Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Arnar Freyr samdi við Keflavík

    Arnar Freyr Jónsson skrifaði í gær undir samning við körfuknattleiksdeild Keflavíkur og mun hann leika með sínu gamla liði á næstu leiktíð. Samningurinn er til eins árs en Arnar missti af síðasta tímabili eftir að hafa slitið krossband hægra í hné en þá var hann leikmaður með úrvalsdeildarliði í Danmörku.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Emil Þór: Berjumst um alla titla

    "Ég er bara helvíti spenntur. Þetta verður hörkuvetur. Bara gaman,“ sagði nýjasti liðsmaður KR í körfunni Emil Þór Jóhannsson. Emil Þór var kynntur til leiks í KR-heimilinu eftir að hafa skrifað undir samning við félagið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Emil Þór farinn frá Snæfelli yfir í KR

    Emil Þór Jóhannsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Íslandsmeistara KR í körfuboltanum en hann skrifar undir við Vesturbæjarfélagið nú í hádeginu samkvæmt áræðanlegum heimildum Vísis. Emil er fyrsti íslenski leikmaðurinn sem gengur í raðir KR-inga sem hafa misst tvo lykilmenn frá því á síðasta tímabili.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Gunnar Einarsson leggur skóna á hilluna

    Körfuknattleikskappinn Gunnar Einarsson hefur lagt skóna á hilluna. Gunnar sem er 34 ára er leikjahæsti leikmaður Keflavíkur frá upphafi. Víkurfréttir greina frá þessu á heimasíðu sinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hörður Axel samdi við þýskt úrvalsdeildarlið

    Landsliðsmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson mun ekki leika með Keflvíkingum í IcelandExpress deild karla á næstu leiktíð. Hörður, sem er 22 ára gamall leikstjórnandi, hefur samið við þýska úrvalsdeildarliðið Mitteldeutscher til þriggja ára. Frá þessu er greint á karfan.is.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Justin Shouse og Darrell Flake orðnir Íslendingar

    Bandarísku körfuboltamennirnir Justin Shouse og Darrell Flake fengu í dag úthlutað íslenskum ríkisborgararétti hjá Allsherjanefnd Alþingis og nú er að sjá hvort að landsliðsþjálfarinn Peter Öqvist vilji nota þá í A-landsliðið.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Brynjar Þór samdi við KR

    Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður í Íslandsmeistaraliði KR, gerði í gær nýjan tveggja ára samning við félagið. Það er þó með þeim fyrirvara að hann fari mögulega erlendis en hann er að þreifa fyrir sér þar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ætlum okkur titilinn

    "Við ætlum okkur titilinn og ekkert kjaftæði,“ sagði ákveðinn formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, Magnús Andri Hjaltason, en félagið gekk í gær frá samningum við þá Sigurð Þorsteinsson og Jóhann Árna Ólafsson.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sigurður Gunnar og Jóhann Árni í Grindavík

    Grindvíkingar eru að fá stóran liðstyrk í körfunni því samkvæmt heimildum Víkurfrétta þá munu þeir Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Jóhann Árni Ólafsson skrifa undir samning við Grindavík í kvöld. Sigurður Gunnar kemur frá Keflavík en Jóhann Árni frá Njarðvík.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Guðmundur fer frá Njarðvík til Þorlákshafnar

    Guðmundur Jónsson, bakvörður Njarðvíkinga, hefur ákveðið að yfirgefa Njarðvíkurliðið og spila með nýliðum Þórs úr Þorlákshöfn í Iceland Express deild karla í körfubolta á næsta tímabili. Þetta kom fram á karfan.is.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ægir og Tómas fara í sama skóla í Bandaríkjunum

    Fjölnisstrákarnir Ægir Þór Steinarsson og Tómas Heiðar Tómasson hafa ákveðið að fara í sama háskóla í Bandaríkjunum næstu fjögur árin en þeir hafa samþykkt að spila með Newsberry college í Norður-Karólínu sem er í 2. deild bandaríska háskólaboltans.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Keflvíkingar missa besta miðherja deildarinnar

    Keflvíkingar tilkynntu það á heimasíðu sinni í dag að ísfirski miðherjinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson muni ekki endurnýja samning sinn við félagið. Sigurður Gunnar hefur verið í stóru hlutverki hjá Keflvíkingum undanfarin fimm ár og var á dögunum valinn í úrvalslið ársins í annað skiptið á þremur árum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Teitur verður áfram með Stjörnuliðið - samdi til 2013

    Teitur Örlygsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna um tvö ár og verður því áfram við stjórnvölinn í Garðabænum. Þetta kemur fram á heimasíðu Stjörnunnar.Teitur hefur þjálfað Stjörnuna síðan í ársloks 2008 og hefur síðan þá komið liðinu í hóp bestu liða deildarinnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pavel og Margrét Kara valin best

    KR-ingarnir Pavel Ermolinskij og Margrét Kara Sturludóttir voru í gærkvöldi valin bestu leikmenn Iceland Express-deildanna í körfubolta á lokahófi KKÍ sem haldið var á Broadway.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ingi Þór búinn að semja við Snæfell til ársins 2014

    Ingi Þór Steinþórsson framlengdi í gær samning sinn við Snæfell um tvö ár og mun því þjálfa karla- og kvennalið félagsins til ársins 2014. Ingi Þór var að klára sitt annað tímabil í Hólminum en hann gerði karlaliðið að tvöföldum meisturum á sínu fyrsta ári og í vetur vann liðið Lengjubikarinn og Meistarakeppnina.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sigurður tekur við Keflavíkurliðinu

    Sigurður Ingimundarson hefur gert tveggja ára samning við Keflavík um að taka við karlaliði félagsins. Sigurður var látinn fara frá Njarðvík á miðjutímabili en snýr nú aftur á heimaslóðirnar. Þetta kemur fram á Víkurfréttum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Marcus tók stigametið af Damon

    Marcus Walker verður örugglega á milli tannanna hjá íslensku körfuboltafólki um ókomna tíð eftir magnaða frammistöðu sína í úrslitakeppninni. Þegar menn fóru að skoða sögubækurnar betur kom líka í ljós að spilamennska þessa eldfljóta og stórskemmtilega bakvarðar væri einstök í 28 ára sögu úrslitakeppninnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Vinna bara á oddaárunum eins og San Antonio Spurs

    KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í gær með því að vinna fjórða leikinn í úrslitaeinvígi sínu á móti Stjörnunni. Þetta er í þriðja sinn frá og með árinu 2007 sem Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, lyfti Íslandsbikarnum glæsilega en líkt og hjá NBA-liðinu San Antonio Spurs þá hafa KR-ingar bara unnið titilinn á oddaárum síðan að Fannar kom í Vesturbæinn.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Hrafn og Fannar fetuðu í fótspor Gunnars og Einars Bolla

    Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, og Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, fetuðu í gærkvöldi í fótspor Gunnars Gunnarssonar og Einars Bollasonar þegar KR-ingar urðu Íslandsmeistarar. Þetta er nefnilega í fyrsta sinn í 32 ár sem KR vinnur tvöfalt í karlakörfunni, það er verður Íslandsmeistari og bikarmeistari á sama tímabilinu.

    Körfubolti