Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Glaðir gestir á önugri Önnu

Tölvuteiknaða stuttmyndin Anna og skapsveiflurnar var forsýnd í Smárabíói fyrir fullum sal á fimmtudag. Góður rómur var gerður að myndinni og ekki annað að heyra en áhorfendur létu ólundina í Önnu sér vel líka.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

The Queen sigursæl á Bafta

Drottningin, eða The Queen var valin besta mynd síðasta árs á Bafta-verðlaunahátíð bresku kvikmyndaakademíunnar sem afhent voru í gærkvöldi, þá var Helen Mirren sem lék titilhlutverkið í sömu mynd valin leikkona ársins.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Klassískur dulbúningur

Tónlist leikur stórt hlutverk í teiknimyndinni Önnu og skapsveiflunum, sem frumsýnd var á föstudag, enda verkið upphaflega samið til að vekja áhuga barna og unglinga á klassískri tónlist. Bergsteinn Sigurðsson ræddi við handritshöfundinn Sjón og tónskáldið Julian Nott en þeir sömdu verkið saman.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Þrjár sýningar á einum degi

„Þetta verður svolítill sprettur. Það er spurning hvort maður þurfi ekki að útvega sér þyrlu. Það er annað hvort það eða að láta klóna sig,“ segir Orri Huginn Ágústsson, leikari, sem fer með hlutverk í hvorki meira né minna en þremur sýningum í dag og er uppselt á þær allar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vilja framhald

Viðræður eru hafnar á milli breska grínistans Sacha Baron Cohen og kvikmyndaframleiðandans 20th Century Fox um að gera framhald af gamanmyndinni vinsælu, Borat.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Anna and the Moods - fjórar stjörnur

Sagan um Önnu og skapsveiflurnar er blessunarlega laus við klassískan boðskap flestra teiknimynda enda er hlutverk hennar ekki að hvetja áhorfendur sína til að vera trúir sjálfum sér, trúa á mátt kærleikans eða vináttunnar heldur er þarna á ferð lítil saga um stórt og algengt vandamál.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stóru laxarnir synda í kringum Latabæ

„Þetta er auðvitað alveg frábært. Við vorum í skýjunum í fyrra þegar Julianna Rose Mauriello var tilnefnd. Við bjuggumst ekkert frekar við því að þetta gæti endurtekið sig,“ segir Kjartan Már Kjartansson, upplýsingafulltrúi Latabæjar, en Magnús Scheving og Jonathan Judge voru á miðvikudaginn tilnefndir til Emmy-verðlaunanna fyrir leikstjórn Latabæjarþáttanna.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Miðjarðarhafsför í Þjóðleikhúsinu

Þjóðleikhúsið æfir nú af fullum krafti leikritið Hálsfesti Helenu eftir margverðlaunaðan kanadískan höfund, Carole Fréchette. Verkið gerist á okkar tímum fyrir botni Miðjarðarhafs og er í stuttu máli stefnumót vestrænna viðhorfa við þau austrænu, séð með augum aðalpersónunnar Helenu sem kemur úr norðri.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Leyndardómar leynifélaganna

María Reyndal var í leynifélagi þegar hún var lítil í Norðurmýrinni – Hreiðrinu. Vinirnir hittust í bílskúrsbakherbergi og funduðu og voru með það á hreinu að aragrúi eldri kvenna sem fór um Norðurmýrina á þessum árum með túrbana og sólgleraugu á björtum dögum væru líka í leynifélagi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Börnin í Breiðuvík á hvíta tjaldið

„Ég reikna með því að myndin verði frumsýnd um hvítasunnuhelgina,“ segir Bergsteinn Björgúlfsson sem er að leggja lokahönd á kvikmynd um barna-og unglingaheimilið í Breiðuvík en málefni þess hafa verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu. „Hún verður ekkert í líkingu við þá umfjöllun. Þar hefur fólk verið að smjatta á þessu og fleyta rjómann ofan af málinu,“ segir leikstjórinn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bridges í Iron Man

Leikarinn Jeff Bridges hefur tekið að sér hlutverk í ofurhetjumyndinni Iron Man sem verður framleidd sjálfstætt af fyrirtækinu Marvel Entertainment. Robert Downey Jr. fer með aðalhlutverkið í myndinni sem fjallar um ofurhetjuna Iron Man og annað sjálf hennar, milljarðamæringinn og iðnjöfurinn Tony Stark.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Nýju fötin keisarans

Kvikmyndasafn Íslands sýnir mynd Roberts Altman, Prét-á-Porter kl. 20 kvöld. Myndin er paródía á tískuvikuna í París og var kvikmynduð á einni slíkri.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Par á bar á Nasa

Æfingar eru hafnar á gamanleikritinu Bar/Par eftir Jim Cartwright. Eins og nafnið á verkinu gefur til kynna gerist leikritið á bar þar sem áhorfendur fá tækifæri til að kíkja inn í líf bareigenda sem eru hjón og gesta þeirra eina kvöldstund.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vill ekki sjá Drottninguna

Elísabet II Englandsdrottning ætlar aldrei að sjá myndina The Queen, með Helen Mirren í aðalhlutverki, því hún vill ekki sjá annan í sínu hlutverki á hvíta tjaldinu.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Kvikmyndaleikstjóraverðlaunin afhent Vestanhafs

Kvikmyndaleikstjóraverðlanin (Director's Guild Awards) voru veitt í 59. skipti í gær en það eru samtök kvikmyndaleikstjóra í Ameríku sem veita verðlaunin. Eru þau talin benda til þess hvaða leikstjóri er líklegastur til að hreppa Óskarinn, en Óskarsverðlaunin verða veitt síðar í þessum mánuði. Aðeins sex sinnum frá árinu 1949 hefur sá leikstjóri sem hlýtur kvikmyndaleikstjóraverðlaunin ekki fengið Óskarinn fyrir bestu leikstjórn.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Lindsey hættir við kvikmynd

Leikkonan Lindsay Lohan hefur hætt við hlutverk í kvikmyndinni "A Woman Of No Importance." Ástæðan er að Linds vill ná sér betur eftir áfengismeðferð. Annette Bening leikur stórt hlutverk í myndinni, en þetta er í annað sinn sem ætlunanir um að þær stöllur leiki saman í mynd fara út um þúfur. Árið 2003 hætti Annette við myndina Freaky Friday, en þar lék Lindsay aðalhlutverkið.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Í nýjustu mynd Allen

Spænska þokkagyðjan Penelope Cruz hefur tekið að sér aðalhlutverkið í næstu mynd Woody Allen. Tökur á henni hefjast í Barcelona í sumar. Allen hefur tekið upp síðustu tvær myndir sínar, Match Point og Scoop, í London. Nýjasta mynd hans, Cassandra"s Dream, með Ewan McGregor og Colin Farrell, er væntanleg í kvikmyndahús. Penelope Cruz var nýverið tilnefnd til óskarsins fyrir hlutverk sitt í mynd Pedro Almadovar, Volver.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Köld slóð til Gautaborgar

Kvikmyndinni Kaldri slóð hefur verið boðið að taka þátt í “Nordic Film Market” sem er sölumarkaður innan Gautaborgar hátíðarinnar. Það eru einungis tuttugu myndum frá Norðurlöndunum boðin þáttaka á þessum lokaða markaði og því er þetta mikill fengur fyrir framleiðendur myndarinnar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Little Miss Sunshine hlutskörpust

Það var mikið um dýrðir í Los Angeles í gærkvöldi þegar Screen Actors Guild verðlaunin (SAG Awards) voru veitt í 13. sinn en það er bandalag leikara í Bandaríkjunum sem velur vinningshafana.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Blint auga Akademíunnar

Martin Scorsese var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir The Departed á þriðjudaginn. Þetta er sjötta tilnefning Scorsese sem besti leikstjórinn en þrátt fyrir það hefur hann aldrei hampað styttunni eftirsóttu. Hann er þó síður en svo eina dæmið um brenglað gildismat Akademíunnar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Foreldrar og börn

Leikstjórinn Todd Field vakti mikla athygli með frumraun sinni In the Bedroom árið 2001. Myndin var frumsýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni þar sem gagnrýnendur tóku henni opnum örmum.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Grísinn og kóngulóin

Barna- og fjölskyldummyndin Charlotte‘s Web verður frumsýnd í Sam-bíóunum annað kvöld. Myndin byggir á samnefndri og víðlesinni barnabók og fjallar um lítinn grís, Wilbur að nafni, sem ung stúlka bjargar frá slátrun og tekur að sér að býlinu sínu. Í hlöðunni kynnist Wilbur kóngulónni Charlotte sem tekur hann upp á sína arma.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Gyðingar og víkingar

Fjórar ungar konur úr tveimur ólíkum löndum deildu vist í Arnhem við nám í samningu listdansa í ArtEZ-skólanum. Tvær þeirra voru íslenskar, menntaðar sem dansarar úr Listdansskóla Íslands, hinar komu frá Ísrael.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Owen leikur Marlowe

Clive Owen, sem síðast lék í framtíðarmyndinni Children of Men, mun að öllum líkindum leika bandaríska rannsóknarlögreglumanninn Philip Marlowe í nýrri mynd.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Örvæntingarfull leit að blóðdemanti

Það er sláttur á þeim félögum Leonardo DiCaprio og Djimon Hounsou (Gladiator, The Island, Eragon) í spennumyndinni Blood Diamond og þeir uppskáru báðir óskarsverðlaunatilnefningar fyrir hlutverk sín í myndinni. DiCaprio að sjálfsögðu fyrir bestan leik í aðalhlutverki en Hounsou fyrir aukahlutverk.

Bíó og sjónvarp