„Ætli svona 4-3 hefði ekki verið sanngjarnt“ Þrátt fyrir þokkalega opinn síðari hálfleik skildu Þróttur og Þór/KA jöfn í markalausum leik. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, er sæll með að halda hreinu á útivelli og tekur marga jákvæða punkta með sér norður. Íslenski boltinn 29. september 2024 17:40
„Hún er þarna til að verja og hún gerir það vel“ Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var temmilega sáttur með jafntefli á Avis-vellinum í dag. Þróttur mætti Þór/KA í efri hluta Bestu deildar kvenna í dag og endaði leikurinn með markalausu jafntefli. Íslenski boltinn 29. september 2024 16:45
Uppgjörið: Þróttur - Þór/KA 0-0 | Markalaust í Laugardalnum Þróttur og Þór/KA skildu jöfn þegar liðin áttust við á Avis-vellinum í dag. Hvorugt lið náði að skora þrátt fyrir álitleg færi í leiknum. Bæði lið sigla lygnan sjó í efri hluta Bestu deildar kvenna en Þór/KA situr í þriðja sæti á meðan Þróttur situr í því fimmta þegar ein umferð er eftir af Íslandsmótinu. Íslenski boltinn 29. september 2024 16:00
„Þetta endar eins og þetta á að enda“ „Við nýttum ekki færin okkar en mér fannst þetta solid leikur hjá okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 1-2 sigur gegn Víkingi í næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna. Íslenski boltinn 28. september 2024 16:55
Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Íslandsmeistararnir fá úrslitaleik á heimavelli Valur vann 2-1 sigur á útivelli gegn Víkingi í næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna. Sigurinn tryggði Val hreinan úrslitaleik á Hlíðarenda gegn Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn næsta laugardag. Íslenski boltinn 28. september 2024 13:16
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-2 | Breiðablik vann í markaleik og mætir Val í hreinum úrslitaleik Breiðablik og Valur munu mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta kvenna en þetta varð ljóst eftir 4-2 sigur Blika á móti FH í næstsíðustu umferð Bestu deildarinnar á Kópavogsvelli í dag. Á sama tíma hafði Valur betur á móti Víkingi. Íslenski boltinn 28. september 2024 13:16
„Þetta er dýrmætur tími og maður finnur hvað þetta skiptir mann miklu máli“ Þær Gígja Valgerður Harðardóttir, leikmaður Víkings, og Kristrún Rut Antonsdóttir, leikmaður Þróttar, voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitunarþætti fyrir næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna. Íslenski boltinn 27. september 2024 17:03
Linda beindi Sammy Smith til Íslands: „Hugsaði mig ekki tvisvar um“ Árið 2024 hefur verið draumi líkast fyrir Sammy Rose Smith, 23 ára bandaríska fótboltakonu, sem hefur leikið með FHL og Breiðabliki í sumar. Hún er hæstánægð með tímabilið enda gæti hún unnið bæði Bestu deildina og Lengjudeildina. Íslenski boltinn 26. september 2024 10:02
Sjáðu ótrúlega sjö mínútna þrennu Smith og tvennu Nadíu Allt stefnir í hreinan úrslitaleik Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta í lokaumferð Bestu deildar kvenna. Bæði lið unnu leiki sína í gær þar sem bandarískur framherji Blika stal senunni. Íslenski boltinn 23. september 2024 20:32
Samantha: Mögulega besti leikur minn á Íslandi Samantha Rose Smith, leikmaður Breiðabliks, var að vonum sátt eftir sigur síns liðs gegn Þór/KA í dag þar sem hún skoraði þrennu. Fótbolti 22. september 2024 17:14
„Mér fannst þetta mjög slakur leikur hjá okkur“ Valur vann 2-0 sigur gegn FH á heimavelli. Þrátt fyrir sigur þá var Pétur Pétursson, þjálfari Vals, ekki ánægður með spilamennsku liðsins. Sport 22. september 2024 16:23
Leik lokið: Breiðablik - Þór/KA 6-1 | Blikar skoruðu sex og eru áfram á toppnum Breiðablik var í miklum ham gegn Þór/KA í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í dag. Blikar unnu 6-1 sigur en öll mörk þeirra komu í fyrri hálfleik. Íslenski boltinn 22. september 2024 16:00
Uppgjörið og viðtöl: Valur - FH 2-0 | Nadía kláraði FH-inga Valur vann 2-0 sigur gegn FH. Nadía Atladóttir fór á kostum og skoraði bæði mörk heimakvenna. Uppgjörið og viðtöl væntanleg. Sport 22. september 2024 15:52
Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - Þróttur 1-1 | Eitt stig á hvort lið í fremur rólegum leik Víkingur og Þróttur skildu jöfn 1-1 þegar liðin áttust við í keppni sex efstu liðanna í Bestu deild kvenna í fótbolta á Heimavelli hamingjunnar í kvöld. Íslenski boltinn 20. september 2024 19:52
Var kennari og þjálfaði karlalið þegar hann stýrði kvennalandsliðinu Jörundur Áki Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna og nú yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, mætti í heimsókn til Helenu Ólafsdóttur þar sem hitað var upp fyrir 3. umferð efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta. Fótbolti 20. september 2024 15:16
Þóra vonar að Tinna finni sér annað lið: „Kæmi mér á óvart ef það yrði ekki slegist um hana“ Markvörðurinn Tinna Brá Magnúsdóttir var einn af fáum ljósum punktum í liði Fylkis, sem féll úr Bestu deild kvenna í sumar. Landsleikjahæsti markmaður Íslands vonar að hún finni sér annað lið fyrir næsta tímabil. Íslenski boltinn 17. september 2024 19:45
„Ég fagnaði innra með mér en var ekki sáttur“ „Virkilega dapurt hjá okkur í dag, eins og púðrið væri farið úr okkur. Ætluðum að enda þetta á góðum nótum en því miður þá bara vann betra liðið í dag,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 1-4 tap gegn Keflavík í lokaumferð neðri hluta Bestu deildar kvenna. Dóttir hans skoraði markið sem gerði út af við leikinn. Íslenski boltinn 14. september 2024 17:01
„Ég get ekki hætt að gráta“ Kanadíski markvörðurinn, Erin McLeod, lék sinn síðasta leik með Stjörnunni á Samsungvellinum í dag. Stjörnukonur enduðu tímabilið með sigri á móti Tindastól, leikurinn fór 2-1 eftir að gestirnir frá Sauðárkróki komust yfir eftir aðeins 30 sekúndur. Íslenski boltinn 14. september 2024 17:00
Uppgjörið: Stjörnukonur lentu undir eftir 35 sekúndur en sigruðu Stjarnan tók á móti Tindastól í Garðabæ í dag en leikurinn var síðasti leikur liðanna á þessu tímabili. Þetta var þriðja og síðasta umferð neðri hluta Bestu deildar kvenna en Stólarnir þurftu að sigra Stjörnuna með tveimur mörkum til að komast upp fyrir Garðbæinga í töflunni. Íslenski boltinn 14. september 2024 16:15
Uppgjörið: Fylkir - Keflavík 1-4 | Keflavík kláraði tímabilið með stæl Fylkir og Keflavík, liðin tvö sem féllu úr Bestu deild kvenna, mættust í Lautinni í lokaumferðinni. Keflavík þar með 1-4 sigur og endar því einu stigi ofar en Fylkir. Íslenski boltinn 14. september 2024 13:15
Sjáðu stórglæsilegt sigurmark á gamla heimavellinum Önnur umferð úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta er að baki og nú má finna mörkin úr öllum þremur leikjunum hér inn á Vísi. Íslenski boltinn 14. september 2024 10:31
„Skemmtileg áskorun“ að þjálfa konur sem eru mun eldri Helena Ólafsdóttir fékk til sín þjálfara á mjög ólíkum aldri þegar hún hitaði upp fyrir þriðju síðustu umferðina í efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 14. september 2024 09:01
„Þór/KA-Víkingur verður stærsti leikur landsins í öllum deildum” Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, fór fögrum orðum um leikmenn sína og frammistöðu liðsins eftir 1-0 tap gegn Val í annarri umferð efri hluta Bestu deildar kvenna. Íslenski boltinn 13. september 2024 20:22
Uppgjörið og viðtöl: Þróttur - Breiðablik 1-4 | Auðvelt hjá toppliðinu Topplið Breiðabliks vann öruggan 4-1 sigur á Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í fótbolta og heldur þar með í toppsætið. Liðið er með eins stigs forystu á Val á toppi deildarinnar og stefnir í æsispennandi lokaumferðir. Íslenski boltinn 13. september 2024 19:55
Uppgjörið: Þór/KA - Valur 0-1 | Nauðsynlegur sigur í toppbaráttunni Valur vann sterkan 1-0 útsigur á Þór/KA á Greifavellinum á Akureyri í dag í annarri umferð efri hluta Bestu deildar kvenna. Anna Rakel Pétursdóttir skoraði eina mark leiksins á níundu mínútu með frábæru skoti. Íslenski boltinn 13. september 2024 19:10
Ungar systur spiluðu saman í efstu deild Systurnar Sigurborg Katla og Þórdís Embla Sveinbjörnsdætur spiluðu saman í fyrsta sinn í efstu deild í 3-0 sigri Vikinga á FH í Bestu deildinni í gær. Íslenski boltinn 13. september 2024 12:00
„Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar“ John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna í fótbolta, var nokkuð dapur í bragði þegar hann mætti í viðtal beint eftir 3-0 sigur sinna kvenna á FH í Kaplakrika. Íslenski boltinn 12. september 2024 19:50
Uppgjörið: FH - Víkingur 0-3 | Gestirnir fóru á kostum í Krikanum FH fékk Víking í heimsókn í dag í 20. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Gestirnir enduðu með að vinna nokkuð sannfærandi og þægilegan sigur gegn bitlausu liði FH, lokatölur 0-3. Íslenski boltinn 12. september 2024 19:10
Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Lidja Kulis og Lara Ivanusa hafa yfirgefið Þór/KA og samið við Abu Dhabi Country Club sem spilar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Liðið mun spila í riðlakeppni Meistaradeildar Asíu á komandi leiktíð. Íslenski boltinn 10. september 2024 22:16
Skandall og ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari kvennaliðs FHL í fótbolta, segir það ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta að ekki skuli vera sami fjöldi liða í Bestu deildum karla og kvenna. Kollegi hans í kvennaboltanum er sammála og segir það algjöran skandal að það séu aðeins tíu lið sem skipa Bestu deild kvenna. Íslenski boltinn 9. september 2024 15:03