Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og þáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

HBO birtir fyrstu stiklu Last of Us

HBO birti í dag fyrstu stiklu þáttanna Last of Us. Þættirnir byggja á samnefndum tölvuleikjum og eru gerðir af Craig Mazin, sem skrifaði þættina Chernobyl. Þau Pedro Pascal og Bella Ramsey eru í aðalhlutverkum sem þau Joel og Ellie.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Svona tók fólk skjáskot í gamla daga

Vakin var athygli á einkar athyglisverðri senu úr hversdagslífi óbreytts Kópavogsbúa í Íslandi í dag á miðvikudag, þar sem Árni Jón Árnason sagði frá ávana sínum að taka myndir af sjónvarpi sínu með hefðbundinni stafrænni myndavél til að halda utan um sjónvarpsminningarnar. Sýnd var sena úr nýrri kvikmynd, Velkominn Árni, sem hefur vakið töluverða athygli að undanförnu.

Menning
Fréttamynd

Louise Fletcher er látin

Bandaríska leikkonan góðkunna, Louise Fletcher er látin, 88 ára að aldri. Fletcher var einna þekktust fyrir hlutverk sitt sem hjúkrunarfræðingurinn Ratched í kvikmyndinni Gaukshreiðrinu, eða One Flew Over the Cuckoo‘s Nest, frá árinu 1975.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sýna gamanmynd með Will Ferrell í bílabíóinu í ár

Bílabíó RIFF verður haldið laugardaginn 24. september kl. 19, í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið Ergo. Risastóru bíótjaldi verður komið fyrir á efra bílastæðaplani við verslunarmiðstöðina Smáralind þar sem tekið verður vel á móti bíó þyrstum bílstjórum og vinum þeirra.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Dýrið sankaði að sér verðlaunum

Það er óhætt að segja að kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hafi verið sigurvegari kvöldsins á Edduverðlaununum þetta árið en myndin hlaut alls 12 verðlaun. Þar á meðal hlaut myndin verðlaun fyrir handrit og leikstjórn ársins en myndin var einnig valin kvikmynd ársins.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Berdreymi framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2023 er kvikmyndin Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra á Eddunni fyrr í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Segja niður­skurðinn brjóta í bága við kvik­mynda­stefnu stjórn­valda

Mikil umræða hefur skapast nýverið um ákvörðun stjórnvalda að skera niður fjármagn til kvikmyndasjóðs. Í vikunni voru fjárlögin fyrir komandi ár kynnt og samkvæmt þeim stendur til að skera framlag til kvikmyndasjóðs niður um 33 prósent. Stjórn Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda segist harma þessa ákvörðun stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Spartverjar á Íslandi

Paramount birti í gærkvöldi mynd af Spartverjum á Íslandi og sagði að tökur á annari þáttaröð sjónvarpsþáttanna Halo, sem byggja á samnefndum tölvuleikjum, væru hafnar. Myndin sýnir fjóra Spartverja í fullum skrúða við Kvernufoss.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Brosið stirðnar á andlitum bíófólks

Kvikmyndagerðarfólki brá illilega í brún þegar fjárlög voru kynnt í vikunni. Fyrir dyrum stendur 33 prósenta niðurskurður á framlögum til kvikmyndasjóðs; innlendrar kvikmyndagerðar. Óhætt er að segja að það leggist illa í íslenska bíóbransann, vægt til orða tekið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Það verða færri verkefni og mögulega með minni stuðningi“

Frestun fjárfestingarátaks í kvikmyndagerð þýðir einfaldlega færri verkefni og minni stuðningur að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasjóðs lækki um tæpan þriðjung.

Innlent
Fréttamynd

Stjórn­völd fresta fjár­festingar­á­taki í kvik­mynda­gerð

Fjárfestingarátak í kvikmyndagerð hér á landi er eitt af því sem fjármálaráðherra hefur lagt til að verði frestað til ársins 2024 til að stemma stigu við verðbólguna. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar um rúmar 50 milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Vera opnar RIFF í ár

Verðlaunamyndin Vera er opnunarmynd RIFF í ár. Vera Gemma leikur sjálfa sig í titilhlutverki myndarinnar en hún hlaut um helgina verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, elstu kvikmyndahátíð í heiminum.

Bíó og sjónvarp