Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Þór Þ. 93-92

    Keflvíkingar unnu í kvöld fínan sigur á Þór Þorlákshöfn, 93-92, í sjöttu umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta, en leikurinn var æsispennandi. Leikið var suður með sjó í Keflavík en heimamenn voru yfir nánast allan tímann. Mikil spenna var samt sem áður á lokamínútum leiksins og úrslitin réðust í blálokin.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stórt kvöld í Lengjubikarnum - bæði Reykjavíkur- og Reykjanesbæjarslagur

    Það fara fimm leikir fram í Lengjubikar karla í kvöld og það er hægt að halda því fram að tveir þeirra teljist til úrslitaleikja í sínum riðlum. Það er bæði Reykjavíkur og Reykjanesbæjarslagur á dagskránni í kvöld sem og að Stjarnan og Snæfell mætast í fyrri leik sínum af tveimur í þessari viku. Eftir leiki kvölsins er riðlakeppnina hálfnuð og öll liðin innan hvers riðils hafa mæst einu sinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Haukarnir unnu sinn fyrsta sigur í Iceland Express deildinni

    Haukar fögnuðu sínum fyrsta sigri í Iceland Expreess deild karla í vetur þegar þeir unnu 78-73 sigur á Fjölni á Ásvöllum í kvöld. Fjölnismenn voru búnir að vinna tvo deildarleiki í röð fyrir leikinn en Haukarnir voru hinsvegar búnir að tapa fyrstu fjórum deildarleikjum sínum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Stjarnan 86-97

    Stjörnumenn stöðvuðu þriggja leikja sigurgöngu nýliða Þórsara í kvöld með því að vinna ellefu stiga sigur, 97-86, í í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Stjarnan tapaði sínum fyrsta leik í vetur í leiknum á undan en er komið aftur á sigurbraut.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Leikur KR og Keflavíkur í heild sinni á Vísir

    Íslandsmeistaralið KR sigraði Keflavík með minnsta mun, 74-73, í miklum spennuleik í Iceland Express deild karla í körfuknatteik í kvöld. Leikurinn var í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi. Leikurinn er aðgengilegur í heild sinni á sjónvarpshlutanum á Vísir en lokakafli leiksins var æsispennandi. Valtýr Björn Valtýsson lýsti leiknum en þetta er í fyrsta sinn sem sýnt er beint frá körfuboltaleik á íþróttahluta Vísis.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-KR 76-84

    KR-ingar unnu sannfærandi sigur á Stjörnunni í Garðabænum í kvöld. Lokatölurnar urðu 76-84 gestunum í vil sem sneru við blaðinu eftir að hafa verið yfirspilaðir í fyrsta leikhluta.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Eru körfuboltadómarar gráðugir? - umdeild launahækkun

    Tómas Tómasson körfuboltaunnandi skrifar harðorða grein á Karfan.is í gær vegna 25 prósenta launhækkun körfuboltadómara. Tómas segir að þetta sé körfuboltahreyfingunni og gráðugum dómurum til skammar. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður Stöðvar 2 tók Hannes Jónsson formann KKÍ tali í gær og spurði hann um þessa hluti.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    IE-deild karla í kvöld: Breiddin mikil hjá toppliðunum

    Stjarnan og Grindavík hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína í Iceland Express-deild karla og líta bæði vel út í upphafi mótsins. Það er einkum breiddin í stigaskori leikmanna beggja liða sem hefur vakið athygli. Sex Grindvíkingar hafa skorað tíu stig eða meira að meðaltali í þessum þremur umferðum og fimm Stjörnumenn eru að skora 13 stig eða meira í leik.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Nýliðar Vals bæta við sig erlendum leikmanni

    Nýliðar Vals í Iceland Express deild karla í körfuknattleik hafa bætt við sig erlendum leikmanni. Hamid Dicko, sem er Bandaríkjamaður með franskt ríkisfang, spilaði sinn fyrsta leik með Val gegn Njarðvík í Lengjubikarnum og skoraði hann 14 stig í þeim leik.

    Körfubolti