Fótbolti

Guðni: Margrét Brynja var frá­bær

Árni Jóhannsson skrifar
Guðni var hressari en þetta eftir leik.
Guðni var hressari en þetta eftir leik. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson

Guðni Eiríksson þjálfari FH gat ekki annað en verið ánægður með frammistöðu sinna kvenna í Kaplakrikanum í dag eftir 4-0 sigur á Þrótti.

„Þetta var virkilega flott frammistaða hjá FH liðinu, ein af þeim betri í sumar. Við hefðum hæglega getað unnið þennan leik 7-8-9 eða 10-0. Færin voru þannig sem við sköpuðum okkur og yfirburðirnir á vellinum þeir sömu. Við vorum að spila á móti liði sem er að berjast við okkur og er í þriðja sæti, og við sýndum mikla yfirburði gegn þeim.“

Guðni sagði að FH liðið hafi verið með tögl og haldir á leiknum í 90 mínútur.

„Mér fannst við vera með leikinn frá A til Ö. Ég talaði um það fyrir leik að við þyrftum að spila á okkar gæðum, á okkar styrkleikum og við gerðum það. Leikurinn fór að mestu leyti fram á þeirra vallarhelmingi andstæðingsins.“

Guðni hrósaði frammistöðu Margrétar Brynju Kristinsdóttur í hástert eftir leik.

„Margrét Brynja var frábær. Gaman að sjá hana stíga svona vel upp. Hún er búin að vera glíma við erfið meiðsli, og hún er svo sannarlega að koma til baka. Ég hlakka til að fylgjast með henni á næsta tímabili, hún verður vonandi, 7-9-13, heil heilsu og getur tekið þátt af fullum krafti. Hún hefur svo marga kosti að bera, hún er svo áræðin. Það er alltaf fram á við, sem maður vill sjá frá leikmanni í hennar stöðu. Það er það sem hún sýndi í dag, keyrði á andstæðinginn aftur og aftur.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×