Senn lokað fyrir félagaskipti Frá og með miðnætti næsta sunnudagskvöld verður íslenskum knattspyrnufélögum ekki lengur heimilt að fá til sín nýja leikmenn í sumar en þá lokar félagaskiptaglugga KSÍ til fimmtánda október. Það má því búast við erli í félagaskiptunum fyrir og um helgina enda lokaspretturinn framundan á Íslandsmótinu. Sport 27. júlí 2005 00:01
Fjölnir burstaði ÍR Einn leikur var á dagskrá í 1. deild kvenna í gærkvöldi. Efsta liðið Fjölnir burstaði ÍR með fimm mörkum gegn engu. Sport 26. júlí 2005 00:01
KS sigraði -staðan í öðrum leikjum Einum leik er lokið í 1. deild karla, KS sigraði Þór 1-0 á Siglufirði. Staðan í öðrum leikjum kvöldsins er eftirfarandi.... Sport 15. júlí 2005 00:01
A landslið kvenna gegn Bandaríkjun Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari A landsliðs kvenna, hefur valið íslenska hópinn fyrir vináttulandsleik gegn Bandaríkjunum, en liðin mætast á Home Depot Center vellinum í Los Angeles 24. júlí næstkomandi. Sport 13. júlí 2005 00:01
Búið að velja U21 kvenna Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari U21 landsliðs kvennaí knatspyrnu, hefur valið 18 manna hóp til þátttöku á Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer í Svíþjóð síðar í mánuðinum. Sport 13. júlí 2005 00:01
Breiðablik,KR og Fjölnir áfram Breiðablik, KR og Fjönir eru komin í undanúrslit Visa Bikar kvenna eftir sigra í kvöld. Breiðablik sigraði Keflavík 3-1. Fyrstu deildarlið Fjölnis sigraði Skagastúlkur 4-1 og loks sigraði KR lið Stjörnunnar 3-1 í Garðabæ. Auk þessara þriggja liða er Valur einnig komið í undanúrlit. Sport 12. júlí 2005 00:01
Margrét Lára með fimm mörk Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fimm mörk þegar lið hennar Valur kjöldró ÍA 9-0 í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í gærkvöld. Dóra María Lárusdóttir, Rakel Logadóttir, Laufey Ólafsdóttir og Málfríður Sigurðardóttir skoruðu hin mörkin. Valur er í öðru sæti með 21 stig, þremur minna en Breiðablik sem á leik til góða. Skagastúlkur eru neðstar án stiga. Sport 9. júlí 2005 00:01
Margrét Lára skoraði fimm mörk Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Val sem vann ÍA 0-9 upp á Akranesi í kvöld. Margrét Lára skoraði tvö fyrstu mörk sín úr vítaspyrnum í fyrri hálfleik en skoraði síðan þrjú mörk til viðbótar utan af velli. Sport 8. júlí 2005 00:01
Landsbankadeildin í kvöld ÍA og Valur eigast við í Landsbankadeild kvenna í fótbolta og hefst leikurinn klukkan 20 á Akranesvelli. Þá mætast Haukar og KA á sama tíma í fyrstu deild karla. Sport 8. júlí 2005 00:01
Landsbankadeild kvenna 5. júlí Þrír leikir verða í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Stórleikurinn er viðureign efstu liðanna Breiðabliks og Vals sem mætast á heimavelli Vals að Hlíðarenda. Breiðablik hefur unnið alla 7 leikina í deildinni í sumar. Sport 5. júlí 2005 00:01
Blikastúlkur lögðu Val í toppslag Íslandsmeistarar Vals töpuðu fyrir toppliði Breiðabliks í stórleik kvöldsins í Landsbankadeild kvenna en lokatölur urðu 1-2 á Hlíðarenda. Gréta Mjöll Samúelsdóttir skoraði sigurmark Kópavogsstúlkna á lokamínútunni. Sport 5. júlí 2005 00:01
6 marka sigur Keflvíkinga Keflavík lagði FH 0-6 í fyrsta leik 8. umferðar Landsbankadeildar kvenna í kvöld. Vesna Smiljkovic og Nína Ósk Kristinsdóttir skoruðu tvö mörk hvor en Ágústa Jóna Heiðdal og Hrefna Magnea Guðmundsdóttir eitt hvor. Nýliðar Keflavíkur eru nú með 12 stig en ennþá í 5. sæti með jafnmörg stig og ÍBV og KR. Sport 4. júlí 2005 00:01
Breiðablikskonur ósigrandi Breiðablik er enn ósigrað í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu eftir stórsigur á FH 7-0 í Hafnarfirði í gærkvöldi. Gréta Mjöll Samúelsdóttir skoraði 3 mörk, Erna Sigurðardóttir 2 og þær Ólína Viðarsdóttir og Casey McCluskey sitt markið hvor. Sport 29. júní 2005 00:01
Valsstúlkur lögðu KR naumlega Valsstúlkur lögðu KR naumlega, 1-2 í Landsbankadeildar kvenna í kvöld en sigurmarkið kom skömmu fyrir leikslok. Breiðabliksstúlkur unnu stórsigur á FH, 0-7 á útivelli í kvöld en þrír leikir fóru fram í 7. umferð. Sport 28. júní 2005 00:01
Keflavík skellti ÍA á útivelli Keflavík skellti ÍA, 5-0, á útivelli í Landsbankadeild kvenna í fótbolta í gærkvöldi. Ágústa Jóna Heiðdal, Lilja Íris Guðmundsdóttir, Hrefna Guðmundsdóttir, Nína Ósk Kristinsdóttir og Vesna Smiljkovic skoruðu mörkin. Sport 28. júní 2005 00:01
ÍBV stúlkur lögðu Stjörnuna Einum leik er lokið í Landsbankadeild kvenna en þrír leikir eru á dagskrá í kvöld. ÍBV lagði Stjörnuna á útivelli, 2-3 og eru Eyjastúlkur komnar með 12 stig í 4. sæti. Enn er markalaust í stórleik KR og Vals vestur í bæ en Breiðablik er 4-0 yfir gegn FH á útivelli. Sport 28. júní 2005 00:01
Leikir kvöldsins Þrír leikir verða á dagskrá í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld, þar á meðal stórleikur KR og Vals í Frostaskjóli klukkan 20. Einn leikur er á dagskrá í fystu deild karla. Sport 28. júní 2005 00:01
Tveir leikir hjá konunum í kvöld Tveir leikir eru í Landsbankadeild kvenna í fótbolta í kvöld. Stjarnan tekur á móti ÍBV klukkan 19 og klukkutíma síðar hefst viðureign ÍA og Keflavíkur á Akranesvelli. Sport 27. júní 2005 00:01
Blikastúlkur enn með fullt hús Breiðablik heldur áfram sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu en heil umferð fór fram í deildinni í kvöld. Blikastúlkur völtuðu yfir botnlið ÍA, 6-0 í kvöld og eru með fullt hús eftir 6 umferðir. ÍBV lagði KR óvænt, 3-2 á Hásteinsvelli í Eyjum og Íslandsmeistarar Vals unnu sinn fimmta sigur í röð þegar FH lá 4-1 á Hlíðarenda. Sport 21. júní 2005 00:01
Heil umferð hjá konunum Heil umferð verður í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Breiðablik tekur á móti ÍA, Valur fær FH í heimsókn, Keflavík og Stjarnan eigast við og ÍBV mætir KR í Eyjum . Flautað verður til leiks klukkan 20. Sport 21. júní 2005 00:01
ÍBV burstaði Keflavík ÍBV sigraði Keflavík 5-1 í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í gær. ÍBV er í 4. sæti með sex stig en Keflavík í 7. sæti með þrjú stig. Sport 19. júní 2005 00:01
ÍBV fór létt með Keflavík ÍBV vann stórsigur á Keflavík, 1-5 í Lansbankadeild kvenna í dag og lauk þar með fimmtu umferð. ÍBV er með 6 stig í fjórða sæti, 9 stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Nýliðar Keflavíkur sitja í næst neðsta sæti með aðeins 3 stig í fimm leikjum en einu stig þeirra í deildinni eru fyrir óvæntan stórsigur á Íslandsmeisturum Vals í fyrstu umferð. Sport 18. júní 2005 00:01
Þrír leikir hjá konunum Þrír leikir eru í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. KR og Keflavík eigast við í Vesturbænum, ÍA tekur á móti FH og Stjarnan og Breiðablik mætast í Garðabæ. Flautað verður til leiks klukkan 20. Sport 14. júní 2005 00:01
Blikastúlkur enn ósigraðar Breiðablik heldur áfram órofinni sigurgöngu sinni í Landsbankadeild kvenna. Kópavogsstúlkur lönduðu sínum fimmta sigri í röð í deildinni í kvöld þegar þær fóru yfir bæjarmörkin og lögðu Stjörnuna 1-2 á Stjörnuvelli. KR vann nýliða Keflavíkur 4-1 á KR-velli og FH sótti þrjú stig upp á Skaga þar sem ÍA tapaði 1-3. Sport 14. júní 2005 00:01
Laufey með fjögur í stórsigri Vals Íslandsmeistarar Vals skutust á topp Landsbankadeildar kvenna í dag með stórsgiri á ÍBV, 1-7 á Hásteinsvelli í Eyjum. Laufey Ólafsdóttir skoraði fernu fyrir Val, Margrét Lára Viðarsdóttir tvö og Rakel Logadóttir eitt. Bryndís jóhannesdóttir skoraði mark heimastúlkna. Sport 11. júní 2005 00:01
Enn frestað hjá Keflavík og ÍBV Leik Keflavíkur og ÍBV í Landsbankadeild kvenna hefur enn á ný verið frestað vegna veðurs en hann átti upphaflega að fara fram á Keflavíkurvelli í gær. Leikurinn var svo settur á kl. 18 í dag en ekki hefur enn verið flugfært til Eyja og hefur leikurinn nú verið settur á kl. 14:00 á laugardag, 18. júní á Keflavíkurvelli. Sport 7. júní 2005 00:01
Blikastúlkur unnu toppslaginn Blikastúlkur eru með fullt hús eftir fjórar umferðir í Landsbankadeild kvenna en Breiðablik vann KR 4-0 á Kópavogsvellinum í kvöld en fyrir leikinn höfðu liðin unnið alla 3 leiki sína í deildinni. Valsstúlkur komust í annað sætið með naumum 3-2 sigri á botnliði ÍA og Stjarnan vann sinn annan 1-0 sigur í röð, nú á FH á útivelli. Sport 6. júní 2005 00:01
Nína Ósk er hætt hjá Val Nína Ósk Kristinsdóttir leikur með Keflavík í kvöld gegn ÍBV í Landsbankadeild kvenna. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var frestað vegna ófærðar. Sport 6. júní 2005 00:01
Hrefna með fernu fyrir KR Heil umferð fór fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld og varð engin breyting á tveimur efstu sætum deildarinnar. Topplið KR lagði FH, 6-1 þar sem Hrefna Jóhannesdóttir skoraði fernu og eru Vesturbæjarstúlkur efstar með 9 stig eins og Breiðablik sem vann erfiðan útisigur á ÍBV, 1-2. Íslandsmeistarar Vals rassskelltu nýliða Keflavíkur, 0-9. Sport 31. maí 2005 00:01
Heil umferð hjá konunum Heil umferð verður í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Keflavík og Íslandsmeistarar Vals eigast við suður með sjó, Stjarnan og ÍA mætast í Garðabæ, KR tekur á móti FH og ÍBV fær Breiðablik í heimsókn. Leikirnir hefjast klukkan 20. Sport 31. maí 2005 00:01