    Blikastúlkur unnu toppslaginn

    Blikastúlkur eru með fullt hús eftir fjórar umferðir í Landsbankadeild kvenna en Breiðablik vann KR 4-0 á Kópavogsvellinum í kvöld en fyrir leikinn höfðu liðin unnið alla 3 leiki sína í deildinni. Valsstúlkur komust í annað sætið með naumum 3-2 sigri á botnliði ÍA og Stjarnan vann sinn annan 1-0 sigur í röð, nú á FH á útivelli.

    Sport
    Fréttamynd

    Nína Ósk er hætt hjá Val

    Nína Ósk Kristinsdóttir leikur með Keflavík í kvöld gegn ÍBV í Landsbankadeild kvenna. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var frestað vegna ófærðar.

    Sport
    Fréttamynd

    Hrefna með fernu fyrir KR

    Heil umferð fór fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld og varð engin breyting á tveimur efstu sætum deildarinnar. Topplið KR lagði FH, 6-1 þar sem Hrefna Jóhannesdóttir skoraði fernu og eru Vesturbæjarstúlkur efstar með 9 stig eins og Breiðablik sem vann erfiðan útisigur á ÍBV, 1-2. Íslandsmeistarar Vals rassskelltu nýliða Keflavíkur, 0-9.

    Sport
    Fréttamynd

    Heil umferð hjá konunum

    Heil umferð verður í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Keflavík og Íslandsmeistarar Vals eigast við suður með sjó, Stjarnan og ÍA mætast í Garðabæ, KR tekur á móti FH og ÍBV fær Breiðablik í heimsókn. Leikirnir hefjast klukkan 20.

    Sport