Bónus-deild karla

Bónus-deild karla

Leikirnir




    Fréttamynd

    Bikarmeistarar Snæfells úr leik

    Njarðvík, Tíndastóll og KR tryggðu sér öll sæti í átta liða úrslitum Poweradebikars karla í kvöld. Njarðvík lagði Snæfell í Fjárhúsinu í háspennuleik. Það er því ljóst að Snæfell ver ekki bikarmeistaratitilinn í ár.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Örvar: Við ætlum okkur alla leið

    Örvar Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, var mjög svo ánægður með sigurinn í kvöld en hans menn náðu að leggja ‚ÍR-inga í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins 112-90 en leikurinn fór fram í Seljgaskóla.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Ægir: Erum komnir einu skrefi nær markmiðinu

    „Við erum komnir einu skrefi nær að því sem við ætlum okkur,“ sagði Ægir Steinarsson, leikmaður Fjölnis, eftir sigurinn í kvöld. Fjölnir bar sigur úr býtum gegn ÍR í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins 112-90 en leikurinn fór fram í Seljaskóla. Ægir átti frábæran leik eins og svo oft áður í vetur og skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Sveinbjörn: Voru ekki með hausinn skrúfaðan á

    „Menn voru ekki með hausinn skrúfaðan á frá fyrstu mínútu,“ sagði Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR, virkilega svekktur eftir tapið í kvöld. ÍR-ingar féllu úr leik í Powerade-bikarnum gegn Fjölni í kvöld en þeir töpuðu 112-90 í Seljaskólanum.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindvíkingar enduðu sigurgöngu KR-inga

    Grindavík komst aftur upp í 2. sæti Iceland Express deildar karla eftir tíu stiga sigur á KR, 87-77, í Röstinni í Grindavík í kvöld. KR hafði unnið þrjá síðustu leiki sína í deildinni en tókst ekki að vera fyrsta útiliðið til að vinna í Grindavík. Bæði lið áttu mjöguleika á því að ná öðru sætinu með sigri.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell lagði Stjörnuna

    Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld. Íslandsmeistarar Snæfells komust á topp deildarinnar með sigri á Stjörnunni á heimavelli, 114-96.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Svavar aftur í búninginn hjá Tindastóli

    Þrír leikir eru í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld og hefjast þeir allir klukkan 19:30. Snæfell tekur á móti Stjörnunni í stórleik í Stykkishólmi, á Ísafirði heimsækir Keflavík lið KFÍ og á Sauðárkróki eigast við Tindastóll og Fjölnir.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Nonni Mæju fékk flest atkvæði í Stjörnuleik KKÍ

    Snæfellingurinn Jón Ólafur Jónsson, þekktastur undir viðurnefninu Nonni Mæju, fékk flest atkvæði í netkosningu á KKÍ þar sem gestir síðunnar fengu að velja byrjunarliðsleikmenn í Stjörnuleik KKÍ sem fer fram í Seljaskóla 11. desember næstkomandi. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfell vann sinn fimmta leik í röð - myndir

    Íslands- og bikarmeistarar Snæfellinga eru áfram á toppnum í Iceland Express deild karla eftir sextán stiga sigur á Haukum, 105-89, á Ásvöllum í kvöld. Þetta var fimmti sigur liðsins í röð og sjá sjöundi í átta deildarleikjum á tímabilinu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Draumabyrjun Stólanna dugði skammt í DHL-höllinni

    KR vann 19 stiga sigur á Tindastól, 107-88, í Iceland Express deild karla í DHL-höllinni í kvöld. Tindastóll komst í 24-9 í fyrsta leikhluta en KR-ingar unnu upp muninn í öðrum leikhlutanum og stungu síðan af með því að vinna þriðja leikhlutann 37-16.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Snæfelingar áfram á góðu skriði - unnu Hauka létt á Ásvöllum

    Snæfellingar eru áfram á toppi Iceland Express deildar karla eftir sextán stiga sigur á Haukum á Ásvöllumn í kvöld, 105-89. Snæfellingar tóku frumkvæðið strax í fyrsta leikhlutanum og litu aldrei til baka eftir það. Þetta var fimmti sigurleikur liðsins í röð og hafa Íslandsmeistararnir nú unnið 7 af fyrstu 8 leikjum sínum á tímabilinu.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Stjarnan endaði taphrinuna með sigri á botnliði ÍR

    Stjörnumenn unnu langþráðan sigur þegar þeir unnu ÍR-inga með 13 stigum í Garðabænum í kvöld, 89-76. Stjarnan var fyrir leikinn búið að tapa þremur leikjum í röð í deild og bikar en það var ljóst frá byrjun þessa leiks að lærisveinar Teits Örlygssonar ætluðu að breyta því í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Grindavík taplaust með Guðlaug í liðinu

    Mikilvægi Guðlaugs Eyjólfssonar fyrir Grindavíkurliðið fer ekki á milli mála þegar tölfræði Iceland Express deildar karla er skoðuð því enginn leikmaður deildarinnar kemur betur út í plús og mínus tölfræðinni þegar sjö umferðir eru búnar.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Magnús á leiðinni heim til að spila með Njarðvík

    Magnús Þór Gunnarsson er á leiðinni heim og ætlar að spila með Njarðvík í Iceland Express deild karla. Þetta kemur fram á heimasíðu Víkufrétta en á karfan.is er talið líklegt að Magnús verði með Njarðvík á móti Keflavík þegar liðin mætast næsta mánudag.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Guðmundur: Erum alltof sveiflukenndir

    „Við byrjuðum seinni hálfleikinn mjög vel, vörnin var að halda og þeir skoruðu bara 2 stig fyrstu fimm mínúturnar og munurinn er aðeins fimm stig. Síðan hrökk þetta í baklás hjá okkur," sagði Guðmundur Jónsson leikmaður Njarðvíkur eftir 92-69 tap gegn KR í DHL höllinni.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Pavel: Ætlum að gera þetta að sterkasta heimavellinum

    „Það er mjög gott að vera kominn aftur á sigurbraut og vonandi að við höldum því áfram, við höfum unnið tvo leiki og tapað einum og ef við ætlum að vera besta liðið í deildinni þurfum við að komast á skrið og hætta að tapa," sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR sem átti stóran þátt í 92-69 sigri KR á Njarðvík í DHL höllinni í kvöld.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    KR vann öruggan sigur á Njarðvík í DHL-höllinni

    KR-ingar unnu öruggan 23 stiga sigur á Njarðvíkingum í DHL höllinni í Iceland Express deild karla í kvöld, 92-69. Sigur KR-liðsins var afar öruggur að þótt Njarðvíkingar hefðu ekki verið langt frá fram í síðasta leikhluta. KR-ingar fóru upp í þriðja sætið í deildinni með þessum sigri en Njarðvíkingar eru hinsvegar í því tíunda.

    Körfubolti
    Fréttamynd

    Friðrik tryggði Tindastól fyrsta sigurinn

    Tindastóll vann sinn fyrsta sigur í Iceland Express deild karla á tímabilinu þegar liðið vann 89-88 sigur á Stjörnunni í Garðabæ í kvöld. Friðrik Hreinsson skoraði sigurkörfuna 3,2 sekúndum fyrir leikslok.

    Körfubolti