Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Samkvæmt leigusamningi Reykjavíkurborgar og Truenorth um skemmuna í Gufunesi, sem brann í gær, ber borgin enga ábyrgð á tjóni á eignum Truenorth vegna brunans. Forsvarsmenn félagsins hafa sagt ómetanlega sögulega muni hafa verið í skemmunni þegar hún brann en hún var notuð undir gamla leikmuni. Innlent 13.1.2026 11:10
„Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Óbætanlega sögulega muni mátti finna í geymslu kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins True North sem varð alelda í Gufunesi í dag. Telur slökkvilið að allt sem í henni mátti finna sé ónýtt. Innlent 12.1.2026 20:17
Íþróttaskuld Þegar ég sat við morgunverðarborðið með kaffibollann minn á næstsíðasta degi síðasta árs þá rak ég augun í stutta forsíðufrétt í Morgunblaðinu varðandi kvikmyndagerð á Íslandi. Fyrirsögnin var “Endurgreiðslur aldrei verið hærri” . Það fyrsta sem kom upp í hugann var, vel gert íslenskur kvikmyndaiðnaður! Skoðun 10.1.2026 13:32
Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni 9.1.2026 06:30
Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Bandaríski stórleikarinn Leonardo DiCaprio hefur miklar áhyggjur af framtíð kvikmyndahúsa. Hann segir breytingar í kvikmyndaiðnaðinum nú gerast á ógnarhraða og óttast að kvikmyndahús endi á svipuðum stað og djassklúbbar hvað varðar aðsókn. Bíó og sjónvarp 5. janúar 2026 14:31
Játaði ást sína á Jenner Hollywood-stjarnan Timothee Chalamet var valinn besti leikarinn á verðlaunahátíð bandarískra gagnrýnenda fyrir leik sinn í kvikmyndinni Marty Supreme og nýtti tækifærið til að játa ást sína á kærustu sinni, Kylie Jenner. Bíó og sjónvarp 5. janúar 2026 11:59
Allt skal með varúð vinna Viðskiptavinir og unnendur Kvikmyndasafns Íslands hafa nú fengið þær upplýsingar frá menningarmálaráðuneytinu að fyrirhugað sé að sameina safnið Landsbókasafni – Þjóðarbókhlöðu, ásamt Hljóðbókasafni. Skoðun 5. janúar 2026 11:46
Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Leikstjórar Áramótaskaupsins virðast litlar áhyggjur hafa af gagnrýni á opnunaratriði skaupsins og segja mikilvægt að áhorfendur hafi eitthvað til að kjamsa á, á nýársdag. Þeir segjast hafa verið búnir undir mun harðari gagnrýni en barst. Lífið 3. janúar 2026 15:21
Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Kanadíska leikkonan Evangeline Lilly, sem er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Lost og Marvel-myndunum um ofurhetjuna Ant-Man, varð fyrir heilaskaða þegar það leið yfir hana og hún lenti með höfuðið á steini í Havaí í fyrra. Bíó og sjónvarp 2. janúar 2026 16:32
Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Lokaþáttur Stranger Things datt inn á Netflix eftir miðnætti á gamlársdag og vakti það athygli áhorfenda að lokaatriðið er tekið upp á Íslandi. Þar má sjá persónuna Eleven, leikna af Millie Bobby Brown, standa fyrir framan Háafoss og Granna í Þjórsárdal. Bíó og sjónvarp 2. janúar 2026 11:25
Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Fyrsta myndefnið úr Ódysseifskviðu, næsta stórvirki leikstjórans Christopher Nolan er mætt á netið í fyrstu stiklu myndarinnar. Myndin var að hluta tekin upp hér á landi síðasta sumar þegar fréttir bárust ótt og títt af stórstjörnum í miðbæ Reykjavíkur. Horfa má á stikluna neðst í fréttinni. Bíó og sjónvarp 22. desember 2025 15:29
Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram James Ransone, bandarískur leikari sem er hvað helst þekktur fyrir hlutverk sitt í „The Wire“, einum bestu sjónvarpsþáttum allra tíma, lést á föstudag, aðeins 46 ára gamall. Réttarlæknir í Los Angeles segir að Ransone hafi svipt sig lífi. Bíó og sjónvarp 22. desember 2025 10:18
Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Árið 2025 virðist hafa farið hægt af stað, með tilliti til kvikmynda. Þó nokkrar kvikmyndir sem þykja hinar fínustu litu dagsins ljós á árinu en margar þeirra verða að teljast í smærri kantinum. Þegar kemur að tekjum í kvikmyndahúsum tróna barna- og framhaldsmyndir enn á toppnum. Bíó og sjónvarp 21. desember 2025 08:01
Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Dóra Jóhannsdóttir, einn handritshöfunda sjónvarpsþáttanna Húsó, hefur birt bréf frá Bandalagi íslenskra listamanna sem lýsir stuðningi við mál hennar en RÚV og Glassriver hafa ekki brugðist við kröfu hennar um að nafn hennar verði birt í tengslum við Húsó. Hún segir að sér hafi verið boðnir samningar með greiðslu upp á fjórar milljónir, sem hún hafi hafnað. Menning 20. desember 2025 22:26
Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Framleiðsla er hafin á kvikmyndinni Napóleonsskjölin 2 – Tár úlfsins sem er beint framhald af Napóleonsskjölunum, sem byggði á samnefndri metsölubók Arnaldar Indriðasonar og naut vinsælda hérlendis og erlendis. Bíó og sjónvarp 18. desember 2025 10:07
Enginn Óskar til Íslands 2026 Engin Óskarsverðlaun munu fara til Íslands á næsta ári en framlag Íslands - Ástin sem eftir er í leikstjórn Hlyns Pálmasonar er ekki meðal þeirra mynda sem eftir eru á stuttlista fimmtán mynda sem koma til greina til að hljóta verðlaun í flokki erlendra mynda. Bíó og sjónvarp 16. desember 2025 21:23
Bestu myndir Robs Reiner Kvikmyndaleikstjórinn Rob Reiner er allur en hann skilur þó eftir sig feykiöflugt höfundarverk og urmul góðra mynda. Reiner var ástríkur og hlýr húmoristi sem skilaði sér í myndum hans sem blönduðu áreynslulaust saman húmor við drama. Vísir hefur tekið saman bestu myndir leikstjórans hér að neðan. Bíó og sjónvarp 16. desember 2025 13:51
Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Tónlistarmyndbandið fyrir lagið „Það sem jólin snúast um“ með GDRN, Magnúsi Jóhanni og KK kom út síðasta fimmtudag og er afrakstur skemmtilegs skiptidíls. Myndbandið er stillumynd (e. stop motion film) sem tók langan tíma að gera þar sem leikstjórinn Kristný Eiríksdóttir brá sér einnig í hlutverk handritshöfundar, brúðugerðarmanns, tökumanns og leikmyndahönnuðar. Lífið 15. desember 2025 15:00
Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bandaríski leikarinn og grínistinn Dick van Dyke fagnar hundrað ára afmæli í dag. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sín í söngleikjunum Mary Poppins og Chitty Chitty Bang Bang auk grínþáttanna The Dick van Dyke Show. Bíó og sjónvarp 13. desember 2025 11:44
Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bandaríski leikarinn Peter Greene, sem var þekktastur fyrir hlutverk sitt sem illi öryggisvörðurinn Zed í kvikmyndinni Pulp Fiction, er látinn. Greene varð sextugur í október. Bíó og sjónvarp 13. desember 2025 09:43
Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Í september síðastliðnum tilkynnti Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra áform um að sameina ætti Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Landsbókasafn-Háskólabókasafn. Skoðun 12. desember 2025 13:33
Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Heimildarmyndin Ferlið hans Bubba verður frumsýnd 26. mars næstkomandi. Myndin fylgir tónlistarmanninum Bubba Morthens eftir yfir heilt ár þar sem hann lifir sínu lífi, semur tónlist, spilar á tónleikum og vinnur að nýrri plötu. Bíó og sjónvarp 12. desember 2025 10:11
Nágrannar kveðja endanlega í dag Síðasti þáttur sápuóperunnar Nágranna verður sýndur í dag í Ástralíu og á Bretlandseyjum. Þátturinn er með þeim langlífari í sögunni og hefur verið sýndur síðan 1985. Amazon kom til bjargar þegar þátturinn var tekinn af dagskrá 2022 en nú er komið að endanlegri kveðjustund. Bíó og sjónvarp 11. desember 2025 12:07
Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Jennifer Lawrence og Josh Hutcherson, sem urðu að Hollywood-stjörnum með Hungurleikafjórleiknum frá 2012 til 2015, munu snúa aftur í seríuna í nýrri mynd sem fjallar um Haymitch Abernathy, læriföður Katniss Everdeen. Bíó og sjónvarp 11. desember 2025 09:37
Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Russell Crowe, sem lék skylmingaþrælinn Maximus Decimus Meridius í Gladiator fyrir kvartöld síðan, segir fólkið sem stóð að framhaldinu ekki hafa skilið hvað gerði upphaflegu myndina góða. Það hafi ekki verið pompið, praktið eða hasarinn heldur siðferðislegur kjarni söguhetjunnar. Bíó og sjónvarp 10. desember 2025 16:13